Samþykktir Norðurþings 2018
Málsnúmer 201801010
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 238. fundur - 05.01.2018
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna ítarlegri úrvinnslu á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað og miðar m.a. að aukinni skilvirkni og fækkun nefnda í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Byggðarráð Norðurþings - 239. fundur - 12.01.2018
Fyrir byggðarráði liggja frumdrög að breytingum á samþykktum Norðurþings.
Byggðarráð vísar samþykktum Norðurþings 2018 til umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018
Til fyrri umræðu í sveitarstjórn eru lagðar fram breytingar á samþykktum sveitarfélagsins. Undanfarnar vikur hefur byggðarráðs rætt kosti og galla núverandi nefndafyrirkomulags og tækifæri til breytinga á samþykktunum sem miða að því að bæta umhverfi kjörinna fulltrúa í sinni vinnu í stjórnkerfinu. Megintillögurnar sem til umræðu eru snúa að fækkun fastanefnda sveitarfélagsins niður í þrár stærri nefndir, sem áætlað væri að fundi að jafnaði einu sinni í viku. Jafnframt er til umræðu hvort fjölga eða fækka skuli í hópi kjörinna fulltrúa frá því sem nú er. Sveitarstjórnarlög gera ráð fyrir því að sveitarfélag af stærðargráðu Norðurþings hafi á að skipa sveitarstjórn með 7, 9 eða 11 fulltrúum. Jafnframt eru til umræðu breytingar á kjaraumhverfi sveitarstjórnarfólks.
Til máls tóku; Kristján, Jóhanna, Kjartan, Sif, Óli, Gunnlaugur og Jónas.
Sveitarstjórn vísar málinu til umræðu í byggðarráði og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn vísar málinu til umræðu í byggðarráði og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 240. fundur - 26.01.2018
Áframhaldandi umræða um samþykktir Norðurþings og breytingar á kjörum fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 241. fundur - 02.02.2018
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Umræðunni verður haldið áfram á næsta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 242. fundur - 09.02.2018
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Stefnt er að afgreiðslu á nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarstjórnar Norðurþings sem og samþykktum um kjör sveitarstjórnarfólks til sveitarstjórnar á næsta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 243. fundur - 15.02.2018
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Byggðarráð vísar samþykktunum með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018
Á 243. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð vísar samþykktunum með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar samþykktunum með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Kristján, Óli, Sif, Jónas, Örlygur, Gunnlaugur og Kjartan.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum í seinni umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum í seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 244. fundur - 01.03.2018
Framhald á umræðum um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum.
Byggðarráð Norðurþings - 245. fundur - 09.03.2018
Framhald á umræðum um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum.
Byggðarráð Norðurþings - 246. fundur - 16.03.2018
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings, sem og samþykktum um kjör kjörinna fulltrúa. Fyrir byggðarráði liggur að vísa samþykktunum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings og samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 79. fundur - 20.03.2018
Helstu breytingar frá núgildandi samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings snúa að nefndakerfi sveitarfélagsins, en tillagan að breytingum felur í sér að nefndum verði fækkað úr sex fastanefndum niður í tvö ný ráð, auk byggðarráðs. Í fyrsta lagi verður félagsmálanefnd, fræðslunefnd og æskulýðs- og menningarnefnd steypt saman í eitt fjölskylduráð sem fer með málefni nefndanna sem sinnt hafa málefnum fjölskyldusviðs sveitarfélagsins. Hinsvegar verður skipulags- og umhverfisnefnd, framkvæmdanefnd og hafnanefnd steypt saman í nýtt framkvæmda- og skipulagsráð Norðurþings.
Helstu breytingar á frá núgildandi samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings eru þær að frá núverandi stöðu að grunnlaun sveitarstjórnarfulltrúa eru að hækka umtalsvert og verða 15% af þingfararkaupi gangi þessar breytingar eftir. Nýmæli er að finna í þessum samþykktum er varðar mánaðarlegar greiðslur til fyrsta varamanns framboðs sem á sæti í sveitarstjórn.
Á 246. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð vísar samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings og samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Helstu breytingar á frá núgildandi samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings eru þær að frá núverandi stöðu að grunnlaun sveitarstjórnarfulltrúa eru að hækka umtalsvert og verða 15% af þingfararkaupi gangi þessar breytingar eftir. Nýmæli er að finna í þessum samþykktum er varðar mánaðarlegar greiðslur til fyrsta varamanns framboðs sem á sæti í sveitarstjórn.
Á 246. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð vísar samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings og samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Kristján, Hjálmar, Stefán, Jónas, Soffía, Sif og Kolbrún.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings sem tekur gildi 10. júní 2018.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings sem tekur gildi 10. júní 2018.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings sem tekur gildi 10. júní 2018.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings sem tekur gildi 10. júní 2018.
Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018
Sveitarstjóri gerir grein fyrir tillögum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eftir yfirferð á samþykktum Norðurþings sem samþykktar voru á síðasta fundi sveitarstjórnar í mars sl.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að haga afgreiðslu á samþykktarbreytingum í samræmi við ráðleggingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Byggðarráð Norðurþings - 249. fundur - 20.04.2018
Sveitarstjóri leggur fram athugasemdir og leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um endanlega afgreiðslu á ný-samþykktum samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings. Vísa þarf tillögunum til sveitarstjórnar til lokaafgreiðslu.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 80. fundur - 24.04.2018
Sveitarstjóri leggur fram athugasemdir og leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um endanlega afgreiðslu á ný-samþykktum samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Á 249. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Á 249. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tók: Kristján
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktir um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktir um breytingar á samþykktum Norðurþings.