Byggðarráð Norðurþings
1.Félagsheimilið Heiðarbær
Málsnúmer 201804053Vakta málsnúmer
2.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar, 345. mál, frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur
Málsnúmer 201803132Vakta málsnúmer
3.Umhverfis- og samgöngunefnd: til umsagnar 389. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála
Málsnúmer 201803101Vakta málsnúmer
4.Fundagerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201802023Vakta málsnúmer
5.Fundargerðir Eyþings 2016-2018
Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer
6.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
Málsnúmer 201704060Vakta málsnúmer
7.Skýrsla flugklasans Air 66N 2018
Málsnúmer 201804042Vakta málsnúmer
8.Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags 2018
Málsnúmer 201804050Vakta málsnúmer
9.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2017 - 2018
Málsnúmer 201711096Vakta málsnúmer
Soffía óskar að eftirfarandi verði bókað:
Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014 og sett í neikvæða eignarstöðu.
Í bókum félagsins er eignin mjög lágt skrifuð og miðað við þróun fasteignamarkaðarins á Húsavík hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við niðurfærslunni þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu. Komið hefur á daginn og fasteignamat á Húsavík hækkði um 42,2% á síðasta ári og hreinlega spurning hvort 47 milljónir fyrir bílakjallarann sé nálægt markaðsvirði eða byggingarkostnaði.
Nær hefði verið fyrir sveitarfélagið að vinna á kjörtímabilinu að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð og hefja byggingu til að leysa hluta húsnæðisvandans á Húsavík en velja frekar að setja í einkaframkvæmd. Til lengri framtíðar litið, þá á öldruðum eftir að fjölga hlutfallslega því sem betur fer lifir fólk lengur. Við Útgarð er kjörið svæði fyrir eldri íbúa og fatlaða einstaklinga að búa í nálægð við öfluga heilbrigðis- og stoðþjónustu fyrir þá sem þess þurfa eða vilja. Það veitir ekki af þessu svæði fyrir þessa þjónustu hins opinbera til lengri framtíðar litið.
Þarna ráða skammtímasjónarmið sem er til þess fallið að úthýsa verkefnum sveitarfélagsins til einkaaðila og losna þannig við bókhaldslega „erfiða“ eign úr efnahagsreikningi Norðurþings sem er stærsti eignaraðilinn. Sveitarfélög eiga að hafa verkefni og leysa þau, ekki losa sig við þau.
Hvað finnst kjósendum um þetta svona korteri fyrir kosningar?
Hefði ekki verið heiðarlegra að þetta hefði komið fram fyrir 4 árum, í kosningaloforðum þeirra flokka sem þetta vilja?
Soffía Helgadóttir,
bráðum fyrrverandi bæjarfulltrúi Norðurþings.
Óli, Jónas og Olga óska bókað:
„Sú ákvörðun þáverandi stjórnvalda í Norðurþingi að stofna einkahlutafélag og hefja byggingu íbúðablokkar með stórum og dýrum íbúðum hefur reynst sveitarfélaginu kostnaðarsöm aðgerð. Umrædd niðurfærsla á eignarverði fasteignar að Útgarði 4 kom beint frá endurskoðanda Leigufélags Hvamms og hafði ekkert með afstöðu pólitískra framboða að gera.
Í þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á umrædd áform Leigufélags Hvamms hefur vantað mjög útfærslu á því hvort og þá hvernig sveitarfélögin, þ.m.t. Norðurþing, eiga að fjármagna eða reka slíkt húsnæði. Ennfremur hvaða áhrif lántaka til slíkra framkvæmda hafi á skuldahlutfall sveitarfélagsins.
Vinna við að koma af stað nýbyggingu íbúða fyrir stækkandi hóp eldri íbúa Norðurþings hefur staðið yfir um langt skeið. Ef af því verður að nýbygging fjölda hentugra íbúða við Útgarð fyrir þennan aldurshóp hefjist á næstu mánuðum verður af því gífurlega mikill ávinningur og jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn á Húsavík.
Rétt er að geta þess að nægt byggingarrými er á svæðinu í nágrenni Útgarðs og Hvamms til að byggja frekara rými, þ.m.t. hjúkrunarheimili eða annað rými sem opinberir aðilar eða aðrir gætu hugsað sér að standa að.
Óli vék af fundi að loknum þessum lið og Olga tók við fundarstjórn.
10.Fundir hverfisráða Norðurþings
Málsnúmer 201709006Vakta málsnúmer
11.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018
Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer
12.Opinber innkaup
Málsnúmer 201804043Vakta málsnúmer
13.Orlof húsmæðra 2018
Málsnúmer 201803087Vakta málsnúmer
14.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018
Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer
15.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki
Málsnúmer 201612060Vakta málsnúmer
16.Umboð - samþykki Norðurþings fyrir miðlun upplýsinga um lán sveitarfélagsins sem veitt hafa verið á grundvelli VIII. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál
Málsnúmer 201707119Vakta málsnúmer
17.Ný löggjöf um persónuvernd
Málsnúmer 201706150Vakta málsnúmer
18.Umsókn um styrk vegna Sjávarútvegsskólans 2018
Málsnúmer 201803084Vakta málsnúmer
19.Styrktarbeiðni: Sögur - Verðlaunahátíð barnanna 2018
Málsnúmer 201803080Vakta málsnúmer
20.Ósk um tilnefningar til setu í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga
Málsnúmer 201804056Vakta málsnúmer
Byggðarráð tilnefnir Jón Höskuldsson til setu í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga 2018-2020.
21.Kosningavitinn í komandi sveitarstjórnarkosningum
Málsnúmer 201804058Vakta málsnúmer
22.HNÞ bs. - skipting á kröfu Brúar
Málsnúmer 201804057Vakta málsnúmer
23.Stefna á hendur landeigendum í Kelduhverfi í svokölluðu Ássandsmáli
Málsnúmer 201804060Vakta málsnúmer
Garðar Garðarsson, lögmaður hjá Landslögum mun verða verjandi eigenda Bakkajarðanna; Ytri- og Syðri-Bakka, þar með Norðurþings og Egils Egilssonar og fjölskyldu er eiga Syðri-Bakka. Frekari kynning á málinum mun liggja fyrir byggðarráði þegar greinargerð lögmanns sveitarfélagsins liggur fyrir.
24.Drög að samstarfssamningi við Hafnasamband Norðurlands um rekstur dráttarbáts á Húsavík
Málsnúmer 201804055Vakta málsnúmer
25.Samningur um félagsþjónustu í Þingeyjarsýslum
Málsnúmer 201801111Vakta málsnúmer
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi samning og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
26.Samþykktir Norðurþings 2018
Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 14:10.