Hverfisráð Öxarfjarðar 2017
Málsnúmer 201709132
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 231. fundur - 26.10.2017
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrsta fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 236. fundur - 08.12.2017
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá íbúafundi þeirra sem haldinn var 15. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 238. fundur - 05.01.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Öxarfjarðar góðar ábendingar. Byggðarráð vísar dagskráliðum fundarsins áfram til afgreiðslu hjá viðeigandi nefndum.
Fræðslunefnd - 22. fundur - 10.01.2018
Á 3. fundi hverfisráðs Öxarfjarðar var tekið fyrir fyrsta mál undir önnur mál um breytt rekstrarform leikskólanna í Lundi og á Kópaskeri.
Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til fræðslunefndar Norðurþings.
Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til fræðslunefndar Norðurþings.
Fræðslunefnd bendir á að 2. mars 2017 var haldinn opinn fundur með fræðslufulltrúa um leikskólamál á Kópaskeri þar sem forsvarsmönnum fyrirtækja bauðst að tjá sig um málið.
12. apríl 2017 fjallaði fræðslunefnd um undirritaða áskorun íbúa um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri. Skorað var á fræðsluyfirvöld að reka einn leikskóla með tveimur starfsstöðvum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að tryggja að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu á starfsfólki en einnig að eyða togstreitu um mismunandi gæði starfsstöðvanna.
Fræðslunefnd frestaði afgreiðslu erindisins en fól fræðslufulltrúa ásamt skólastjóra Öxarfjarðarskóla að halda fund með foreldrum barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að kanna hug foreldra varðandi dagvistunarúrræði fyrir komandi skólaár. Fundurinn var haldinn í Lundi þann 8. maí. Sjö foreldrar mættu ásamt fræðslufulltrúa, skólastjóra Öxarfjarðarskóla og deildarstjóra leikskóladeildar í Lundi.
Í erindi forsvarsmanna fimm atvinnufyrirtækja á svæðinu frá 24. apríl 2017 var gerð alvarleg athugasemd við að áskorun íbúanna um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri hafi verið tekin fyrir undir málinu „Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla.“ Þar er farið fram á að til væntanlegs fundar með foreldrum leikskólabarna verði einnig boðaðir væntanlegir foreldrar ásamt forsvarsfólki atvinnufyrirtækja.
Eftirfarandi svar sendi fræðslufulltrúi forsvarsmönnum fyrirtækjanna fimm:
„Ástæða þess að áskorun 43 einstaklinga um breytt rekstrarfyrirkomulag leikskóla í Lundi og á Kópaskeri var tekið fyrir undir málinu „Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik og grunnskóla“ er fyrst og fremst skipulagsatriði. Öll umfjöllun snýst um að það úrræði sem í boði hefur verið á Kópaskeri hefur ekki verið nógu vel nýtt og haldið utan um alla þá umræðu í þessu eina og sama máli. Úrlausnarefnið er í öllum tilfellum hvernig dagvistunarúrræðum á svæðinu skuli háttað þrátt fyrir heiti málsins.
Hugur íbúa hefur nú þegar verið kannaður á íbúafundi á Kópaskeri þann 2. mars sl. þar sem m.a. forsvarsmenn fyrirtækja gátu sagt hug sinn. Nú telur fræðslunefnd þörf á því að fá upplýsingar frá foreldrum og verðandi foreldrum leikskólabarna um hvaða viðhorf og væntingar þeir hafa til dagvistunar barna sinna. Eins og bent er á í bréfinu sem nú barst skrifa foreldrar leikskólabarna undir áskorunina en velja engu að síður sumir að vista ekki börn sín á deildinni á Kópaskeri. Leikskóladeild er til staðar á Kópaskeri en er ekki nýtt. Fræðslunefnd mun því leita eftir áliti væntanlegra foreldra og foreldra leikskólabarna á ástæðum þess á fyrirhuguðum fundi“
10. maí fjallaði fræðslunefnd aftur um málið og þá var eftirfarandi bókað:
„Fræðslunefnd bregst við áskorun íbúa með því að framlengja skráningarfrest í leikskóladeildina á Kópaskeri til 15. júní. Náist viðunandi skráning fjögurra barna að lágmarki mun fræðslunefnd stuðla að eflingu starfssemi leikskóladeildarinnar. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra að hvetja foreldra barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að skrá börn sín á leikskóla fyrir 15. júní. Olga setur fram eftirfarandi tillögu: Að á starfssvæði Öxarfjarðarskóla verði rekinn einn leikskóli með tveimur starfsstöðum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu starfsfólks og tryggja með því gæði þeirra þjónustu sem í boði þarf að vera á hvorri starfsstöð fyrir sig. Tillagan er felld með atkvæðum Berglindar Jónu, Stefáns, Annýjar Petu og Þórhildar. Olga óskar bókað. Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 13. fundi 12. apríl 2017 á erindi frá 43 íbúum á starfssvæði Öxarfjarðarskóla vil ég benda á eftirfarandi. Borist hefur athugasemd frá forsvarsmönnum 5 atvinnufyrirtækja á svæðinu, sem í dag eru með 53 starfsmenn í fullu starfi, þar sem farið er fram á að fulltrúar atvinnulífsins séu kallaðir til samráðs við lausn þessa máls, ekki síður en skólastjóri og foreldrar þar sem að þeirra mati fara að fullu og öllu leyti saman hagsmunir foreldra, barna og atvinnulífs. Undirrituð tekur undir þetta sjónarmið og fer fram á að við þessari kröfu verði orðið hið fyrsta.“
Á fundi fræðslunefndar 14. júní 2017 er eftirfarandi bókað um málið:
„Fræðslunefnd hefur áfram til umfjöllunar stöðu mála varðandi fjölda barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri. Á síðasta fundi nefndarinnar var veittur viðbótarfrestur til skráningar barna á deildina til 15. júní.
Reiknað er með 11 börnum í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi skólaárið 2017-18 og sótt hefur verið um fyrir 4 börn í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri, eitt þeirra hæfi vistun um áramót.
Líklegt að um 4 -5 börn verði í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri skólaárið 2018-19 ef fram fer sem horfir.
Þar sem viðmiðum um skráningar fjögurra barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri hefur verið náð mun deildin verða rekin áfram skólaárið 2017-2018. Þá vísar fræðslunefnd einnig til bókunar sinnar frá fundi 10. maí sl. um eflingu deildarinnar.“
Fræðslunefnd ásamt fræðslufulltrúa mun áfram skoða möguleika á dagvistunarúrræði á Kópaskeri.
12. apríl 2017 fjallaði fræðslunefnd um undirritaða áskorun íbúa um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri. Skorað var á fræðsluyfirvöld að reka einn leikskóla með tveimur starfsstöðvum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að tryggja að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu á starfsfólki en einnig að eyða togstreitu um mismunandi gæði starfsstöðvanna.
Fræðslunefnd frestaði afgreiðslu erindisins en fól fræðslufulltrúa ásamt skólastjóra Öxarfjarðarskóla að halda fund með foreldrum barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að kanna hug foreldra varðandi dagvistunarúrræði fyrir komandi skólaár. Fundurinn var haldinn í Lundi þann 8. maí. Sjö foreldrar mættu ásamt fræðslufulltrúa, skólastjóra Öxarfjarðarskóla og deildarstjóra leikskóladeildar í Lundi.
Í erindi forsvarsmanna fimm atvinnufyrirtækja á svæðinu frá 24. apríl 2017 var gerð alvarleg athugasemd við að áskorun íbúanna um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri hafi verið tekin fyrir undir málinu „Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla.“ Þar er farið fram á að til væntanlegs fundar með foreldrum leikskólabarna verði einnig boðaðir væntanlegir foreldrar ásamt forsvarsfólki atvinnufyrirtækja.
Eftirfarandi svar sendi fræðslufulltrúi forsvarsmönnum fyrirtækjanna fimm:
„Ástæða þess að áskorun 43 einstaklinga um breytt rekstrarfyrirkomulag leikskóla í Lundi og á Kópaskeri var tekið fyrir undir málinu „Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik og grunnskóla“ er fyrst og fremst skipulagsatriði. Öll umfjöllun snýst um að það úrræði sem í boði hefur verið á Kópaskeri hefur ekki verið nógu vel nýtt og haldið utan um alla þá umræðu í þessu eina og sama máli. Úrlausnarefnið er í öllum tilfellum hvernig dagvistunarúrræðum á svæðinu skuli háttað þrátt fyrir heiti málsins.
Hugur íbúa hefur nú þegar verið kannaður á íbúafundi á Kópaskeri þann 2. mars sl. þar sem m.a. forsvarsmenn fyrirtækja gátu sagt hug sinn. Nú telur fræðslunefnd þörf á því að fá upplýsingar frá foreldrum og verðandi foreldrum leikskólabarna um hvaða viðhorf og væntingar þeir hafa til dagvistunar barna sinna. Eins og bent er á í bréfinu sem nú barst skrifa foreldrar leikskólabarna undir áskorunina en velja engu að síður sumir að vista ekki börn sín á deildinni á Kópaskeri. Leikskóladeild er til staðar á Kópaskeri en er ekki nýtt. Fræðslunefnd mun því leita eftir áliti væntanlegra foreldra og foreldra leikskólabarna á ástæðum þess á fyrirhuguðum fundi“
10. maí fjallaði fræðslunefnd aftur um málið og þá var eftirfarandi bókað:
„Fræðslunefnd bregst við áskorun íbúa með því að framlengja skráningarfrest í leikskóladeildina á Kópaskeri til 15. júní. Náist viðunandi skráning fjögurra barna að lágmarki mun fræðslunefnd stuðla að eflingu starfssemi leikskóladeildarinnar. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra að hvetja foreldra barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að skrá börn sín á leikskóla fyrir 15. júní. Olga setur fram eftirfarandi tillögu: Að á starfssvæði Öxarfjarðarskóla verði rekinn einn leikskóli með tveimur starfsstöðum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu starfsfólks og tryggja með því gæði þeirra þjónustu sem í boði þarf að vera á hvorri starfsstöð fyrir sig. Tillagan er felld með atkvæðum Berglindar Jónu, Stefáns, Annýjar Petu og Þórhildar. Olga óskar bókað. Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 13. fundi 12. apríl 2017 á erindi frá 43 íbúum á starfssvæði Öxarfjarðarskóla vil ég benda á eftirfarandi. Borist hefur athugasemd frá forsvarsmönnum 5 atvinnufyrirtækja á svæðinu, sem í dag eru með 53 starfsmenn í fullu starfi, þar sem farið er fram á að fulltrúar atvinnulífsins séu kallaðir til samráðs við lausn þessa máls, ekki síður en skólastjóri og foreldrar þar sem að þeirra mati fara að fullu og öllu leyti saman hagsmunir foreldra, barna og atvinnulífs. Undirrituð tekur undir þetta sjónarmið og fer fram á að við þessari kröfu verði orðið hið fyrsta.“
Á fundi fræðslunefndar 14. júní 2017 er eftirfarandi bókað um málið:
„Fræðslunefnd hefur áfram til umfjöllunar stöðu mála varðandi fjölda barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri. Á síðasta fundi nefndarinnar var veittur viðbótarfrestur til skráningar barna á deildina til 15. júní.
Reiknað er með 11 börnum í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi skólaárið 2017-18 og sótt hefur verið um fyrir 4 börn í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri, eitt þeirra hæfi vistun um áramót.
Líklegt að um 4 -5 börn verði í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri skólaárið 2018-19 ef fram fer sem horfir.
Þar sem viðmiðum um skráningar fjögurra barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri hefur verið náð mun deildin verða rekin áfram skólaárið 2017-2018. Þá vísar fræðslunefnd einnig til bókunar sinnar frá fundi 10. maí sl. um eflingu deildarinnar.“
Fræðslunefnd ásamt fræðslufulltrúa mun áfram skoða möguleika á dagvistunarúrræði á Kópaskeri.
Framkvæmdanefnd - 24. fundur - 10.01.2018
Á 3.fundi hverfisráðs Öxarfjarðar var tekið fyrir mál varðandi fegrun Kópaskers á sumrin og eftirfarandi bókað:
Hverfisráð bendir á að lítið hefur verið gert af hálfu sveitarfélagsins í fegrun Kópaskers á sumrin, skorum á Norðurþing ad bæta úr þessu.
Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til frakmvæmdanefndar Norðurþings.
Hverfisráð bendir á að lítið hefur verið gert af hálfu sveitarfélagsins í fegrun Kópaskers á sumrin, skorum á Norðurþing ad bæta úr þessu.
Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til frakmvæmdanefndar Norðurþings.
Framkvæmdanefnd þakkar hverfisráði Öxarfjarðar ábendinguna og tekið verðu tillit til hennar við skipulagningu vinnu næsta sumars.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 19. fundur - 12.02.2018
Á 3.fundi hverfisráðs Öxarfjarðar var tekið fyrir mál varðandi sundlaugina í Lundi og eftirfarandi bókað: Sundlauginn i Lundi er orðinn léleg, það þarf eitthvað ad gera. Girðingin í kring er ad fara. Pottur og Sundlaug eru of lítil og annar ekki eftirspurn á sumrin. Hverfisráð óskar eftir að Nordurðing komi með
stefnu um framtíð Sundlauga svæðisins. Einnig má sundlaug vera opinn lengur á sumrin.
Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
stefnu um framtíð Sundlauga svæðisins. Einnig má sundlaug vera opinn lengur á sumrin.
Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar hverfisráði Öxarfjarðar fyrir erindið.
Girðing hefur verið yfirfarin árlega og má reikna með að svo verði einnig í vor.
Nefndin tekur undir að potturinn er of lítill og hefur þrýst á að umbætur verði gerðar með því að kaupa stærri pott. Nefndin er enn á þeirri skoðun og mun halda áfram að þrýsta á þá framkvæmd árið 2019.
Aðsókn í laugina yfir sumartímann er frá 0 sundlaugargestum og hátt í 300 á dag þegar að best lætur. Því getur verið snúið að finna opnunartíma sem mætir þörfum sundlaugargesta. Ábendingin er tekin til athugunar.
Girðing hefur verið yfirfarin árlega og má reikna með að svo verði einnig í vor.
Nefndin tekur undir að potturinn er of lítill og hefur þrýst á að umbætur verði gerðar með því að kaupa stærri pott. Nefndin er enn á þeirri skoðun og mun halda áfram að þrýsta á þá framkvæmd árið 2019.
Aðsókn í laugina yfir sumartímann er frá 0 sundlaugargestum og hátt í 300 á dag þegar að best lætur. Því getur verið snúið að finna opnunartíma sem mætir þörfum sundlaugargesta. Ábendingin er tekin til athugunar.
Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar Hverfisráðs Öxarfjarðar.
Byggðarráð vísar lið 4 varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar.
Framkvæmdanefnd - 27. fundur - 11.04.2018
Á 247. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað; Byggðarráð vísar lið 4, varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar
Liður 1 undir önnur mál er svo hljóðandi: Ábending kom til Hverfisráðs frá síðustu þorrablótsnefnd um slæma aðstöðu til frágangs á borðbúnaði og þessháttar m.a. vegna skorts á loftræstingu í íþróttahúsinu.
Liður 1 undir önnur mál er svo hljóðandi: Ábending kom til Hverfisráðs frá síðustu þorrablótsnefnd um slæma aðstöðu til frágangs á borðbúnaði og þessháttar m.a. vegna skorts á loftræstingu í íþróttahúsinu.
Framkvæmdanefnd þakkar Hverfisráði Öxarfjarðar fyrir ábendinguna.
Fræðslunefnd - 24. fundur - 11.04.2018
Eftirfarandi var bókað á 247. fundi byggðarráðs Norðurþings; Byggðarráð vísar lið 4 varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar.
Liður 5 úr fundargerð hverfisráðs er svohljóðandi:
Hverfisráð ítrekar skoðun sína um afstöðu til leikskóla á svæðinu. Einnig að lögð verði áhersla á að fá fagfólk til að starfa á Kópaskeri. t.d. auglýsa oftar eftir leikskólastjóra. Ákveðið að skrifa skólastjóra Öxarfjarðarskóla bréf og óska eftir upplýsingum um núverandi samstarf leikskóladeildanna tveggja.
Liður 5 úr fundargerð hverfisráðs er svohljóðandi:
Hverfisráð ítrekar skoðun sína um afstöðu til leikskóla á svæðinu. Einnig að lögð verði áhersla á að fá fagfólk til að starfa á Kópaskeri. t.d. auglýsa oftar eftir leikskólastjóra. Ákveðið að skrifa skólastjóra Öxarfjarðarskóla bréf og óska eftir upplýsingum um núverandi samstarf leikskóladeildanna tveggja.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur hverfisráðsins varðandi skort á fagmenntuðum leikskólakennurum. Fræðslunefnd óskar eftir því við hverfisráð Öxarfjarðar að fræðslufulltrúi verði boðaður á næsta fund ráðsins til umræðu um málið.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 21. fundur - 17.04.2018
Á 247. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað; Byggðarráð vísar lið 4 varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar.
Liður 4. varðandi opnunartíma sundlaugar er svo hljóðandi; Hverfisráð lýsir ánægju sinni yfir því að búið sé að tryggja rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2018. Hverfisráð leggur áherslu á að sundlaugin þyrfti að vera opin lengur fram á haust en verið hefur til að mæta lengingu túristatímabilsins.
Liður 4. varðandi opnunartíma sundlaugar er svo hljóðandi; Hverfisráð lýsir ánægju sinni yfir því að búið sé að tryggja rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2018. Hverfisráð leggur áherslu á að sundlaugin þyrfti að vera opin lengur fram á haust en verið hefur til að mæta lengingu túristatímabilsins.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar hverfisráði Öxarfjarðar fyrir erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við núverandi rekstraraðila um möguleika á að lengja opnunina fram á haust.
Byggðarráð Norðurþings - 255. fundur - 28.06.2018
Fyrir byggðarráði liggur 4. fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar
Byggðarráð afgreiðir fundargerð Hverfisráðs Öxarfjarðar með eftirfarandi hætti:
1. Þjóðgarður á Melrakkasléttu
Vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs að fjalla um möguleika á breyttri landnýtingu á Melrakkasléttu, þ.m.t. að mynda fólkvang, þjóðgarð eða aðrar tegundir landnýtingar á svæðinu.
2. Umgengni á Kópaskeri
Byggðarráð þakkar ábendingar hverfisráðs um þörf á úrbótum í umhverfi fasteigna sveitarfélagsins og beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að koma á úrbótum.
3. Sjúkrabíll á Raufarhöfn
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara þess á leit við Heilbrigðisstofnun Norðurlands að fyrirkomulag sjúkraflutninga á svæðinu verði kynnt á opnum íbúafundi.
4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
5. Málefni leikskóla
Málið er þegar til umfjöllunar í fjölskyldunefnd.
1. Þjóðgarður á Melrakkasléttu
Vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs að fjalla um möguleika á breyttri landnýtingu á Melrakkasléttu, þ.m.t. að mynda fólkvang, þjóðgarð eða aðrar tegundir landnýtingar á svæðinu.
2. Umgengni á Kópaskeri
Byggðarráð þakkar ábendingar hverfisráðs um þörf á úrbótum í umhverfi fasteigna sveitarfélagsins og beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að koma á úrbótum.
3. Sjúkrabíll á Raufarhöfn
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara þess á leit við Heilbrigðisstofnun Norðurlands að fyrirkomulag sjúkraflutninga á svæðinu verði kynnt á opnum íbúafundi.
4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
5. Málefni leikskóla
Málið er þegar til umfjöllunar í fjölskyldunefnd.
Fjölskylduráð - 2. fundur - 02.07.2018
Á 255. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir 4 og 5 lið fundargerðar hverfisráðs Öxarfjarðar;
4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
5. Málefni leikskóla
Málið er þegar til umfjöllunar í fjölskylduráði.
4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
5. Málefni leikskóla
Málið er þegar til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Hvað varðar sundlaugarsjóð er málinu vísað til umræðu ráðsins um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja sem stendur til í haust.
Málefni leikskóla er þegar til umræðu í fjölskylduráði.
Málefni leikskóla er þegar til umræðu í fjölskylduráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018
Á 255. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir liðum tvö og fjögur í fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar:
1. Þjóðgarður á Melrakkasléttu
Vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs að fjalla um möguleika á breyttri landnýtingu á Melrakkasléttu, þ.m.t. að mynda fólkvang, þjóðgarð eða aðrar tegundir landnýtingar á svæðinu.
2. Umgengni á Kópaskeri
Byggðarráð þakkar ábendingar hverfisráðs um þörf á úrbótum í umhverfi fasteigna sveitarfélagsins og beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að koma á úrbótum.
4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
1. Þjóðgarður á Melrakkasléttu
Vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs að fjalla um möguleika á breyttri landnýtingu á Melrakkasléttu, þ.m.t. að mynda fólkvang, þjóðgarð eða aðrar tegundir landnýtingar á svæðinu.
2. Umgengni á Kópaskeri
Byggðarráð þakkar ábendingar hverfisráðs um þörf á úrbótum í umhverfi fasteigna sveitarfélagsins og beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að koma á úrbótum.
4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
1. Umræðum um þjóðgarð á Melrakkasléttu er vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi Norðurþings.
2. Umgengni á Kópaskeri. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að fegra svæðið með blómakerjum.
4. Sundlaugarsjóður. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að finna hvort Norðurþing sé með sundlaugarsjóðinn í sinni vörslu. Ekki eru áform um að byggja sundlaug á Kópaskeri.
2. Umgengni á Kópaskeri. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að fegra svæðið með blómakerjum.
4. Sundlaugarsjóður. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að finna hvort Norðurþing sé með sundlaugarsjóðinn í sinni vörslu. Ekki eru áform um að byggja sundlaug á Kópaskeri.
Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018
Fyrir byggðarráði liggur 5. fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar.
Byggðarráð vísar liðum 4, 5, 6 og 8 í fundargerðinni til skipulags- og framkvæmdaráðs og lið 8 einnig til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018
Á 6. fundi hverfisráðs Öxarfjarðar 23.10.2018 var eftirfarandi bókað:
8. Tillaga Norðurþings um ærslabelg á Kópaskeri
Óskað er eftir að hverfisráð komi með hugmynd að staðsetningu ærslabelgs. Hverfisráð leggur til að hafa hann við Leikskólann.
8. Tillaga Norðurþings um ærslabelg á Kópaskeri
Óskað er eftir að hverfisráð komi með hugmynd að staðsetningu ærslabelgs. Hverfisráð leggur til að hafa hann við Leikskólann.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu Hverfisráðs Öxarfjarðar um staðsetningu ærslabelgjar við leikskólann á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018
Á 5. fundi hverfisráðs Öxarfjarðar 23.10.2018 var eftirfarandi bókað:
4. Þjónusta við grunnskólasvæðið í Lundi
Borist hafa ábendingar um litla umhirðu tjaldsvæðisins, og nærumhverfi skólans, en það er óvissa um hvort tjaldsvæðið eigi að vera opið og hver á að sjá um svæðið.
Ábending hefur komið frá starfsmönnum grunnskólans í Lundi um að vörumóttakan fyrir mötuneyti sé verulega ábótavant, sérstaklega í snjó og hálku. Óskað er eftir að málið verði athugað.
5. Umsóknir um stöðuleyfi fyrir gáma á Randarsvæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tók málið fyrir á fundi sínum 2. október 2018 (liðir 3, 4 og 5) og vísaði því til umsagnar hjá hverfisráði. Hverfisráð telur í lagi að veita þessi leyfi, með þeim skilyrðum um að umhverfi þeirra sé snyrtilegt og gerð verði bót á ástandinu eins og það er nú.
6. Gatnagerð - malbikun
Sveitafélagið hefur ráðist í malbikunarframkvæmdir víða í sveitarfélaginu og er það mjög gott. Vonandi er þá komið að Kópaskeri, því margar götur þar þurfa viðhald, eins og t.d. planið á milli búðarinnar og Pakkhúsins og innkeyrslan í Þorpið.
8. Tillaga Norðurþings um ærslabelg á Kópaskeri
Óskað er eftir að hverfisráð komi með hugmynd að staðsetningu ærslabelgs. Hverfisráð leggur til að hafa hann við Leikskólann.
4. Þjónusta við grunnskólasvæðið í Lundi
Borist hafa ábendingar um litla umhirðu tjaldsvæðisins, og nærumhverfi skólans, en það er óvissa um hvort tjaldsvæðið eigi að vera opið og hver á að sjá um svæðið.
Ábending hefur komið frá starfsmönnum grunnskólans í Lundi um að vörumóttakan fyrir mötuneyti sé verulega ábótavant, sérstaklega í snjó og hálku. Óskað er eftir að málið verði athugað.
5. Umsóknir um stöðuleyfi fyrir gáma á Randarsvæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tók málið fyrir á fundi sínum 2. október 2018 (liðir 3, 4 og 5) og vísaði því til umsagnar hjá hverfisráði. Hverfisráð telur í lagi að veita þessi leyfi, með þeim skilyrðum um að umhverfi þeirra sé snyrtilegt og gerð verði bót á ástandinu eins og það er nú.
6. Gatnagerð - malbikun
Sveitafélagið hefur ráðist í malbikunarframkvæmdir víða í sveitarfélaginu og er það mjög gott. Vonandi er þá komið að Kópaskeri, því margar götur þar þurfa viðhald, eins og t.d. planið á milli búðarinnar og Pakkhúsins og innkeyrslan í Þorpið.
8. Tillaga Norðurþings um ærslabelg á Kópaskeri
Óskað er eftir að hverfisráð komi með hugmynd að staðsetningu ærslabelgs. Hverfisráð leggur til að hafa hann við Leikskólann.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar varðandi umhirðu og umhverfi. Lagt verður til við umhverfisstjóra að taka tillit til þess á næsta ári.
Varðandi lið 5 vísar ráðið í bókun sína 2. október um að málið verði lagt fyrir íbúafund.
Varðandi lið 6. Malbikunarframkvæmdir á Kópaskeri eru ekki á áætlun árið 2019. Í samhengi við það má benda á að stór hluti af svæðinu sem um er rætt er á forsjá Vegagerðarinnar.
Varðandi lið 5 vísar ráðið í bókun sína 2. október um að málið verði lagt fyrir íbúafund.
Varðandi lið 6. Malbikunarframkvæmdir á Kópaskeri eru ekki á áætlun árið 2019. Í samhengi við það má benda á að stór hluti af svæðinu sem um er rætt er á forsjá Vegagerðarinnar.
Byggðarráð Norðurþings - 276. fundur - 20.12.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 7. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 4. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 281. fundur - 14.02.2019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 8. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 14. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 284. fundur - 14.03.2019
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 9. og 10. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 19. febrúar og 21. febrúar 2019.
Í fundargerð 9. fundar, 4. lið óskaði hverfisráðið eftir fundi með byggðarráði. Sveitarstjóra er falið að bjóða hverfisráðinu til fundar við byggðarráð á næstu vikum.
Aðrir liðir fundargerðanna lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðanna lagðir fram til kynningar.