Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

21. fundur 17. apríl 2018 kl. 16:15 - 19:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Gestir fundarinns voru:
Huld Hafliðadóttir - mál nr.1
Ketill Gauti Árnason - mál nr.2

1.Ungt fólk og lýðræði 2018 - ályktun

Málsnúmer 201804077Vakta málsnúmer

Til kynningar er ályktun fundarins ,,Ungt fólk og lýðræði 2018"
Lagt fram til kynningar.

2.Ungmennaráð Norðurþings - 8

3.Styrkumsókn frjálsíþróttaráðs HSÞ vegna ferðar til Gautaborgar sumarið 2018

Málsnúmer 201804112Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur styrkumsókn frá frjálsíþróttaráði HSÞ vegna ferðar til Gautaborgar sumarið 2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja frjálsíþróttaráð HSÞ um 100.000 kr vegna verkefnisins.

4.GH Samningamál 2018-

Málsnúmer 201708051Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur samningur við GH sem undirritaður var nú fyrir stuttu.
Lagt fram til kynningar

5.Völsungur - samningamál 2018-

Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer

Samningur við Íþróttafélagið Völsung var kláraður nú í fyrir skömmu síðan.
Lagt fram til kynningar.

6.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu mála um tækjabúnað á Húsavíkurvelli, uppgjör sviðsins 2017.

Lagt fram til kynningar.
Miðað við bráðabirgðaruppgjör íþrótta og tómstundasviðs er áætlað að sviðið fari um 2,7% fram úr áætlun fyrir árið 2017.

7.Vinnuskóli 2018

Málsnúmer 201804111Vakta málsnúmer

Undirbúningur er hafinn við vinnuskólann sumarið 2018.
Lagt fram til kynningar.

8.Bókakaup ársins 2017 - uppgjör

Málsnúmer 201804110Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur minnisblað um framkvæmd bókakaupa á bókasafninu á Húsavík árið 2017.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá málinu gagnvart Menningarmiðstöð Þingeyinga.
Um er að ræða umframkostnað í bókakaupum vegna ársins 2017 uppá tæpar 380 þúsund krónur.

9.Tjaldsvæði á Kópaskeri og Raufarhöfn

Málsnúmer 201804107Vakta málsnúmer

Fyrir Æskulýðs- og mennigarnefnd liggur minnisblað frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa um tjaldsvæðin á Kópaskeri og á Raufarhöfn.
Æskulýðs- og menningarnefnd telur að brýnt sé að fjölga rafmagnstenglum og bæta aðgengi fyrir aftanívagna á tjaldsvæðunum á Raufarhöfn og á Kópaskeri.
Jafnframt þarf að huga að endurnýjun eða endurbótum á aðstöðuhúsum á Raufarhöfn.
Málinu er vísað til framkvæmdanefndar.

10.Fjölmenningarmál

Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer

Huld Hafliðadóttir hefur verið ráðin til að sinna fjölmenningarmálum í hlutarfi út árið og kynnti hún starf sitt fyrir nefndinni.
Nefndin fagnar því að fjölmenningarmál séu komin í farveg hjá sveitarfélaginu.
Nefndin þakkar Huld fyrir kynninguna og býður hana velkomna til starfa.

11.Árskýrsla HSÞ 2017 og þakkarbréf til Norðurþings

Málsnúmer 201803069Vakta málsnúmer

Til kynningar er ársskýrsla HSÞ 2017 og þakkarbréf til Norðurþings.
Lagt fram til kynningar

12.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Á 247. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað; Byggðarráð vísar lið 4 varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar.

Liður 4. varðandi opnunartíma sundlaugar er svo hljóðandi; Hverfisráð lýsir ánægju sinni yfir því að búið sé að tryggja rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2018. Hverfisráð leggur áherslu á að sundlaugin þyrfti að vera opin lengur fram á haust en verið hefur til að mæta lengingu túristatímabilsins.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar hverfisráði Öxarfjarðar fyrir erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við núverandi rekstraraðila um möguleika á að lengja opnunina fram á haust.

13.Endurnýjun búnaðar til fimleikaiðkunar

Málsnúmer 201802136Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi átti fund með fulltrúum fimleikadeildar Völsungs og leggur fram minnisblað um fundinn.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fimleikadeildinni fyrir erindið og vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2019.

14.Deiliskipulag skíðasvæðis

Málsnúmer 201804100Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd fjallaði um fyrirhugað skíða og útivistarsvæði við Reiðarárhnjúk.
Æskulýðs- og menningarnefnd vísar málinu til skipulags- og umhverfisnefndar og hvetur nefndina til að hefja formlega deiliskipulagsvinnu við skíða og útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Nefndin hvetur til þess að haft verði samráð við breiðan hóp fólks sem kemur til með að nýta svæðið bæði að sumri og vetri.

15.Leikvellir Norðurþingi endurnýjun/viðhald

Málsnúmer 201702017Vakta málsnúmer

Farið yfir ástand leikvalla á Húasvík.
Æskulýðs- og menningarnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum yfir ástandi á leikvöllum Norðurþings. Ljóst er að komið er að miklu viðhaldi og endurnýjun tækja sem stenst öryggiskröfur og staðla.
Nefndin vísar málinu til framkvæmdanefndar. Minnisblað nefndarinnar fylgir með sem lýsir ástandi vallanna.

16.Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201409109Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um stöðu viðhaldsmála í Sundlaug Húsavíkur.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna endurnýjun á lyklum í skápa í búningsklefum. Þeir lyklar sem nú eru í notkun gætu valdið skemmdum á nýrri rennibraut sem getur leitt til slysa á þeim sem að nýta brautina.

Gufubað sundlaugarinnar er afar illa farið og er þar aðgerða þörf. Nefndin leggur til að núverandi gufubaði verði breytt í fjölskylduklefa sem mikil þörf er á. Jafnframt verði útbúið eimbað í frístandandi byggingu á lóð sundlaugarinnar. Nefndin vísar málinu til framkvæmdarnefndar.

17.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Ketil Gauti Árnason kynnti stöðu mála við uppsettningu sundlaugarrennibrautar í Sundlaug Húsavíkur.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 19:30.