Völsungur - samningamál 2018-
Málsnúmer 201707045
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 12. fundur - 24.08.2017
Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir samningaviðræðum við Norðurþing en núverandi samningur rennur út í lok árs 2017.
Lagt fram til kynningar.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 14. fundur - 14.11.2017
Umræða um samstarfsmál Völsungs og Norðurþings. Núgildandi samningur rennur út um komandi áramót.
Æskulýðs- og menningarnefnd frestar málinu til næsta fundar.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 15. fundur - 21.11.2017
Til umfjöllunar voru samningamál Völsungs 2018-
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir samhljóða að skipuð verði samninganefnd um samningamál Norðurþings við GH annarsvegar og Völsung hins vegar.
Einn fulltrúi frá hvoru félagi mun koma að vinnunni auk íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Markmið nefndarinnar er að gera drög að samningum félagana við Norðurþing þannig að náist að nýta fjármuni sem best, meðal annars með samþættingu verkefna og samstarfi félagana. Lagt verði upp með að samningstími verði 3 ár að lágmarki.
Nefndin skal skila af sér samningsdrögum eigi síðar en á janúarfundi æskulýðs- og menningarnefndar.
Einn fulltrúi frá hvoru félagi mun koma að vinnunni auk íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Markmið nefndarinnar er að gera drög að samningum félagana við Norðurþing þannig að náist að nýta fjármuni sem best, meðal annars með samþættingu verkefna og samstarfi félagana. Lagt verði upp með að samningstími verði 3 ár að lágmarki.
Nefndin skal skila af sér samningsdrögum eigi síðar en á janúarfundi æskulýðs- og menningarnefndar.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 18. fundur - 06.02.2018
Til umræðu voru samningamál Norðurþings og íþróttafélagsins Völsungs.
Samningamál Norðurþings og Völsungs voru til umræðu og kynningar.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 19. fundur - 12.02.2018
Til kynningar voru samningsdrög að rekstrar- og samstarfssamningi á milli Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá samningi við Íþróttafélagið Völsung byggt á þeim drögum er liggja fyrir nefndinni.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 20. fundur - 15.03.2018
Til umfjöllunar eru samningamál Norðurþings og Völsungs.
Lagt fram til kynningar.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 21. fundur - 17.04.2018
Samningur við Íþróttafélagið Völsung var kláraður nú í fyrir skömmu síðan.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 1. fundur - 25.06.2018
Til umræðu eru samningsmál Völsungs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu samnings milli Norðurþings og Völsungs.
Fjölskylduráð - 3. fundur - 13.08.2018
Til umræðu eru greiðslur vegna sumarskóla Völsungs. Starfsmaður á vegum Norðurþings sá um ábyrgð og utanumhald skólans í 2 vikur. Taka þarf ákvörðun um greiðslur til Völsungs vegna verkefnisins með hliðsjón af samningi á milli Völsungs og Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að Völsungur fái greitt fyrir þær 4 vikur sem félagið hafði umsjón með sumarskólanum í stað þeirra 6 vikna sem samið hafði verið um.
Fjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018
Til umræðu er gildandi samstarfs- og styrktarsamningur við Völsung. Kynntur er viðauki vegna ársins 2018.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka í gildandi samstarfs- og styrktarsamningi við Völsung. Samþykkt samhljóða.