Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

15. fundur 21. nóvember 2017 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Snæbjörn Sigurðarson
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Áslaug Guðmundsdóttir vék af fundi í máli nr. 2

1.Fjárhagsáætlun Æskulýðs og menningarnefndar 2018

Málsnúmer 201708050Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var fjárhagsáætlun Æskulýðs- og menningarnefndar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Nefndin fagnar því sérstaklega að fjármagn verður sett í frístundarstyrki ungmenna á árinu 2018. Fyrirkomulag, reglur og upphæð styrks verður kynnt síðar.

2.Völsungur - samningamál 2018-

Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru samningamál Völsungs 2018-
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir samhljóða að skipuð verði samninganefnd um samningamál Norðurþings við GH annarsvegar og Völsung hins vegar.
Einn fulltrúi frá hvoru félagi mun koma að vinnunni auk íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Markmið nefndarinnar er að gera drög að samningum félagana við Norðurþing þannig að náist að nýta fjármuni sem best, meðal annars með samþættingu verkefna og samstarfi félagana. Lagt verði upp með að samningstími verði 3 ár að lágmarki.

Nefndin skal skila af sér samningsdrögum eigi síðar en á janúarfundi æskulýðs- og menningarnefndar.

3.GH Samningamál 2018-

Málsnúmer 201708051Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru samningamál GH 2018-
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir samhljóða að skipuð verði samninganefnd um samningamál Norðurþings við GH annarsvegar og Völsung hins vegar.
Einn fulltrúi frá hvoru félagi mun koma að vinnunni auk íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Markmið nefndarinnar er að gera drög að samningum félagana við Norðurþing þannig að náist að nýta fjármuni sem best, meðal annars með samþættingu verkefna og samstarfi félagana. Lagt verði upp með að samningstími verði 3 ár að lágmarki.

Nefndin skal skila af sér samningsdrögum eigi síðar en á janúarfundi æskulýðs- og menningarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:00.