Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

20. fundur 15. mars 2018 kl. 16:15 - 18:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Lista- og menningasjóður Norðurþings 2018 - úthlutanir

Málsnúmer 201802098Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru umsóknir í lista og menningarsjóðs Norðurþings.

Eftirftaldar umsóknir bárust í sjóðinn:
- Skjálfandi festival - Vinnustofudvöl og listahátíð á Húsavík 9-12 maí 2018.
- Skjálftafélagið á Kópaskeri - Kaup á sjónvarpi til sýningar á myndefni á Skjálftasetrinu á Kópaskeri
- Silja Jóhannesdóttir - Tónleikar á Raufarhöfn og í Öxarfirði með Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttir og Helgu Kvam
- Kvennakór Húsavíkur - Vortónleikar Kórsins
- Stúlknakór Húsavíkur - Kaup á bolum/peysum fyrir Norrænt barnakóramót í Garðabæ 9-12. maí 2018
- Þú skiptir máli - Útgáfutónleikar 19.maí 2018
- Þú skiptir máli - Útgáfa geisladisks með frumsömdu efni
- Karlakórinn Hrimur - Stórtónleikar í Hörpu 24.mars og vorfagnaður að Ýdölum 21. apríl.
Eftirfarandi umsóknir hlutu styrk:

- Skjálftafélagið á Kópaskeri - Kaup á sjónvarpi til sýningar á myndefni á Skjálftasetrinu á Kópaskeri = 125.000 kr
- Silja Jóhannesdóttir - Tónleikar á Raufarhöfn og í Öxarfirði með Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttir og Helgu Kvam = 100.000 kr
- Kvennakór Húsavíkur - Vortónleikar Kórsins = 25.000kr
- Stúlknakór Húsavíkur - Kaup á bolum/peysum fyrir Norrænt barnakóramót í Garðabæ 9-12. maí 2018 = 75.000kr
- Þú skiptir máli - Útgáfutónleikar 19.maí 2018 = 25.000 kr
- Karlakórinn Hreimur - Stórtónleikar í Hörpu 24.mars og vorfagnaður að Ýdölum 21. apríl = 50.000 kr.

Samtals var úthlutað 400.000 krónum að þessu sinni.

2.Gjaldskrá bókasafnsins 2018

Málsnúmer 201802127Vakta málsnúmer

Hvert almenningsbókasafn ber að hafa stjórn sem kjörinn er að hluteigandi sveitarstjórn.
Samkvæmt bókasafnslögum ber stjórn almenningsbókasafna að leggja fyrir gjaldskrá til samþykktar hjá bókasafnsstjórn.

Fyrir æskulýðs- og menningarnefnd liggur til samþykktar gjaldskrá bókasafna Norðurþings.


Bókasöfnin í Norðurþingi Gjaldskrá 2018
Árgjald - 2000 kr
Þriggja mánaða skírteini
- 850 kr
Nýtt skírteini ef skírteini glatast - 500 kr
DVD almennt efni
- 450 kr
DVD barnaefni - 350 kr

Sektir

Bækur og tímarit
- 20 kr
Geisladiskar - 20 kr
Myndbönd og DVD - 150 kr
Myndbönd og DVD fræðsluefni - 100 kr

Plöstun, prentun og ljósritun

Ljósritun A4 - 50 kr
Ljósritun A3 - 70 kr
Prentun A4 - 50 kr
Litaprentun A4 - 250 kr
Ljósmyndaprentun - 450 Kr
Skönnun - 200 kr
Ljósmyndapappír 1x A4 - 250 kr
Plöstun, kortastærð - 200 kr
Plöstun, A4 - 350 kr
Bókaplöstun, lítil/meðal - 600 kr
Bókaplöstun, stórt brot
- 1000 kr

Pantanir

Pöntun á safnefni - 50 kr
Millisafnalán, greinar - 500 kr
Millisafnalán, bækur og fleira - 1200 kr

Töpuð eða skemmd safngögn
Nýtt safngagn fyrsta árið er greitt að fullu. Helst með nýju eintaki.
Eldri safngögn metin hverju sinni
Æskulýðs- og menningarnefnd vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að fyrirlögð gjaldskrá verði samþykkt.

3.Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 201803049Vakta málsnúmer

Karen Erludóttir sækir um styrk til að bjóða uppá leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 10-16 ára.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Karen um 75.000 krónur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

4.Norðurlandsjakinn 2018

Málsnúmer 201803045Vakta málsnúmer

Félagið Íslenskir kraftamenn sækja um styrk til að halda aflraunakeppnina Norðurlandsjakan 23-25 ágúst 2018.
Erindinu er hafnað.

5.Umsókn um styrk vegna blaknámskeiðs á Húsavík dagana 23.-25. mars

Málsnúmer 201803063Vakta málsnúmer

Blakdeild Völsungs óskar eftir styrk frá Norðurþingi til að að halda blaknámsskeið helgina 23-25. mars
Leiðbeinandi verður fyrrum ólympíumeistari í blaki Vladimir Grbic og von er á þátttakendum víðsvegar að af landinu.
Óskað er eftir styrk að upphæð 300.000
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja blakdeild Völsungs um 300.000 kr vegna verkefnisins.

6.Endurnýjun búnaðar til fimleikaiðkunar

Málsnúmer 201802136Vakta málsnúmer

Fimleikadeild Völsungs óskar eftir umræðum við Norðurþing vegna endurnýjunar á búnaði til fimleikaiðkunar.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að funda með forsvarsmönnum fimleikadeildar Völsungs og leggja niðurstöður nefndina að nýju.

7.Kaup á búnaði til viðburða í íþróttahöllina á Húsavík

Málsnúmer 201802128Vakta málsnúmer

Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing um mögulega fjárfestingar og uppbygging á Íþróttahöllinni á Húsavík til að halda megi veislur og skemmtanir í húsinu.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að funda með fulltrúum kvenfélagsins og öðrum hluteigandi aðilum um málið. Samantekt fundarins verður lögð fyrir nefndina að nýju.

8.Völsungur - samningamál 2018-

Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru samningamál Norðurþings og Völsungs.
Lagt fram til kynningar.

9.Samningamál Grana og Norðurþings 2018-

Málsnúmer 201801022Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Hestamannafélaginu Grana um gerð langtímasamnings við Norðurþing.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Hestamannafélagið Grana um 650 þúsund á ári.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna samning til þriggja ára við félagið.

10.Markmið og viðmið í starfi frístundaheimila

Málsnúmer 201708064Vakta málsnúmer

Til kynningar er lokaskýrsla starfshóps á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis um skilgreiningu á hlutverki, leiðarljósum, markmiðum og viðmiðum fyrir starf frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar lokaskýrslu frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Skýrslan sýnir glögglega að kröfur á frístundarstarf hafa aukist til muna frá því sem áður var.
Frístundarheimili eru nú orðin lögbundin liður í skólakerfinu sem er nauðsynlegt að sinna því starfi vel.

11.Frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna

Málsnúmer 201711077Vakta málsnúmer

Til kynningar er minnisblað um frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna í Norðurþingi.
Nefndin lýsir ánægju sinni með uppleggið í minnisblaðinu og óskar eftir nánari útfærslu og kostnaðarmati fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:25.