Fara í efni

Kaup á búnaði til viðburða í íþróttahöllina á Húsavík

Málsnúmer 201802128

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018

Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing um mögulega fjárfestingar og uppbygging á Íþróttahöllinni á Húsavík til að halda megi veislur og skemmtanir í húsinu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að funda með fulltrúum Kvenfélags Húsavíkur vegna málsins.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 20. fundur - 15.03.2018

Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing um mögulega fjárfestingar og uppbygging á Íþróttahöllinni á Húsavík til að halda megi veislur og skemmtanir í húsinu.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að funda með fulltrúum kvenfélagsins og öðrum hluteigandi aðilum um málið. Samantekt fundarins verður lögð fyrir nefndina að nýju.

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Verkefnastjóri á framkvæmdasviði og íþrótta- og tómstundarfulltrúi sátu fund með fulltrúum Kvenfélags Húsavíkur og Framsýnar vegna óska eftir viðræðum við Norðurþing um möguleg kaup á búnaði til veisluhalda og skemmtana í Íþróttahöllinni.
Niðurstaða fundarins var sú að kvenfélagið óskar eftir því að kannað verði til hlítar hvort vilji sé hjá Norðurþingi annarsvegar aðkoma sveitarfélagsins á kaupum á búnaði skv. minnisblaði frá kvenfélaginu og hinsvegar hvort til væri geymsluaðstaða hjá sveitarfélaginu ef af þessu yrði.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja sig í samband við Þingeyjarsveit og kanna hvort áhugi sé fyrir því að sveitarfélögin sameinist um kaup á sviði.