Æskulýðs- og menningarnefnd
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi sat fundinn undir málum 1 og 2.
1.Þjóðleikhúsið á ferð- leiksýningin Oddur og Siggi
Málsnúmer 201708059Vakta málsnúmer
Þjóðleikhúsið fer í leikferð með leikritið: "Oddur og Siggi" sem ætlað er nemendum á miðstigi grunnskóla. Óskað er eftir aðstoð frá Norðurþingi um að útvega sýningarrými og gistingu.
Áætlað er að sýna á Húsavík 12. október og þann 13. október á Raufarhöfn.
Áætlað er að sýna á Húsavík 12. október og þann 13. október á Raufarhöfn.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að aðstoða Þjóðleikhúsið við verkefnið.
Nefndin felur menningarfulltrúa að skipuleggja heimsóknina í samstarfi við skólastjórnendur.
Nefndin felur menningarfulltrúa að skipuleggja heimsóknina í samstarfi við skólastjórnendur.
2.Kómedíuleikhúsið- leiksýningin Gísli á Uppsölum
Málsnúmer 201708058Vakta málsnúmer
Kómedíuleikhúsið óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið og hugsanlega leikfélagið um uppsetningu á leiksýningunni "Gísli á Uppsölum" síðar á árinu.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur menningarfulltrúa í samstarfi við Leikfélag Húsavíkur og grunnskóla sveitarfélagsins að ganga til samninga við Kómedíuleikhúsið.
3.Sundkennsla skólaárið 2017-2018
Málsnúmer 201706098Vakta málsnúmer
Borgarhólsskóli óskar eftir afnotum af Sundlaug Húsavíkur frá og með 23.ágúst 2017 til og með 6.júní 2018 til skólasunds á skólatíma nemenda mánudaga-fimmtudaga 8.15-15.00 og föstudaga 8.15-14.00.
Almenningsopnun og skólasund fer ekki saman nema bætt verði við mannskap við vöktun í sundlauginni. Taka þarf afstöðu til þess hvernig opnunartími almennings á að vera og notkun skólans til skólasunds.
Almenningsopnun og skólasund fer ekki saman nema bætt verði við mannskap við vöktun í sundlauginni. Taka þarf afstöðu til þess hvernig opnunartími almennings á að vera og notkun skólans til skólasunds.
Lagt fram til kynningar.
4.Líkamsræktaraðstaða Raufarhöfn
Málsnúmer 201708012Vakta málsnúmer
Gísli Þór Briem og Angela Agnarsdóttir hafa hug á að fjárfesta í líkamsræktartækjum og setja upp líkamsræktarstöð í íþróttahúsinu á Raufarhöfn.
Óskað er eftir afnotum íþróttahúsinu á Raufarhöfn sem er í eigu Norðurþings og viðræður um hugsanlegar framkvæmdir sem eru nauðsynlegar til að hrinda verkinu í framkvæmd.
Óskað er eftir afnotum íþróttahúsinu á Raufarhöfn sem er í eigu Norðurþings og viðræður um hugsanlegar framkvæmdir sem eru nauðsynlegar til að hrinda verkinu í framkvæmd.
Æskulýðs og menningarnefnd fagnar frumkvæði Angelu og Gísla. Nefndin er tilbúin að leggja til aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hefja samningsviðræður við umsækjendur og leggja fyrir nefndina.
5.Völsungur - samningamál 2018-
Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer
Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir samningaviðræðum við Norðurþing en núverandi samningur rennur út í lok árs 2017.
Lagt fram til kynningar.
6.GH Samningamál 2017-
Málsnúmer 201708051Vakta málsnúmer
Samningur GH og Norðurþings rennur út í lok árs 2017.
Lagt fram til kynningar.
7.Starfsáætlun Frístundar 2017-2018
Málsnúmer 201708015Vakta málsnúmer
Fyrir Æskulýðs- og menningarnefnd liggur starfsdagatal og starfsáætlun frístundar fyrir skólaárið 2017-2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun og dagatal frístundar, með þeirri breytingaratillögu að skipulagsdagur verði 2.október í stað 3.októbers.
Dagatalið og starfsáætlunin verða gerð aðgengileg á vef Norðurþings og frístundar.
Dagatalið og starfsáætlunin verða gerð aðgengileg á vef Norðurþings og frístundar.
8.Frístundarheimilið Tún - húsnæðismál
Málsnúmer 201608022Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur tillaga um að flytja starfsemi frístundar úr Túni fyrir lok september 2017 á efri hæð íþróttahallarinnar á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að starfsemi frístundar verði flutt á Grænatorg í íþróttahöllinni á Húsavík fyrir 30 september næstkomandi. Nýr forstöðumaður frístundar þrói starfsemina í vetur í samræmi við áherslur nefndarinnar um fjölbreytt starf og breytilegt umhverfi.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falin samskipti við Völsung vegna þessa.
Æskulýðs- og menningarnefnd óskar eftir fjármagni allt að 2 milljónum kr til uppbygingar á frístund á nýjum stað.
Erindinu er vísað til framkvæmdanefndar og eignarsjóðs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falin samskipti við Völsung vegna þessa.
Æskulýðs- og menningarnefnd óskar eftir fjármagni allt að 2 milljónum kr til uppbygingar á frístund á nýjum stað.
Erindinu er vísað til framkvæmdanefndar og eignarsjóðs.
9.Vinnuskóli Norðurþings 2017
Málsnúmer 201703046Vakta málsnúmer
Til kynningar er starfsemi vinnuskóla Norðurþings sumarið 2018.
Guðrún Hildur Einarsdóttir flokkstjóri vinnuskólans kom og gerði stuttlega grein fyrir starfi sumarsins.
Guðrún Hildur Einarsdóttir flokkstjóri vinnuskólans kom og gerði stuttlega grein fyrir starfi sumarsins.
Lagt fram til kynningar.
10.Fjárhagsáætlun Æskulýðs og menningarnefndar 2018
Málsnúmer 201708050Vakta málsnúmer
Vinna við fjárhagsáætlun 2018 er þegar hafin.
Huga þarf að :
- Nýjum verkefnum sviðsins (td frístundastyrkur, samningamál íþróttafélaga)
- Gjaldskrám
- Viðhald mannvirkja og óskir um nýframkvæmdir
Huga þarf að :
- Nýjum verkefnum sviðsins (td frístundastyrkur, samningamál íþróttafélaga)
- Gjaldskrám
- Viðhald mannvirkja og óskir um nýframkvæmdir
Æskulýðs- og menningarnefnd óskar eftir fresti til að skila verkefna og viðhaldslista fyrir mannvirki sviðsins fram til næsta fundar.
11.Uppbygging á athafnasvæði barna og unglinga - Ungmennaráð
Málsnúmer 201702127Vakta málsnúmer
Ungmennaráð hefur tekið ákvörðun um uppbyggingu hreystivallar við Íþróttahöllina á Húsavík.
Lagt fram til kynningar
12.Markmið og viðmið í starfi frístundaheimila
Málsnúmer 201708064Vakta málsnúmer
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að verið sé að vinna markmið og viðmið fyrir frístundarheimili.
13.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa
Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer
Íþrótta og tómstundafulltrúi fór yfir:
- Sundlaugina á Raufarhöfn - málning
- Starf við fjölskyldusvið á Raufarhöfn
- Starfsemi félagsmiðstöðvar í FSH
- Tjaldsvæði Kópasker & Raufarhöfn - aðstaða og framtíðarsýn
- Nýtt afgreiðslukerfi í Sundlaug Húsavíkur
- Sundlaugina á Raufarhöfn - málning
- Starf við fjölskyldusvið á Raufarhöfn
- Starfsemi félagsmiðstöðvar í FSH
- Tjaldsvæði Kópasker & Raufarhöfn - aðstaða og framtíðarsýn
- Nýtt afgreiðslukerfi í Sundlaug Húsavíkur
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:15.