Æskulýðs- og menningarnefnd
Dagskrá
1.Úthlutun úr lista- og menningarsjóði Norðurþings í nóvember 2017
Málsnúmer 201711074Vakta málsnúmer
Farið var yfir umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóð Norðurþings.
Samþykkt samhljóða að styrkja eftirfarandi verkefni:
Sólseturskórinn kr. 50.000 vegna starfsemi kórsins
Tónsmiðjan kr. 25.000 til uppsetningar á tónlistarsýningu á Húsavík
GB viðburðir kr. 150.000 vegna tónleika með lögum af Vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar.
Sólseturskórinn kr. 50.000 vegna starfsemi kórsins
Tónsmiðjan kr. 25.000 til uppsetningar á tónlistarsýningu á Húsavík
GB viðburðir kr. 150.000 vegna tónleika með lögum af Vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar.
2.Frístundarstyrkir ungmenna í Norðurþingi
Málsnúmer 201709039Vakta málsnúmer
Á 13. fundi æskulýðs- og menningarnefndar lýsti nefndin yfir áhuga sínum á því að taka upp frístundarstyrki í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður var um 4.500.000 - króna og var óskað eftir fjármagni til byggðarráðs fyrir verkefninu.
Á 227.fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
,,Byggðarráð lýsir ánægju sinni með áform æskulýðs- og menningarnefndar um að taka upp frístundastyrki fyrir ungmenni og börn í sveitarfélaginu. Byggðarráð telur að ekki standi efni til að auka við þann fjárhagsramma sem lagður var fyrir nefndina vegna fjárhagsársins 2018. Byggðarráð leggur til við nefndina að leita allra leiða til að forgangsraða fjármunum innan sviðsins sem nú þegar fara til þjónustu við börn og ungmenni svo af þessum áformum megi verða."
Á 227.fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
,,Byggðarráð lýsir ánægju sinni með áform æskulýðs- og menningarnefndar um að taka upp frístundastyrki fyrir ungmenni og börn í sveitarfélaginu. Byggðarráð telur að ekki standi efni til að auka við þann fjárhagsramma sem lagður var fyrir nefndina vegna fjárhagsársins 2018. Byggðarráð leggur til við nefndina að leita allra leiða til að forgangsraða fjármunum innan sviðsins sem nú þegar fara til þjónustu við börn og ungmenni svo af þessum áformum megi verða."
Lagt fram til kynningar.
3.Fjárhagsáætlun Æskulýðs og menningarnefndar 2018
Málsnúmer 201708050Vakta málsnúmer
Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun æskulýðs- og menningarnefndar 2018.
Framlög til menningarmála:
Nefndin leggur áherslu á að framlög til menningarmála verði ekki lækkuð á milli ára eins og kemur fram í núverandi drögum að fjárhagsáætlun, heldur verði menningarstarfsemi gefið aukið vægi.
Einnig var farið yfir fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála.
Nefndin hyggst hittast á vinnufundi hið fyrsta og afgreiða fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu í Sveitastjórn.
Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar.
Nefndin leggur áherslu á að framlög til menningarmála verði ekki lækkuð á milli ára eins og kemur fram í núverandi drögum að fjárhagsáætlun, heldur verði menningarstarfsemi gefið aukið vægi.
Einnig var farið yfir fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála.
Nefndin hyggst hittast á vinnufundi hið fyrsta og afgreiða fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu í Sveitastjórn.
Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar.
4.Frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna
Málsnúmer 201711077Vakta málsnúmer
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sendi inn erindi þar sem hún lýsir áhyggjum sínum á því hversu lítið framboð er á íþróttum og tómstundum fyrir fötluð börn.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á að taka þátt í almennu frístunda- og íþróttastarfi.
Nefndin hyggst framvegis setja inn ákvæði þess efnis í samstarfsamninga við íþróttafélög.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram í samstarfi við félagsmálastjóra.
Nefndin hyggst framvegis setja inn ákvæði þess efnis í samstarfsamninga við íþróttafélög.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram í samstarfi við félagsmálastjóra.
5.Þorrablót 2018 - afnot af íþróttahöll
Málsnúmer 201711008Vakta málsnúmer
Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir afnotum af íþróttahöllinni á Húsavík vegna þorrablóts þann 13. janúar 2018.
Jafnframt er óskað eftir að leiga verði felld niður vegna viðburðarinns.
Jafnframt er óskað eftir að leiga verði felld niður vegna viðburðarinns.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið.
6.Nafn á félagsmiðstöð og frístundaheimili
Málsnúmer 201711058Vakta málsnúmer
Nýverið flutti frístund og félagsmiðstöð úr húsi sem í daglegu tali er nefnt ,,Tún".
Taka þarf ákvörðun um hvort gera eigi breytingar á nafni félagsmiðstöðvar og frístundar.
Formaður íþróttafélagsins Völsungs hefur óskað eftir því að efri hæð íþróttahallarinnar haldi nafninu ,,Grænatorg" sem Völsungur hefur gefur svæðinu.
Taka þarf ákvörðun um hvort gera eigi breytingar á nafni félagsmiðstöðvar og frístundar.
Formaður íþróttafélagsins Völsungs hefur óskað eftir því að efri hæð íþróttahallarinnar haldi nafninu ,,Grænatorg" sem Völsungur hefur gefur svæðinu.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að eftirfarandi:
Efri hæð íþróttahallarinnar mun áfram ganga undir nafninu Grænatorg.
Félagsmiðstöðin á Húsavík mun ganga undir nafninu Tún enda nafnið búið að festast við starfsemina á Húsavík.
Í daglegu tali verður talað um ,,Frístund" burt séð frá því hvar starfsemin er til húsa.
Efri hæð íþróttahallarinnar mun áfram ganga undir nafninu Grænatorg.
Félagsmiðstöðin á Húsavík mun ganga undir nafninu Tún enda nafnið búið að festast við starfsemina á Húsavík.
Í daglegu tali verður talað um ,,Frístund" burt séð frá því hvar starfsemin er til húsa.
7.Afnot af íþróttahúsi AG Þjálfun
Málsnúmer 201709137Vakta málsnúmer
Angela Agnarsdóttir og Gísli þór Briem fyrir hönd AG Þjálfun óska eftir að fá að nota aðstöðu íþróttahússins á Raufarhöfn undir líkamsræktarstöð og aðra tíma í íþróttahúsinu til tveggja ára endurgjaldslaust.
Æskulýðs- og menningarnefnd fellst á að veita AG Þjálfun aðgang að íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn endurgjaldslaust til eins árs til reynslu.
AG þjálfun ber ábyrgð á því að fyllsta öryggis sé gætt og farið sé eftir lögum og reglum íþróttamannvirkja.
AG þjálfun ber að hafa fullt samráð um notkun hússins við starfsmann íþróttamiðstöðvarinnar og íþróttafélagið Austra.
AG þjálfun ber ábyrgð á því að fyllsta öryggis sé gætt og farið sé eftir lögum og reglum íþróttamannvirkja.
AG þjálfun ber að hafa fullt samráð um notkun hússins við starfsmann íþróttamiðstöðvarinnar og íþróttafélagið Austra.
8.Skáknámskeið í desember
Málsnúmer 201711023Vakta málsnúmer
Birkir Karl Sigurðsson sendi nefndinn bréf og óskaði eftir því að halda skáknámskeið í sveitarfélaginu í desember 2017.
Tillaga hans er að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni, samtals um 10 klst námskeið. Einnig er mögulegt að koma með aðrar óskir um fyrirkomulag.
Verðið á námskeiðinu er frá 49.000 til 89.000 krónur. Verðið ræðst af fjölda þátttakenda/nemenda. Þannig að ef það kæmu t.d. sex nemendur á námskeiðið yrði þetta 5000 krónur á hvern nemanda. Æskilegur hámarksfjöldi er 10-12 nemendur en ef þátttakendur yrðu fleiri væri aldursskipt í hópa. Kostnaður vegna ferða og uppihalds samkvæmt nánara samkomulagi.
Tillaga hans er að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni, samtals um 10 klst námskeið. Einnig er mögulegt að koma með aðrar óskir um fyrirkomulag.
Verðið á námskeiðinu er frá 49.000 til 89.000 krónur. Verðið ræðst af fjölda þátttakenda/nemenda. Þannig að ef það kæmu t.d. sex nemendur á námskeiðið yrði þetta 5000 krónur á hvern nemanda. Æskilegur hámarksfjöldi er 10-12 nemendur en ef þátttakendur yrðu fleiri væri aldursskipt í hópa. Kostnaður vegna ferða og uppihalds samkvæmt nánara samkomulagi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að leggja allt að 200 þúsund krónur í verkefnið.
Stefnt verður að námskeiði í öllum grunnskólum Norðurþings.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram.
Stefnt verður að námskeiði í öllum grunnskólum Norðurþings.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram.
9.Tilnefningar í ungmennaráð Norðurþings starfsárið 2017-2018
Málsnúmer 201711009Vakta málsnúmer
Tilnefningar hafa borist frá skólum í Norðurþingi og af vinnumarkaði í ungmennaráð Norðurþings.
Óskað var eftir tilnefningum frá skólunum sem höfðu frjálsa aðferð við að velja sína fulltrúa. Auglýst var í fjölmiðlum eftir fulltrúum af vinnumarkaði.
Fjöldi fulltrúa skiptist þannig:
Nemendafélög Grunnskólans á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóla tilnefna 1 fulltrúa og 1 til vara.
Nemendafélag Borgarhólsskóla á Húsavík tilnefna 1 fulltrúa í ráðið og 1 til vara.
Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík tilnefnir 2 fulltrúa og 1 til vara.
Tilnefndur skal 1 fulltrúi ungmenna á vinnumarkaði og 1 til vara
Óskað var eftir tilnefningum frá skólunum sem höfðu frjálsa aðferð við að velja sína fulltrúa. Auglýst var í fjölmiðlum eftir fulltrúum af vinnumarkaði.
Fjöldi fulltrúa skiptist þannig:
Nemendafélög Grunnskólans á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóla tilnefna 1 fulltrúa og 1 til vara.
Nemendafélag Borgarhólsskóla á Húsavík tilnefna 1 fulltrúa í ráðið og 1 til vara.
Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík tilnefnir 2 fulltrúa og 1 til vara.
Tilnefndur skal 1 fulltrúi ungmenna á vinnumarkaði og 1 til vara
Æskulýðs - og menningarnefnd sammþykkir framkomnar tillögur frá skólum og vinnumarkaði í Ungmennaráð.
Tilnefningarnar eru eftirfarandi
Öxarfjarðarskóli/Rauf
Aðalmaður: Sindri Þór Tryggvason
Varamaður: Lorena Hagiu
Borgarhólsskóli
Aðalmaður: Arney Kjartansdóttir
Varamaður: Mikael Frans Víðisson
FSH
Aðalmenn : Arnór Heiðar Benónýsson og Ruth Þórarinsdóttir
Varamaður: Kristín Káradóttir
Ein tilnefning barst um fulltrúa af vinnumarkaði:
Fulltrúi af vinnumarkaði, aðalmaður: Elís Orri Guðbjartsson
Enn er laus staða varamanns af vinnumarkaði og verður sú umsókn tekin til umfjöllunnar ef/þegar hún berst.
Tilnefningunum er vísað til samþykktar í Sveitarstjórn.
Tilnefningarnar eru eftirfarandi
Öxarfjarðarskóli/Rauf
Aðalmaður: Sindri Þór Tryggvason
Varamaður: Lorena Hagiu
Borgarhólsskóli
Aðalmaður: Arney Kjartansdóttir
Varamaður: Mikael Frans Víðisson
FSH
Aðalmenn : Arnór Heiðar Benónýsson og Ruth Þórarinsdóttir
Varamaður: Kristín Káradóttir
Ein tilnefning barst um fulltrúa af vinnumarkaði:
Fulltrúi af vinnumarkaði, aðalmaður: Elís Orri Guðbjartsson
Enn er laus staða varamanns af vinnumarkaði og verður sú umsókn tekin til umfjöllunnar ef/þegar hún berst.
Tilnefningunum er vísað til samþykktar í Sveitarstjórn.
10.Útilegurkortið 2017 - uppgjör
Málsnúmer 201711004Vakta málsnúmer
Fyrir liggur uppgjör á tjaldsvæðinu á Kópaskeri fyrir sumarið 2017.
Tekjur í gegnum útilegukort voru = 1.013.214
Tekjur af sölu nátta á tjaldsvæði voru = 605.696 krónur
Uppgjör fyrir Raufarhöfn er í vinnslu.
Tekjur í gegnum útilegukort voru = 1.013.214
Tekjur af sölu nátta á tjaldsvæði voru = 605.696 krónur
Uppgjör fyrir Raufarhöfn er í vinnslu.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því hversu vel tjaldsvæði Norðurþings voru sótt í sumar í gegnum útilegukortið.
11.Jökulsárhlaup 2018 - umsókn um styrk
Málsnúmer 201711062Vakta málsnúmer
Aðalsteinn Örn Snæþórsson fyrir hönd Jökulsárshlaupsins, sækir um 100 þúsund króna styrk fyrir hlaupið árið 2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur vel í erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að funda með forsvarsmönnum hlaupsins um mögulegan samstarfs og styrktarsamning.
12.Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2017
Málsnúmer 201711059Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggja samþykktir sjóðsins og ákvörðun um hvort eigi að auglýsa eftir umsóknum í sjóðin fyrir árið 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að veita allt að 300 þúsund krónur úr sjóðnum.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn og úthlutað verður úr sjóðnum á janúarfundi nefndarinnar.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn og úthlutað verður úr sjóðnum á janúarfundi nefndarinnar.
13.GH Samningamál 2018-
Málsnúmer 201708051Vakta málsnúmer
Umræða um samstarfsmál GH og Norðurþings. Núgildandi samningur rennur út um komandi áramót.
Æskulýðs- og menningarnefnd frestar málinu til næsta fundar.
14.Völsungur - samningamál 2018-
Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer
Umræða um samstarfsmál Völsungs og Norðurþings. Núgildandi samningur rennur út um komandi áramót.
Æskulýðs- og menningarnefnd frestar málinu til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 20:10.
Áslaug Guðmundsdóttir vék af fundi í máli nr. 14