Skáknámskeið í desember
Málsnúmer 201711023
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 14. fundur - 14.11.2017
Birkir Karl Sigurðsson sendi nefndinn bréf og óskaði eftir því að halda skáknámskeið í sveitarfélaginu í desember 2017.
Tillaga hans er að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni, samtals um 10 klst námskeið. Einnig er mögulegt að koma með aðrar óskir um fyrirkomulag.
Verðið á námskeiðinu er frá 49.000 til 89.000 krónur. Verðið ræðst af fjölda þátttakenda/nemenda. Þannig að ef það kæmu t.d. sex nemendur á námskeiðið yrði þetta 5000 krónur á hvern nemanda. Æskilegur hámarksfjöldi er 10-12 nemendur en ef þátttakendur yrðu fleiri væri aldursskipt í hópa. Kostnaður vegna ferða og uppihalds samkvæmt nánara samkomulagi.
Tillaga hans er að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni, samtals um 10 klst námskeið. Einnig er mögulegt að koma með aðrar óskir um fyrirkomulag.
Verðið á námskeiðinu er frá 49.000 til 89.000 krónur. Verðið ræðst af fjölda þátttakenda/nemenda. Þannig að ef það kæmu t.d. sex nemendur á námskeiðið yrði þetta 5000 krónur á hvern nemanda. Æskilegur hámarksfjöldi er 10-12 nemendur en ef þátttakendur yrðu fleiri væri aldursskipt í hópa. Kostnaður vegna ferða og uppihalds samkvæmt nánara samkomulagi.
Stefnt verður að námskeiði í öllum grunnskólum Norðurþings.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram.