Fara í efni

Skáknámskeið í desember

Málsnúmer 201711023

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 14. fundur - 14.11.2017

Birkir Karl Sigurðsson sendi nefndinn bréf og óskaði eftir því að halda skáknámskeið í sveitarfélaginu í desember 2017.

Tillaga hans er að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni, samtals um 10 klst námskeið. Einnig er mögulegt að koma með aðrar óskir um fyrirkomulag.

Verðið á námskeiðinu er frá 49.000 til 89.000 krónur. Verðið ræðst af fjölda þátttakenda/nemenda. Þannig að ef það kæmu t.d. sex nemendur á námskeiðið yrði þetta 5000 krónur á hvern nemanda. Æskilegur hámarksfjöldi er 10-12 nemendur en ef þátttakendur yrðu fleiri væri aldursskipt í hópa. Kostnaður vegna ferða og uppihalds samkvæmt nánara samkomulagi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að leggja allt að 200 þúsund krónur í verkefnið.
Stefnt verður að námskeiði í öllum grunnskólum Norðurþings.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram.