Fara í efni

Afnot af íþróttahúsi AG Þjálfun

Málsnúmer 201709137

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 14. fundur - 14.11.2017

Angela Agnarsdóttir og Gísli þór Briem fyrir hönd AG Þjálfun óska eftir að fá að nota aðstöðu íþróttahússins á Raufarhöfn undir líkamsræktarstöð og aðra tíma í íþróttahúsinu til tveggja ára endurgjaldslaust.
Æskulýðs- og menningarnefnd fellst á að veita AG Þjálfun aðgang að íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn endurgjaldslaust til eins árs til reynslu.

AG þjálfun ber ábyrgð á því að fyllsta öryggis sé gætt og farið sé eftir lögum og reglum íþróttamannvirkja.

AG þjálfun ber að hafa fullt samráð um notkun hússins við starfsmann íþróttamiðstöðvarinnar og íþróttafélagið Austra.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 16. fundur - 12.12.2017

AG Þjálfun hyggst opna líkamsrækt á nýju ári á Raufarhöfn. Töluverðar breytingar þarf að gera á efri hæð hússins með að fjarlægja milliveggi. Einnig óska AG Þjálfun eftir notkun af herbergi á efri hæð hússins sem hefur verið nýtt undir sjúkraþjálfun og aðra þjónustu. Mögulegt er að útbúa herbergi á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar undir sambærilega þjónustu.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar er gerðar verða á íþróttahúsinu á Raufarhöfn.
Nefndin leggur áherslu á að sjúkraþjálfari sem mun missa sína aðstöðu við breytingarnar hafi aðgang að öðru rými í húsinu eða annarri aðstöðu á Raufarhöfn.