Byggðarráð Norðurþings
1.Fundarboð - Hluthafafundur Orkuveitu Húsavíkur
Málsnúmer 201806115Vakta málsnúmer
2.Skipulags- og framkvæmdaráð - 1
Málsnúmer 1806004FVakta málsnúmer
Staðfestingu á lið 19 er frestað til næsta fundar byggðarráðs.
3.Fjölskylduráð - 1
Málsnúmer 1806003FVakta málsnúmer
4.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018
Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer
1. Þjóðgarður á Melrakkasléttu
Vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs að fjalla um möguleika á breyttri landnýtingu á Melrakkasléttu, þ.m.t. að mynda fólkvang, þjóðgarð eða aðrar tegundir landnýtingar á svæðinu.
2. Umgengni á Kópaskeri
Byggðarráð þakkar ábendingar hverfisráðs um þörf á úrbótum í umhverfi fasteigna sveitarfélagsins og beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að koma á úrbótum.
3. Sjúkrabíll á Raufarhöfn
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara þess á leit við Heilbrigðisstofnun Norðurlands að fyrirkomulag sjúkraflutninga á svæðinu verði kynnt á opnum íbúafundi.
4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
5. Málefni leikskóla
Málið er þegar til umfjöllunar í fjölskyldunefnd.
5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi vegna dansleiks í Bústólpahöllinni
Málsnúmer 201806130Vakta málsnúmer
6.Hluthafafundur í Greiðri leið ehf. Fundarboð
Málsnúmer 201806117Vakta málsnúmer
7.Aðalfundur Fjallalambs hf. 2018
Málsnúmer 201806132Vakta málsnúmer
8.Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2018 og ársreikningur 2017
Málsnúmer 201806077Vakta málsnúmer
9.Aðalfundur AÞ hf. og MMÞ, fundur fulltrúaráðs HNÞ og AÞ ses.
Málsnúmer 201806073Vakta málsnúmer
10.Aðalfundarboð og ársskýrsla - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. 2018
Málsnúmer 201806076Vakta málsnúmer
11.Ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands 2017
Málsnúmer 201806069Vakta málsnúmer
12.Aðalfundur Landkerfis bókasafna hf. 2018
Málsnúmer 201805223Vakta málsnúmer
13.Málefnasamningur um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn 2018-2022
Málsnúmer 201806096Vakta málsnúmer
Fulltrúi framsóknarflokksins tekur ekki afstöðu gagnvart málefnasamningnum og innihalds hans í heild sinni.
14.Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings vegna efnistökusvæða
Málsnúmer 201806114Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð í umboði sveitarstjórnar að skipulagslýsingin verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
15.Beiðni um styrk vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands.
Málsnúmer 201806008Vakta málsnúmer
Kvenfélagasamband Íslands óskar eftir að Norðurþing kosti móttöku á landsþingi sambandsins sem verður haldið á Húsavík.
16.Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2018
Málsnúmer 201805252Vakta málsnúmer
Árlega hafa verið gefin út 10 leyfi til silungsveiði í net fyrir landi Húsavíkur, en fjöldi útgefinna leyfa byggir á fjölda lögbýla í landi Húsavíkur fyir árið 1957 skv. lögum nr. 61 frá 14. júní 2006 um lax- og silungsveiði.
Verð pr. leyfi árið 2017 var kr 20.000, en um helmingur þeirrar upphæðar fékkst endurgreiddur við skil á veiðiskýrslu í lok tímabils.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákvað að gefin verði út 10 leyfi til veiða á göngusilungi í sjó fyrir landi Húsavíkur.
Gjald vegna veiðileyfis verði kr. 30.000 og við skil á veiðiskýrslu í lok tímabils fást kr 20.000 endurgreiddar. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Óli Halldórsson óskar bókað í kjölfar fyrirliggjandi ákvörðunar framkvæmda- og skipulagsráðs að hann telji að endurskoða þurfi netaveiðiheimildir nærri ósum Laxár fyrir árið 2019.
17.Styrkumsókn vegna menningardaga á Raufarhöfn 2018
Málsnúmer 201806075Vakta málsnúmer
18.Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara
Málsnúmer 201803062Vakta málsnúmer
19.Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2018
Málsnúmer 201806106Vakta málsnúmer
20.Jafnlaunakönnun fyrir Norðurþing
Málsnúmer 201703088Vakta málsnúmer
Sveitarstjóra er falið að vinna úr niðurstöðunum og leggja fram tillögur til úrbóta þar sem skýrslan gefur tilefni til slíks, fyrir upphaf fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
21.Kosningar til sveitarstjórna 2018
Málsnúmer 201802061Vakta málsnúmer
Með vísan til 95. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sendir yfirkjörstjórn Norðurþings hér samantekt um störf sín og úrslit sveitarstjórnarkosninganna árið 2018 í Norðurþingi.
Sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram 26. maí 2018 og bárust fimm framboð til sveitarstjórnar Norðurþings. Kjörstjórn tók við framboðslistum og meðmælendum laugardaginn 5. maí. Farið var yfir listana og meðmælendur og leiðrétt það sem þurfti að leiðrétta.
Niðurstaða kosninganna var skv. eftirfarandi:
B - listi Framsóknar og félagshyggjufólks 418 atkvæði (3 fulltr.)
D - listi Sjálfstæðisflokks 477 atkvæði (3 fulltr.)
E - listi Listi Samfélagsins 223 atkvæði (1 fulltr.)
S - listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks 228 atkvæði (1 fulltr.)
V - listi Vinstri græn og óháð í Norðurþingi 238 atkvæði (1 fulltr.)
Auð 52 atkvæði
Ógild 14 atkvæði
Samtals greiddu 1.650 atkvæði, á kjörskrá voru 2.115, kjörsókn varð því 78%.
22.Kosning fulltrúa á landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga 2018-2022
Málsnúmer 201806030Vakta málsnúmer
Á fyrsta fundi sveitarstjórnar Norðurþings að afloknum kosningum voru 3 fulltrúar kosnir (og 3 til vara) í samræmi við íbúafjöldareglu. Kjörgengir eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórn og varamenn þeirra jafnmargir að tölu.
Áríðandi er að kjörbréf með nöfnum aðalfulltrúa og varafulltrúa ásamt upplýsingum um stöðuheiti innan sveitarstjórnar og netföngum verði sent skrifstofu Sambandsins sem fyrst að kosningu lokinni, í síðasta lagi 1. ágúst 2018.
Á fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní s.l. voru eftirfarandi aðalmenn og varamenn kosnir á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Norðurþings:
Aðalmenn:
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Silja Jóhannesdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Varamenn:
Örlygur Hnefill Örlygsson
Óli Halldórsson
Guðbjartur Ellert Jónsson
Aðalmenn: Helena Eydís Ingólfsdóttir, Silja Jóhannesdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason
Varamenn: Örlygur Hnefill Örlygsson, Óli Halldórsson, Guðbjartur Ellert Jónsson
23.Skyldur sveitarstjórna samkvæmt jafnréttislögum.
Málsnúmer 201806005Vakta málsnúmer
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út upplýsingaritið Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál og er þar að finna hagnýtar upplýsingar um hlutverk sveitarfélaga
http://www.samband.is/media/jafnrettismal/Jafnretti2.pdf
Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html
Jafnréttisstofa bendir á að velkomið sé að leita til stofnunarinnar um leiðbeiningar og aðstoð. Hægt er að hafa samband í síma 460 6200 eða senda fyrirspurnir með tölvupósti í netfangið jafnretti@jafnretti.is
Athygli sveitarstjórna er vakin á því að haldnir eru samráðsfundir sveitarfélaga um jafnréttismál hvert haust. Næsti fundur verður í Mosfellsbæ 20. september.
Sveitarstjórnarfulltrúar og framboð sem mynda sveitarstjórn í Norðurþingi 2018-2022 sammælast um að leggja mikla áherslu á að fylgja ákvæðum laga sem lúta að jafnrétti, þ.m.t. með skipan í nefndir og ráð sem og eftirfylgni jafnréttisáætlunar.
Byggðarráð vísar erindinu til frekari umræðu í sveitarstjórn að loknu sumarleyfi.
24.Ráðning sveitarstjóra
Málsnúmer 201806104Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða.
Fundi slitið - kl. 10:15.