Jafnlaunakönnun fyrir Norðurþing
Málsnúmer 201703088
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 209. fundur - 17.03.2017
Verkefnið felur í sér greiningu á launum starfsmanna Norðurþings ásamt mati á því hvort til
staðar sé kynbundinn launamunur. Tilboð í verkefnið liggur fyrir eftir umfjöllun um jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 í félagsmálanefnd.
staðar sé kynbundinn launamunur. Tilboð í verkefnið liggur fyrir eftir umfjöllun um jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 í félagsmálanefnd.
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Félagsmálanefnd - 12. fundur - 04.04.2017
Fyrir fundi nefndarinnar liggur tilboð frá Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri til jafnlaunaúttektar fyrir Norðurþing.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilboð frá RHA um að láta gera greiningu á launum starfsmanna Norðurþings ásamt mati á því hvort til staðar sé kynbundinn launamunur.
Félagsmálanefnd - 21. fundur - 09.05.2018
Félagsmálastjóri fór yfir stöðuna og bíður niðurstaðna frá Háskólanum á Akureyri.
Fjölskylduráð - 1. fundur - 25.06.2018
Fyrir fjölskylduráði liggur niðurstaða jafnlaunakönnunar sem Rannsóknarmiðstöð HA vann fyrir Norðurþing.
Í nýútkominni skýrslu RHA um launakönnun starfsmanna Norðurþings sem framkvæmd var í október 2017 kemur fram að um kynbundinn launamun er að ræða meðal starfsmanna Norðurþings. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og Byggðarráði.
Fjölskylduráð leggur til að markvisst verði unnið að því að leiðrétta kynbundinn launamun hjá Norðurþingi.
Fjölskylduráð leggur til að markvisst verði unnið að því að leiðrétta kynbundinn launamun hjá Norðurþingi.
Byggðarráð Norðurþings - 255. fundur - 28.06.2018
Norðurþing óskaði eftir því við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri í lok árs 2017 að framkvæma Jafnlaunakönnun hjá sveitarfélaginu til að greina stöðu mála er varðar mögulegan kynbundinn launamun hjá starfsmönnum Norðurþings. Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir. Könnunin er birt á heimasíðu Norðurþings.
Fyrir liggur niðurstaða jafnlaunakönnuar sem unnin var af RHA fyrir Norðurþing. Greiningin sýnir að ekki sé um kynbundinn launamun á dagvinnulaunum að ræða hjá sveitarfélaginu þegar búið er að taka tillit til starfs, ábyrgðar, aldurs, starfsaldurs og vaktavinnu. Að því leyti sé ekki um kynbundinn launamun að ræða hjá Norðurþingi. Hins vegar kemur fram í greiningunni að þegar ekki er búið að leiðrétta m.t.t. ofangreindra þátta (starf, ábyrgð, aldur, starfsaldur, vaktavinna) eru tekjur karla töluvert hærri. Einnig reynist marktækur kyndbundinn munur á heildarlaunum og talsverður munur á álags- og yfirvinnugreiðslum eftir kyni.
Sveitarstjóra er falið að vinna úr niðurstöðunum og leggja fram tillögur til úrbóta þar sem skýrslan gefur tilefni til slíks, fyrir upphaf fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
Sveitarstjóra er falið að vinna úr niðurstöðunum og leggja fram tillögur til úrbóta þar sem skýrslan gefur tilefni til slíks, fyrir upphaf fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018
Kynnt var niðurstaða jafnlaunakönnunar samkvæmt tilvísun frá fjölskylduráði. Samkvæmt könnuninni er ekki marktækur munur á dagvinnulaunum karla og kvenna hjá Norðurþingi sem er gleðiefni. Hinsvegar er 8,8% marktækur munur á heildarlaunum kynja þegar horft er til sambærilegra starfa.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur sveitarstjórn til að taka mark á niðurstöðum þessarar könnunar og fá Jafnréttisstofu til samráðs varðandi aðgerðaáætlun til að leiðrétta mun á heildarlaunum karla og kvenna.