Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Uppbygging slökkvistöðvar
Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs mætir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSN til að fara yfir mögulegt samstarf HSN og Norðurþings um aðkomu slökkviliðs Norðurþings að sjúkraflutningaþjónustu HSN.
Byggðarráð þakkar Jóni og Erni fyrir komuna og leggur ríka áherslu á að samkomulag um samstarf náist sem fyrst.
2.Samskipti við velferðarráðuneytið varðandi rekstur dvalarheimilisins
Málsnúmer 201703093Vakta málsnúmer
Stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík hefur átt í töluverðum samskiptum við velferðarráðuneytið um rekstur heimilisins undanfarin misseri. Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri heilbrigðisstofnunar Norðurlands kemur til fundarins til að fara yfir málin ásamt sveitarstjóra til að upplýsa byggðarráð um markmið stjórnar hvað varðar rekstur DA til lengri tíma litið.
Byggðarráð þakkar Jóni Helga fyrir yfirferð mála.
3.Fjárhagsleg endurskipulagning innan samstæðu Norðurþings
Málsnúmer 201702151Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Óla Halldórssyni, formanni byggðarráðs um forgangsaðgerðir er varðar efnahag sveitarfélagsins á árinu 2017.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að framgangi tillagna sem tíundaðar eru í minnisblaði formanns byggðarráðs.
4.Norðurþing - upplýsingamál
Málsnúmer 201703092Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur tillaga að eflingu upplýsinga- og ímyndarmála Norðurþings til næstu mánaða sem unnin yrði með aðkomu Aton - tengslafyrirtækis.
Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu og upplýsa byggðarráð þegar fyrir liggur samningur um vinnunna með Aton.
5.Jafnlaunakönnun fyrir Norðurþing
Málsnúmer 201703088Vakta málsnúmer
Verkefnið felur í sér greiningu á launum starfsmanna Norðurþings ásamt mati á því hvort til
staðar sé kynbundinn launamunur. Tilboð í verkefnið liggur fyrir eftir umfjöllun um jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 í félagsmálanefnd.
staðar sé kynbundinn launamunur. Tilboð í verkefnið liggur fyrir eftir umfjöllun um jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 í félagsmálanefnd.
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
6.Flókahús - tilboð
Málsnúmer 201611156Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Gentle Giants er varðar sölusamning og kvaðayfirlýsingu vegna kaupa á Flókahúsi.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu til samræmis við umræður á fundinum og í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Byggðarráð áréttar að undirritaður samningur og kvaðayfirlýsing þurfi að vera kominn á fyrir 1. apríl n.k. ef salan á að ná fram að ganga.
7.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 201703037Vakta málsnúmer
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2016 verður haldinn föstudaginn 24. mars kl 16 á Grand Hótel Reykjavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðla skv. hlutafélagalögum nr. 2/1995. Ársreikning LS fyrir árið 2016 er að finna á heimasíðu sjóðsins www.lanasjodur.is
Sveitarstjóra er falið að fara með umboð Norðurþings á Aðalfund LS.
8.Vestfirska vorið
Málsnúmer 201703038Vakta málsnúmer
Sveitarstjóra barst bréf hvar honum og fulltrúum sveitarfélagsins er boðið að taka þátt í málþingi sem ber heitið Vestfirska vorið en það verður haldið á Flateyri dagana 5. og 6. maí nk. Heimamenn á Flateyri, sem skipuleggja málþingið í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Fræðslumiðstöð Vestfjarða, spyrja hvort hægt sé að snúa núverandi byggðaþróun við, þar sem ljóst sé að ef fram fer sem horfir muni margar sjávarbyggðir á Íslandi ekki ná vopnum sínum og jafnvel leggjast af. Á málþinginu verða því bornar fram brennandi spurningar um framtíð íslenskra sjávarbyggða og annarra byggða í dreifbýli og þær krufðar til mergjar.
Byggðarráð væntir þess að Norðurþing sendi fulltrúa á málþingið.
9.Sala eigna
Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja alls fimm kauptilboð í tvær áður auglýstar fasteignir Norðurþings á Húsavík.
Alls bárust tvö tilboð í fasteign sveitarfélagsins að Grundargarði 9 - íbúð 303. Byggðarráð ákveður að taka hærra tilboðinu að upphæð kr. 16.500.000,-
Jónas Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessarar sölu.
Alls bárust þrjú tilboð í fasteign sveitarfélagsins að Garðarsbraut 69, íbúð 101. Byggðarráð ákveður að taka hæsta tilboðinu að upphæð kr. 10.500.000,-
Jónas Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessarar sölu.
Alls bárust þrjú tilboð í fasteign sveitarfélagsins að Garðarsbraut 69, íbúð 101. Byggðarráð ákveður að taka hæsta tilboðinu að upphæð kr. 10.500.000,-
10.Fundarboð - fulltrúaráð EBÍ
Málsnúmer 201703090Vakta málsnúmer
Fundur er boðaður í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands fimmtudaginn 23. mars n.k. kl. 13.00. Fundurinn verður haldinn í Golfskálanum Grafarholti í Reykjavík.
Lagt fram.
11.Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar 120. mál, frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars)
Málsnúmer 201703074Vakta málsnúmer
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0179.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0179.html
Byggðarráð leggst alfarið gegn markmiðum frumvarps til laga um tekjustofn sveitarfélaga um afnám lágmarksútsvars og felur sveitarstjóra að koma þeim skilaboðum til alþingis og þingmanna kjördæmisins.
12.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga 119. mál, orlof húsmæðra (afnám laganna)
Málsnúmer 201703049Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram.
13.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis að Laxalundi 11
Málsnúmer 201701132Vakta málsnúmer
Dagný Björg Gunnarsdóttir, kt. 020185-3099, Urðagili 9, 603 Akureyri, sækir um fyrir Mublur ehf. kt.451113-0620, nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Laxalundi 11, fnr. 216-5106, 641 Húsavík.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.
14.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi vegna sölu gistingar að Garðarsbraut 18
Málsnúmer 201701103Vakta málsnúmer
Birgitta Bjarney Svavarsdóttir, kt. 260672-4799, Brúnagerði 9, 640 Húsavík, sækir um fyrir hönd Öskju ehf. kt. 430169-4409, Garðarsbraut 18, 640 Húsavík, nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Garðarsbraut 18, efri hæð, fnr. 229-9120, 640 Húsavík.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.
Fundi slitið - kl. 14:30.