Norðurþing - upplýsingamál
Málsnúmer 201703092
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 209. fundur - 17.03.2017
Fyrir fundinum liggur tillaga að eflingu upplýsinga- og ímyndarmála Norðurþings til næstu mánaða sem unnin yrði með aðkomu Aton - tengslafyrirtækis.
Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu og upplýsa byggðarráð þegar fyrir liggur samningur um vinnunna með Aton.
Byggðarráð Norðurþings - 212. fundur - 27.04.2017
Fyrir byggðarráði liggur fyrir tillaga að upphafi vinnu er snýr að ímyndar- og upplýsingamálum sveitarfélagsins. Lagt er til að forsvarsmönnum fyrirtækja, stofnana og félaga í Norðurþingi verði boðið til umræðufundar með ráðgjöfum sveitarfélagsins, þann 4. maí nk., á Fosshótel Húsavík.
Markmiðið með fundinum er að velta fyrir sér ímynd Norðurþings. Hugmyndin er að Aton verði með framsögu um verkefnið þar sem farið er yfir tækifæri í kynningarmálum. Þá verður einnig útskýrt betur af hverju spurningarnar sem við sendum út voru valdar til að ræða. Í framhaldinu verði skipt í hópa og unnið úr þessum spurningum í sameiningu. Eftir þennan fund mun Aton vinna úr þessum hugmyndum til að móta kynningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Með beinu samtali við fólk sem er í forsvari fyrir fyrirtæki, stofnanir og félög á svæðinu er hægt að búa til grunn sem nýtist í upplýsingagjöf.
Spurningar til umhugsunar fyrir fundinn:
1. Hvað er Norðurþing?
2. Hvejir eru styrkleikar svæðisins?
3. Hverjir eru veikleikar svæðisins?
4. Af hverju ætti fólk að flytja til Norðurþings?
5. Hvernig sköpum við meiri samkennd á svæðinu?
Markmiðið með fundinum er að velta fyrir sér ímynd Norðurþings. Hugmyndin er að Aton verði með framsögu um verkefnið þar sem farið er yfir tækifæri í kynningarmálum. Þá verður einnig útskýrt betur af hverju spurningarnar sem við sendum út voru valdar til að ræða. Í framhaldinu verði skipt í hópa og unnið úr þessum spurningum í sameiningu. Eftir þennan fund mun Aton vinna úr þessum hugmyndum til að móta kynningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Með beinu samtali við fólk sem er í forsvari fyrir fyrirtæki, stofnanir og félög á svæðinu er hægt að búa til grunn sem nýtist í upplýsingagjöf.
Spurningar til umhugsunar fyrir fundinn:
1. Hvað er Norðurþing?
2. Hvejir eru styrkleikar svæðisins?
3. Hverjir eru veikleikar svæðisins?
4. Af hverju ætti fólk að flytja til Norðurþings?
5. Hvernig sköpum við meiri samkennd á svæðinu?
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa fundinn.