Samskipti við velferðarráðuneytið varðandi rekstur dvalarheimilisins
Málsnúmer 201703093
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 209. fundur - 17.03.2017
Stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík hefur átt í töluverðum samskiptum við velferðarráðuneytið um rekstur heimilisins undanfarin misseri. Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri heilbrigðisstofnunar Norðurlands kemur til fundarins til að fara yfir málin ásamt sveitarstjóra til að upplýsa byggðarráð um markmið stjórnar hvað varðar rekstur DA til lengri tíma litið.
Byggðarráð þakkar Jóni Helga fyrir yfirferð mála.
Byggðarráð Norðurþings - 249. fundur - 20.04.2018
Borist hefur svarbréf frá Velferðarráðuneytinu varðandi efnisþætti tengda rekstri Hvamms sem ræddir voru á fundi heilbrigðisráðherra, fulltrúa sveitarfélaganna Norðurþings og Tjörness, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og starfsmönnum ráðuneytisins þann 17. janúar 2018.
Lagt fram til kynningar.