Vestfirska vorið
Málsnúmer 201703038
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 209. fundur - 17.03.2017
Sveitarstjóra barst bréf hvar honum og fulltrúum sveitarfélagsins er boðið að taka þátt í málþingi sem ber heitið Vestfirska vorið en það verður haldið á Flateyri dagana 5. og 6. maí nk. Heimamenn á Flateyri, sem skipuleggja málþingið í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Fræðslumiðstöð Vestfjarða, spyrja hvort hægt sé að snúa núverandi byggðaþróun við, þar sem ljóst sé að ef fram fer sem horfir muni margar sjávarbyggðir á Íslandi ekki ná vopnum sínum og jafnvel leggjast af. Á málþinginu verða því bornar fram brennandi spurningar um framtíð íslenskra sjávarbyggða og annarra byggða í dreifbýli og þær krufðar til mergjar.
Byggðarráð væntir þess að Norðurþing sendi fulltrúa á málþingið.