Fara í efni

Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2018

Málsnúmer 201806106

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Verðskrá tjaldsvæðis á Húsavík hefur ekki tekið breytingum síðan 2016, enda vísitala neysluverðs ekki mikið hreyfst á þessu tímabili.
Gistináttagjald sem rennur til ríkisins hefur hins vegar hækkað um 200% á milli áranna 2017 og 2018 (úr kr. 100 í kr. 300).

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til þess hvort gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík standi óbreytt fyrir starfsárið 2018, eða hvort gera skuli ráð fyrir breytingum á henni og þá með hvaða hætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að verðskrá verði uppfærð í takti við hækkun gistináttagjalds og virðisaukaskattinn af því.

Byggðarráð Norðurþings - 255. fundur - 28.06.2018

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 26. júní var bókað; Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að verðskrá verði uppfærð í takti við hækkun gistináttagjalds og virðisaukaskattinn af því.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þeirri breytingu að aldursviðmið gjaldtöku verði við 18 ára aldur.