Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

16. fundur 27. nóvember 2018 kl. 13:30 - 17:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-11, og 19.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1-5
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 16.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 13, 14 og 19.
Örlygur Hnefill Örlygsson sat fundinn undir lið 1-10 og lið 15.

1.Varðandi uppbyggingu skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk.

Málsnúmer 201811063Vakta málsnúmer

Arna Védís, Guðrún María og Karólína Hildur senda inn erindi varðandi uppbyggingu skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk. Þeim finnst mikilvægt að hafa skíðasvæði í sveitarfélögum og telja þörf á að bæta skíðasvæðið við Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og tekur undir efni þess. Þegar er hafin uppbygging á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk m.a. við lagningu á rafmagni, vatnsveitu og vegi, sem er lokið. Sömuleiðis þarf að huga að fráveitumálum á svæðinu en það er að hluta á vatnsverndarsvæði. Jafnframt þarf að huga að skipulagsmálum á svæðinu.

Ráðið leggur til að unnið verði þriggja, sjö og tólf ára plan sem felur í sér uppbyggingu á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Huga verður að útivist í víðum skilningi árið um kring. Gerð verði áætlun í samstarfi við áhugahóp um uppbyggingu svæðisins þar sem reynsla og þekking er mikil innan þess hóps. Nýtum þá þekkingu. Sömuleiðis verði ungu fólki og almenningi öllum gert kleift að eiga aðkomu að hugmyndavinnu fyrir svæðið til lengri tíma. Á þriggja ára áætlun verði sett færsla á núverandi skíðamannvirkjum í Skálamel og/eða Stöllum inn á umrætt svæði við Reyðarárhnjúk til að almenningur geti notið svæðisins enda samstaða um nýtingu þess sem útivistarsvæði.

Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að boða áhugafólk um uppbyggingu á svæðinu, á fund.


2.Reykjaheiðarvegur - malbikun

Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer

Í byrjun nóvember s.l. var völdum lóðarhöfum við Reykjaheiðarveg, Fossvelli og Sólvelli send tillaga að breytingum lóðarmarka lóða þeirra. Breytingar sneru í grunninn að því lagfæra lóðarmörk við Reykjaheiðarveg vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar. Einnig voru kynntar hugmyndir að því að deila út til aðliggjandi lóðarhafa opnu svæði milli Reykjaheiðarvegar og Fossvalla þar sem áður var leikvöllur. Haldinn var kynningarfundur vegna þessara breytinga á sveitarstjórnarskrifstofunni þann 21. nóvember þar sem mættu meirihluti lóðarhafa. Skipulags- og byggingarfulltrúi og umhverfisstjóri kynntu umræður á þeim fundi. Á fundinum kom m.a. fram vilji fyrir því að opna svæðinu verði haldið áfram óskertu sem leiksvæði, en þess óskað að sveitarfélagið jafnaði það til að gera það þægilegra í umhirðu og notkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur embættismönnum að útbúa tillögur að lóðarblöðum fyrir þær lóðir sem breyta þarf vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar. Ráðið vill einnig bjóða þeim lóðarhöfum á svæðinu sem áhuga hafa stækkun lóða sinna inn á opna svæðið milli Reykjaheiðarvegar og Fossvalla til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir.

3.Aðgangur og brunavarnir í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201811086Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun frá Nortek um uppsetningu á nýju brunaviðvörunarkerfi og aðgangsstýringu í stjórnsýsluhúsið á Húsavík
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta vinna verkið samkv. fyrirliggjandi áætlun.

4.Beiðni um kaup á íbúð í eigu Norðurþings

Málsnúmer 201811085Vakta málsnúmer

Íbúi leiguíbúðar að Grundargarði 6 hefur lýst yfir áhuga á að festa kaup á eigninni.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráðs liggur að taka ákvörðun um hvort gengið verði til viðræðna við umræddan leigjanda um sölu eignarinnar og þá hvort það verði gert á sömu forsendum og gert var við sölu eigna sveitarfélagsins á síðasta ári.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá sölunni að undangengnu mati tveggja fasteignasala.

5.Bakkagata 10 - Fyrirliggjandi viðhald vegna aukinnar notkunar

Málsnúmer 201811075Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Nú standa yfir breytingar á húsnæði Norðurþings að Bakkagötu 10 á Kópaskeri (Öxi), en með þeim er ráðgert að vinnuaðstaða fyrir starfsmenn sveitarfélagsins í húsinu verði bætt til muna.

Lagt fram.

6.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.

Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer

Umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmdaáætlun Norðurþings fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir drög að framkvæmdaáætlun 2019.

7.Hönnun Stangarbakkastígs.

Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í hönnun á stíg frá Búðarárbrú að Yltjörn og leggja fyrir ráðið í september.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá sorphirðu 2019.

Málsnúmer 201810125Vakta málsnúmer

Gjaldskrá sorphirðu í Norðurþingi fyrir árið 2019 lögð fram til samþykktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem felur í sér 7% hækkun.

9.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Skúlagarðsvegar af vegskrá

Málsnúmer 201806131Vakta málsnúmer

Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutverk skv. 7.gr. vegalaga nr. 80/2007 að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.
Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er föst búseta ekki lengur fyrir hendi í Skúlagarði og uppfyllir vegurinn því ekki skilyrði til þess að teljast til þjóðvega.
Með vísan til þess er áformað að fella Skúlagarðsveg af vegaskrá frá og með næstu áramótum og mun viðhald og þjónusta hans ekki lengur verða á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma.
Bent er á að hægt er að sækja um að vegurinn verði tekinn inn á vegaskrá á grundvelli atvinnureksturs.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur stjórn Skúlagarðs ehf. til að kanna hvort hægt sé að sækja um að veginum verði haldið á vegaskrá og þá á grundvelli atvinnureksturs.

10.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2019

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Á 5. fundi hverfisráðs Öxarfjarðar 23.10.2018 var eftirfarandi bókað:
4. Þjónusta við grunnskólasvæðið í Lundi
Borist hafa ábendingar um litla umhirðu tjaldsvæðisins, og nærumhverfi skólans, en það er óvissa um hvort tjaldsvæðið eigi að vera opið og hver á að sjá um svæðið.

Ábending hefur komið frá starfsmönnum grunnskólans í Lundi um að vörumóttakan fyrir mötuneyti sé verulega ábótavant, sérstaklega í snjó og hálku. Óskað er eftir að málið verði athugað.

5. Umsóknir um stöðuleyfi fyrir gáma á Randarsvæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tók málið fyrir á fundi sínum 2. október 2018 (liðir 3, 4 og 5) og vísaði því til umsagnar hjá hverfisráði. Hverfisráð telur í lagi að veita þessi leyfi, með þeim skilyrðum um að umhverfi þeirra sé snyrtilegt og gerð verði bót á ástandinu eins og það er nú.

6. Gatnagerð - malbikun
Sveitafélagið hefur ráðist í malbikunarframkvæmdir víða í sveitarfélaginu og er það mjög gott. Vonandi er þá komið að Kópaskeri, því margar götur þar þurfa viðhald, eins og t.d. planið á milli búðarinnar og Pakkhúsins og innkeyrslan í Þorpið.

8. Tillaga Norðurþings um ærslabelg á Kópaskeri
Óskað er eftir að hverfisráð komi með hugmynd að staðsetningu ærslabelgs. Hverfisráð leggur til að hafa hann við Leikskólann.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar varðandi umhirðu og umhverfi. Lagt verður til við umhverfisstjóra að taka tillit til þess á næsta ári.
Varðandi lið 5 vísar ráðið í bókun sína 2. október um að málið verði lagt fyrir íbúafund.
Varðandi lið 6. Malbikunarframkvæmdir á Kópaskeri eru ekki á áætlun árið 2019. Í samhengi við það má benda á að stór hluti af svæðinu sem um er rætt er á forsjá Vegagerðarinnar.

11.Kynning hugmynda að uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Norðurþingi

Málsnúmer 201811082Vakta málsnúmer

Eiríkur Haukur Hauksson og Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búfesti, koma á fund skipulags- og framkvæmdaráðs til að gera grein fyrir hugmyndum Búfesti um uppbyggingu íbúða í Norðurþingi á grunni viljayfirlýsingar sem skrifað hefur verið undir af Norðurþingi, Búfesti og samstarfsaðila.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar forsvarsmönnum Búfesti kynninguna og frumkvæðið.

12.Húsnæði fyrir tónlistarfólk.

Málsnúmer 201811061Vakta málsnúmer

Viktor Freyr Aðalsteinsson óskar eftir bættri aðstöðu fyrir tónlistarfólk.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að skapa ungu fólki aðstöðu til listsköpunar af hverju tagi og æfinga er varðar tónlistariðkun. Líkt og bréfritari kemur inn á í bréfi sínu þá tryggir sveitarfélagið einstaklingum aðstöðu til æfinga í völdum iþróttagreinum í samstarfi við Völsung.

Ráðið leggur til að Tún, nyrðri hluti, verði gerður aðgengilegur fyrir ungt fólk til listsköpunar og æfinga. Fundin verði leið til að tryggja aðgengi ungmenna að aðstöðunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til fjölskylduráðs til umfjöllunar og útfærslu.

13.Starfsemi og aðbúnaður í skammtímavistun - Sólbrekka

Málsnúmer 201811038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greining frá félagsþjónustu á endurbótum og viðhaldsþörf á Sólbrekku 28. Fjölskylduráð vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs að hefja tafarlaust vinnu við úrbætur á aðgengi utandyra og lóð við Sólbrekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir greininguna og mun horfa til hennar við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2019.

14.Umsókn um leyfi fyrir breytingum á húsnæði að Héðinsbraut 4

Málsnúmer 201811092Vakta málsnúmer

Óskað er leyfis fyrir breytingum á innra skipulagi og frágangi útisvæðis ölgerðar að Héðinsbraut 4. Teikningar eru unnar af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdir við hús og útisvæði og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum þegar fyrir liggja: samþykki eigenda húss og jákvæðar umsagnir vinnueftirlits, heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits.

15.Veitingahúsið Setberg ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á Pakkhúsi að Garðarsbraut 6

Málsnúmer 201811041Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til að setja dyr í stað glugga á suðurstafn Pakkhússins við Garðarsbraut 6. Teikningar eru unnar af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands með bréfi dags. 15. nóvember 2018.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 16. nóvember s.l. að því tilskyldu að fylgt verði leiðbeiningum Minjastofnunar við framkvæmdina.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við þessa afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

16.Sjóvörn undir bökkum.

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnar undir sjávarbökkum sunnan hafnar. Um er að ræða endurbyggingu og styrkingu sjóvarnar á um 370 m löngum kafla og reiknað með að sækja þurfi um 4.200 m3 af grjóti og kjarna í efnisnámur. Sjóvarnirnar voru settar inn í samgönguáætlun að ósk Norðurþings.

Vegagerðin óskar formlegrar umfjöllunar um eftirfarandi:
1. Óskað er heimildar til að fara í framkvæmdina.
2. Óskað er heimildar til að vinna allt að 5.000 m3 af grjóti og kjarna í Katlanámu.
3. Óskað er heimildar til að vinna allt að 5.000 m3 af grjóti og kjarna í námu við Hlíðarhorn á Tjörnesi.
1. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð sjóvörn sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings og heimilar því framkvæmdina.

2. Katlanáma er efnistökusvæði E2 skv. aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar efnistöku, allt að 5.000 m3 í námunni vegna sjóvarnanna, enda verði efnistaka unnin í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa sveitarfélagsins.

3. Hlíðarhorn á Tjörnesi er í Tjörneshreppi og þar með er Norðurþing ekki í stöðu til að veita heimild til efnisvinnslu í þeirri námu.

17.Upplýsingaskilti um hvali í Skjálfanda

Málsnúmer 201811068Vakta málsnúmer

Hvalasafnið sendi inn erindi með beiðni um þátttöku sveitarfélagsins við gerð upplýsingaskiltis um hvali í Skjálfanda.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nákvæmari kostnaðaráætlun, tillögu að staðarvali og fyrirhuguðu framlagi hvers samstarfsaðila.

18.Sölkusiglingar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi hjá flotbryggju sem félagið hefur aðstöðu við.

Málsnúmer 201809092Vakta málsnúmer

Sölkusiglingar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi á skipulögðum reit við flotbryggju sem félagið hefur aðstöðu við. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 25. september en þá frestað.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur mótað sér þá stefnu að veita engin stöðuleyfi við flotbryggjur á Húsavík fyrir næsta sumar. Ráðið hafnar því þessu erindi.

19.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810048Vakta málsnúmer

Framkvæmdaáætlun hafna Norðurþings, fyrir árið 2019, lögð fram til umræðu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir tillögu að framkvæmdaáætlun hafna Norðurþings 2019-2025.

Fundi slitið - kl. 17:10.