Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Skúlagarðsvegar af vegskrá
Málsnúmer 201806131
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018
Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutverk skv. 7.gr. vegalaga nr. 80/2007 að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.
Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er föst búseta ekki lengur fyrir hendi í Skúlagarði og uppfyllir vegurinn því ekki skilyrði til þess að teljast til þjóðvega.
Með vísan til þess er áformað að fella Skúlagarðsveg af vegaskrá frá og með næstu áramótum og mun viðhald og þjónusta hans ekki lengur verða á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma.
Bent er á að hægt er að sækja um að vegurinn verði tekinn inn á vegaskrá á grundvelli atvinnureksturs.
Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er föst búseta ekki lengur fyrir hendi í Skúlagarði og uppfyllir vegurinn því ekki skilyrði til þess að teljast til þjóðvega.
Með vísan til þess er áformað að fella Skúlagarðsveg af vegaskrá frá og með næstu áramótum og mun viðhald og þjónusta hans ekki lengur verða á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma.
Bent er á að hægt er að sækja um að vegurinn verði tekinn inn á vegaskrá á grundvelli atvinnureksturs.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur stjórn Skúlagarðs ehf. til að kanna hvort hægt sé að sækja um að veginum verði haldið á vegaskrá og þá á grundvelli atvinnureksturs.