Fara í efni

Varðandi uppbyggingu skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk.

Málsnúmer 201811063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Arna Védís, Guðrún María og Karólína Hildur senda inn erindi varðandi uppbyggingu skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk. Þeim finnst mikilvægt að hafa skíðasvæði í sveitarfélögum og telja þörf á að bæta skíðasvæðið við Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og tekur undir efni þess. Þegar er hafin uppbygging á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk m.a. við lagningu á rafmagni, vatnsveitu og vegi, sem er lokið. Sömuleiðis þarf að huga að fráveitumálum á svæðinu en það er að hluta á vatnsverndarsvæði. Jafnframt þarf að huga að skipulagsmálum á svæðinu.

Ráðið leggur til að unnið verði þriggja, sjö og tólf ára plan sem felur í sér uppbyggingu á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Huga verður að útivist í víðum skilningi árið um kring. Gerð verði áætlun í samstarfi við áhugahóp um uppbyggingu svæðisins þar sem reynsla og þekking er mikil innan þess hóps. Nýtum þá þekkingu. Sömuleiðis verði ungu fólki og almenningi öllum gert kleift að eiga aðkomu að hugmyndavinnu fyrir svæðið til lengri tíma. Á þriggja ára áætlun verði sett færsla á núverandi skíðamannvirkjum í Skálamel og/eða Stöllum inn á umrætt svæði við Reyðarárhnjúk til að almenningur geti notið svæðisins enda samstaða um nýtingu þess sem útivistarsvæði.

Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að boða áhugafólk um uppbyggingu á svæðinu, á fund.


Fjölskylduráð - 15. fundur - 03.12.2018

Á 16. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og tekur undir efni þess. Þegar er hafin uppbygging á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk m.a. við lagningu á rafmagni, vatnsveitu og vegi, sem er lokið. Sömuleiðis þarf að huga að fráveitumálum á svæðinu en það er að hluta á vatnsverndarsvæði. Jafnframt þarf að huga að skipulagsmálum á svæðinu.

Ráðið leggur til að unnið verði þriggja, sjö og tólf ára plan sem felur í sér uppbyggingu á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Huga verður að útivist í víðum skilningi árið um kring. Gerð verði áætlun í samstarfi við áhugahóp um uppbyggingu svæðisins þar sem reynsla og þekking er mikil innan þess hóps. Nýtum þá þekkingu. Sömuleiðis verði ungu fólki og almenningi öllum gert kleift að eiga aðkomu að hugmyndavinnu fyrir svæðið til lengri tíma. Á þriggja ára áætlun verði sett færsla á núverandi skíðamannvirkjum í Skálamel og/eða Stöllum inn á umrætt svæði við Reyðarárhnjúk til að almenningur geti notið svæðisins enda samstaða um nýtingu þess sem útivistarsvæði.

Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að boða áhugafólk um uppbyggingu á svæðinu, á fund.
Fjölskylduráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða áhugafólk um uppbyggingu á útivistarsvæðinu við Reyðarárhnjúk á fund.