Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Öxarfjörður í sókn - kynning á stöðu mála
Málsnúmer 201811026Vakta málsnúmer
Charlotta Englund verkefnisstjóri kemur á fundinn og fer yfir stöðu mála.
Charlotta Englund verkefnastjóri kom og kynnti verkefnið "Öxarfjörður í sókn".
Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og minnir á að hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á vefsíðu Byggðarstofnunar undir "brothættar byggðir".
Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og minnir á að hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á vefsíðu Byggðarstofnunar undir "brothættar byggðir".
2.Fjölmenningarmál
Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer
Fjölmenningarfulltrúi kemur fyrir ráðið og kynnir það starf sem þegar hefur verið unnið og og fer yfir það sem liggur fyrir.
Huld Hafliðadóttir fjölmenningarfulltrúi kom og kynnti það starf sem hefur farið fram og fór yfir það sem er framundan, m.a. auglýsing á 50% stöðu fjölmenningarfulltrúa, viðburð í desember o.fl.
Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og vel unnin störf í fjölmenningarmálum í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og vel unnin störf í fjölmenningarmálum í sveitarfélaginu.
3.Þorrablót Kvenfélags Húsavíkur 2019
Málsnúmer 201811051Vakta málsnúmer
Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir að fá afnot af íþróttahöllinni á Húsavík án endurgjalds vegna Þorrablóts félagsins í janúar 2019.
Fjölskylduráð samþykkir ósk Kvenfélags Húsavíkinga um afnot af íþróttahöllinni á Húsavík án endurgjalds vegna Þorrablóts í janúar 2019.
4.Útilegukortið 2018 Raufarhöfn og Kópasker
Málsnúmer 201811089Vakta málsnúmer
Til kynningar er lokauppgjör vegna þátttöku í útilegukortinu 2018.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti og gerði grein fyrir lokauppgjöri vegna þátttöku Norðurþings í útilegukortinu 2018.
5.Varðandi uppbyggingu skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk.
Málsnúmer 201811063Vakta málsnúmer
Á 16. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og tekur undir efni þess. Þegar er hafin uppbygging á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk m.a. við lagningu á rafmagni, vatnsveitu og vegi, sem er lokið. Sömuleiðis þarf að huga að fráveitumálum á svæðinu en það er að hluta á vatnsverndarsvæði. Jafnframt þarf að huga að skipulagsmálum á svæðinu.
Ráðið leggur til að unnið verði þriggja, sjö og tólf ára plan sem felur í sér uppbyggingu á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Huga verður að útivist í víðum skilningi árið um kring. Gerð verði áætlun í samstarfi við áhugahóp um uppbyggingu svæðisins þar sem reynsla og þekking er mikil innan þess hóps. Nýtum þá þekkingu. Sömuleiðis verði ungu fólki og almenningi öllum gert kleift að eiga aðkomu að hugmyndavinnu fyrir svæðið til lengri tíma. Á þriggja ára áætlun verði sett færsla á núverandi skíðamannvirkjum í Skálamel og/eða Stöllum inn á umrætt svæði við Reyðarárhnjúk til að almenningur geti notið svæðisins enda samstaða um nýtingu þess sem útivistarsvæði.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að boða áhugafólk um uppbyggingu á svæðinu, á fund.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og tekur undir efni þess. Þegar er hafin uppbygging á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk m.a. við lagningu á rafmagni, vatnsveitu og vegi, sem er lokið. Sömuleiðis þarf að huga að fráveitumálum á svæðinu en það er að hluta á vatnsverndarsvæði. Jafnframt þarf að huga að skipulagsmálum á svæðinu.
Ráðið leggur til að unnið verði þriggja, sjö og tólf ára plan sem felur í sér uppbyggingu á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Huga verður að útivist í víðum skilningi árið um kring. Gerð verði áætlun í samstarfi við áhugahóp um uppbyggingu svæðisins þar sem reynsla og þekking er mikil innan þess hóps. Nýtum þá þekkingu. Sömuleiðis verði ungu fólki og almenningi öllum gert kleift að eiga aðkomu að hugmyndavinnu fyrir svæðið til lengri tíma. Á þriggja ára áætlun verði sett færsla á núverandi skíðamannvirkjum í Skálamel og/eða Stöllum inn á umrætt svæði við Reyðarárhnjúk til að almenningur geti notið svæðisins enda samstaða um nýtingu þess sem útivistarsvæði.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að boða áhugafólk um uppbyggingu á svæðinu, á fund.
Fjölskylduráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða áhugafólk um uppbyggingu á útivistarsvæðinu við Reyðarárhnjúk á fund.
6.Húsnæði fyrir tónlistarfólk.
Málsnúmer 201811061Vakta málsnúmer
Á 16. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að skapa ungu fólki aðstöðu til listsköpunar af hverju tagi og æfinga er varðar tónlistariðkun. Líkt og bréfritari kemur inn á í bréfi sínu þá tryggir sveitarfélagið einstaklingum aðstöðu til æfinga í völdum iþróttagreinum í samstarfi við Völsung.
Ráðið leggur til að Tún, nyrðri hluti, verði gerður aðgengilegur fyrir ungt fólk til listsköpunar og æfinga. Fundin verði leið til að tryggja aðgengi ungmenna að aðstöðunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til fjölskylduráðs til umfjöllunar og útfærslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að skapa ungu fólki aðstöðu til listsköpunar af hverju tagi og æfinga er varðar tónlistariðkun. Líkt og bréfritari kemur inn á í bréfi sínu þá tryggir sveitarfélagið einstaklingum aðstöðu til æfinga í völdum iþróttagreinum í samstarfi við Völsung.
Ráðið leggur til að Tún, nyrðri hluti, verði gerður aðgengilegur fyrir ungt fólk til listsköpunar og æfinga. Fundin verði leið til að tryggja aðgengi ungmenna að aðstöðunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til fjölskylduráðs til umfjöllunar og útfærslu.
Fjölskylduráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að skapa ungu fólki aðstöðu til listsköpunar af hverju tagi og æfinga er varðar tónlistariðkun.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að kanna þá húsnæðiskosti sem ræddir voru á fundinum; Tún, Verbúðir og Tónlistarskóla, ásamt því að ræða við bréfritara um mögulega nýtingu á aðstöðu og kynna fyrir ráðinu á nýju ári.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að kanna þá húsnæðiskosti sem ræddir voru á fundinum; Tún, Verbúðir og Tónlistarskóla, ásamt því að ræða við bréfritara um mögulega nýtingu á aðstöðu og kynna fyrir ráðinu á nýju ári.
7.Jökulsárhlaup - Skýrsla og ársreikningur 2017
Málsnúmer 201811109Vakta málsnúmer
Til kynningar er ársreikningur og ársskýrsla Jökulsárshlaups, félags, vegna ársins 2017.
Félagið er með styrktarsamning við Norðurþing út árið 2019.
Félagið er með styrktarsamning við Norðurþing út árið 2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti ársreikning og árskýrslu Jökulsárshlaups, félags vegna ársins 2017 samkvæmt samningi þess við Norðurþing.
Ráðið þakkar félaginu og öllum þeim sjálfboðaliðum sem koma að framkvæmd hlaupsins kærlega fyrir vel unnin störf og að gera hlaupið að veruleika.
Ráðið þakkar félaginu og öllum þeim sjálfboðaliðum sem koma að framkvæmd hlaupsins kærlega fyrir vel unnin störf og að gera hlaupið að veruleika.
8.Félagslegt leiguhúsnæði / undanþága frá reglum félagslegakerfisins
Málsnúmer 201811114Vakta málsnúmer
Umsókn um undanþágu innan félaglegs húsnæðiskerfis.
Fjölskylduráð samþykkir umsóknina.
9.Fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Málsnúmer 201810141Vakta málsnúmer
Til kynningar er dagskrá Fullveldishátíðar í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð lýsir ánægju sinni yfir veglegri dagskrá í tilefni 100 ára fullveldi Íslands og með hvernig til tókst. Ráðið þakkar þeim sem lögðu hönd á plóg.
10.Velferðarnefnd: til umsagnar 140.mál,frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks)
Málsnúmer 201811108Vakta málsnúmer
Til 140. mál frá Velferðarnefnd þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks).
Lagt fram
Fundi slitið - kl. 15:00.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-2.
Charlotta Englund verkefnastjóri "Öxarfjörður í sókn" sat fundinn undir lið 1.
Árný Yrsa Gissuradóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir lið 9.
Huld Hafliðadóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 2.