Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019
Málsnúmer 201810048
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 12. fundur - 16.10.2018
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu framkvæmdaráætlun hafnasjóðs 2019.
Drög að framkvæmdaráætlun hafnasjóðs 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 13. fundur - 23.10.2018
Fyrir fundinn liggur til samþykktar framkvæmdaáætlun hafna Norðurþings 2019
Farið yfir framkvæmdaáætlun hafna 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018
Framkvæmdaáætlun hafna Norðurþings, fyrir árið 2019, lögð fram til umræðu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir tillögu að framkvæmdaáætlun hafna Norðurþings 2019-2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 34. fundur - 04.06.2019
Hafnarstjóri leggur fram tillögu að tilfærslu fjármuna og breytingu á verkefnum á framkvæmdaáætlun 2019
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða breytingu á framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 41. fundur - 20.08.2019
Óskað er eftir tilfærslu fjármagns vegna framkvæmda á Höfnum, frá samþykktri framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilfærsluna samkv. fyrirliggjandi minnisblaði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 42. fundur - 03.09.2019
Yfirlit framkvæmda á árinu 2019 og breyting á framkvæmdaáætlun 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar yfirfærslu fjármuna í framkvæmdaáætlun hafnar til að festa kaup á bifreið.
Á fjárhagsáætlun 2019 var gert ráð fyrir 6.000.000 kr. í að klára grjótvörn á Suðurfyllingu. Ekki er þó hægt að ráðast í þá framkvæmd fyrr en lokið hefur verið við að loka fyllingunni að sunnanverðu. Er það orðið nokkuð ljóst að sú framkvæmd mun ekki ná fram að ganga á þessu ári og því mun hafnasjóður ekki ráðast í umrætt verk og er því möguleiki á að nýta þessa fjármuni í bílakaup í staðinn.
Á fjárhagsáætlun 2019 var gert ráð fyrir 6.000.000 kr. í að klára grjótvörn á Suðurfyllingu. Ekki er þó hægt að ráðast í þá framkvæmd fyrr en lokið hefur verið við að loka fyllingunni að sunnanverðu. Er það orðið nokkuð ljóst að sú framkvæmd mun ekki ná fram að ganga á þessu ári og því mun hafnasjóður ekki ráðast í umrætt verk og er því möguleiki á að nýta þessa fjármuni í bílakaup í staðinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020
Óskað er eftir tilfærslu fjármagns á framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019 að upphæð 2,3 m.kr. til að hægt sé að klára verkið. Fjárhæð þessi rúmast innan framkvæmdaáætlunarinnar og er því einungis um tilfærslu að ræða.
Fjármagn færist af verkinu - Ófyrirséður kostnaður á Bökugarði.
Fjármagn færist af verkinu - Ófyrirséður kostnaður á Bökugarði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilfærsluna.