Fara í efni

Starfsemi og aðbúnaður í skammtímavistun - Sólbrekka

Málsnúmer 201811038

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 12. fundur - 12.11.2018

Félagsmálastjóri kynnir úttekt sem Marzenna K. Cybulska, verkefnastjóri búsetu hjá Norðurþingi gerði í október 2018 um aðbúnaði notenda og starfsmanna í og við húsnæði skammtímavistunar í Sólbrekku.
Fjölskylduráð vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að hefja tafarlaust vinnu við úrbætur á aðgengi utandyra og lóð við Sólbrekku. Sem og að koma á nettengingu í herbergjum íbúa.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Fyrir liggur greining frá félagsþjónustu á endurbótum og viðhaldsþörf á Sólbrekku 28. Fjölskylduráð vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs að hefja tafarlaust vinnu við úrbætur á aðgengi utandyra og lóð við Sólbrekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir greininguna og mun horfa til hennar við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2019.