Fara í efni

Fræðslunefnd

24. fundur 11. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Karl Hreiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Soffía Helgadóttir
  • Erna Björnsdóttir
  • Örlygur Hnefill Örlygsson
  • Óli Halldórsson
  • Sif Jóhannesdóttir
  • Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Jónas Hreiðar Einarsson
  • Stefán Jón Sigurgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá

1.Tillögur samráðshóps MVS og sambandsins um aðgerðir til að auka nýliðun meðal kennara

Málsnúmer 201804074Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar tillögur samráðshóps Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir til að auka nýliðun meðal kennara, fjölga þeim og sporna gegn brotthvarfi kennara úr starfi.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að afla gagna um ástæður fyrir lengingu kennaranáms úr þremur árum í fimm og áhrif þess á fjölda kennaranema og útskrifaðra kennara.

2.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á 247. fundi byggðarráðs Norðurþings; Byggðarráð vísar lið 4 varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar.

Liður 5 úr fundargerð hverfisráðs er svohljóðandi:
Hverfisráð ítrekar skoðun sína um afstöðu til leikskóla á svæðinu. Einnig að lögð verði áhersla á að fá fagfólk til að starfa á Kópaskeri. t.d. auglýsa oftar eftir leikskólastjóra. Ákveðið að skrifa skólastjóra Öxarfjarðarskóla bréf og óska eftir upplýsingum um núverandi samstarf leikskóladeildanna tveggja.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur hverfisráðsins varðandi skort á fagmenntuðum leikskólakennurum. Fræðslunefnd óskar eftir því við hverfisráð Öxarfjarðar að fræðslufulltrúi verði boðaður á næsta fund ráðsins til umræðu um málið.

3.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201606163Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun ársins 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201710168Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun ársins 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.