Framkvæmdanefnd
Dagskrá
Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn undir liðum 1-3.
1.Skansinn á Hafnarsvæði
Málsnúmer 201709136Vakta málsnúmer
Komið hafa fram hugmyndir um að fegra Skansinn, baklóð Langaneshúss og Hvalasafnsins á Húsavík og gera umhverfið þar meira aðlaðandi en nú er.
Eignarhald svæðisins sem um ræðir skiptist á milli Norðurþings (42%), Langaneshúss (46%) og Hvalasafnsins (12%). Garðyrkjustjóri NÞ hefur komið að undirbúningi verkefnisins, en að öllum líkindum þarf hönnun útlits að fara fram af hálfu landslagsarkitekts. Skoða þarf hvaða leið er best að fara vaðandi hönnun.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða framhaldið í málinu.
Eignarhald svæðisins sem um ræðir skiptist á milli Norðurþings (42%), Langaneshúss (46%) og Hvalasafnsins (12%). Garðyrkjustjóri NÞ hefur komið að undirbúningi verkefnisins, en að öllum líkindum þarf hönnun útlits að fara fram af hálfu landslagsarkitekts. Skoða þarf hvaða leið er best að fara vaðandi hönnun.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða framhaldið í málinu.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að hönnun svæðisins í samvinnu við eigendur aðliggjandi lóða og leggja fyrir framkvæmdanefnd að því loknu.
2.Uppbygging á minningarreit um skáldkonuna "Huldu" Unni Benediktsdóttur Bjarklind.
Málsnúmer 201804078Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá áhugahópi um reit til minningar um Unni Benediktsdóttur Bjarklind, eða Huldu skáldkonu sem bjó hér á Húsavík í 30 ár.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort og þá hvar minningarreiturinn verður staðsettur.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort og þá hvar minningarreiturinn verður staðsettur.
Framkvæmdanefnd samþykkir að gerður verði minningarreitur um skáldkonuna Huldu og leggur til að hann verði við Skansinn á Húsavík.
Tekið verður tillit til þess við hönnun svæðisins.
Tekið verður tillit til þess við hönnun svæðisins.
3.Almennt um sorpmál 2018
Málsnúmer 201801145Vakta málsnúmer
Farið hafa fram viðræður við Íslenska Gámafélagið vegna framlengingar/endurnýjunar samnings vegna sorphirðu í Reykjahverfi og á Húsavík.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að móta samningsdrög vegna framlengingar sorphirðusamnins við Íslenska Gámafélagið.
4.Beiðni um kaup á íbúð
Málsnúmer 201803006Vakta málsnúmer
Endurupptaka máls varðandi sölu á húseign í eigu Norðurþings að Grundargarði 7.
Málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdanefndar, þar til félagsmálanefnd hefði fjallað um málið.
Nú liggur fyrir jákvæð afgreiðsla félagsmálanefndar varðandi sölu þessarar eignar og fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort eignin verði seld.
Málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdanefndar, þar til félagsmálanefnd hefði fjallað um málið.
Nú liggur fyrir jákvæð afgreiðsla félagsmálanefndar varðandi sölu þessarar eignar og fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort eignin verði seld.
Framkvæmdanefnd samþykkir sölu eignarinnar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá sölunni.
5.Ósk frá íbúa um framkvæmdir tengdar útivist á Kópaskeri.
Málsnúmer 201803072Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá íbúa á Kópaskeri varðandi stígagerð fyrir hlaup/göngu/hjól/línuskauta og annað tilfallandi í þá veru. Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um slíka framkvæmd.
Framkvæmdanefnd þakkar erindið og vísar málinu til Hverfisráðs Öxarfjarðar til umsagnar.
6.Eignir Íbúðalánasjóðs til útleigu fyrir sveitarfélögin.
Málsnúmer 201804051Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Íbúðarlánasjóði þar sem velt er upp þeim möguleika að sveitarfélagið taki á leigu eignir Íbúðarlánasjóðs í Norðurþingi ef þörfin er fyrir hendi.
Íbúðarlánasjóður á þrjár eignir í Norðurþingi, en þar af er ein í leigu og tvær í söluferli.
Íbúðarlánasjóður á þrjár eignir í Norðurþingi, en þar af er ein í leigu og tvær í söluferli.
Framkvæmdanefnd telur ekki þörf á að taka á leigu umræddar íbúðir Íbúðarlánasjóðs.
7.Umferðamerkingar á Húsavík og annara þéttbýlisstaða innan Norðurþings
Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga að hraðatakmörkunum innan bæjarmarka Húsavíkur. Fyrir framkvæmdanefnd liggur að samþykkja fyrirliggjandi tillögu óbreytta, eða með athugasemdum.
Framkvæmdanefnd felur Hjálmari Boga Hafliðasyni að vera fulltrúi nefndarinnar og í samstarfi við ökukennara og lögregluyfirvöld, að rýna í fyrirliggjandi drög og leggja tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.
8.Fjárhagsáætlun 2018 - Framkvæmdasvið
Málsnúmer 201710132Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu framkvæmda.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu framkvæmda.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda sem fyrirhugaðar eru og þeirra sem þegar eru hafnar.
9.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018
Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer
Á 247. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað; Byggðarráð vísar lið 4, varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar
Liður 1 undir önnur mál er svo hljóðandi: Ábending kom til Hverfisráðs frá síðustu þorrablótsnefnd um slæma aðstöðu til frágangs á borðbúnaði og þessháttar m.a. vegna skorts á loftræstingu í íþróttahúsinu.
Liður 1 undir önnur mál er svo hljóðandi: Ábending kom til Hverfisráðs frá síðustu þorrablótsnefnd um slæma aðstöðu til frágangs á borðbúnaði og þessháttar m.a. vegna skorts á loftræstingu í íþróttahúsinu.
Framkvæmdanefnd þakkar Hverfisráði Öxarfjarðar fyrir ábendinguna.
10.Styrkvegir 2018
Málsnúmer 201710002Vakta málsnúmer
Nú þegar liggja fyrir þrjár umsóknir um styrki frá Vegagerðinni til viðhalds svokallaðra styrkvega fyrir árið 2018.
Er þar um að ræða umsóknir vegna Búrfellsheiðarvegar, veginn um Forvöð og vegslóða í landi Þverár Reykjahverfi.
Fyrir liggur erindi frá ábúendum Undrveggs og Hlíðargerðis í Kelduhverfi um umsókn um styrk til vegar frá Tóvegg að Undirvegg, vegur sem er 3 km að lengd í mjög slæmu standi og þarfnast viðhalds. Þessi vegur er að jörðum þar sem ekki er lengur heilsárs búseta og er hann notaður af sauðfjárbændum, sem reiðleið og einnig af ferðamönnum.
Er þar um að ræða umsóknir vegna Búrfellsheiðarvegar, veginn um Forvöð og vegslóða í landi Þverár Reykjahverfi.
Fyrir liggur erindi frá ábúendum Undrveggs og Hlíðargerðis í Kelduhverfi um umsókn um styrk til vegar frá Tóvegg að Undirvegg, vegur sem er 3 km að lengd í mjög slæmu standi og þarfnast viðhalds. Þessi vegur er að jörðum þar sem ekki er lengur heilsárs búseta og er hann notaður af sauðfjárbændum, sem reiðleið og einnig af ferðamönnum.
Framkvæmdanefnd samþykkir að bæta við umsókn um viðhald styrkvega til Vegagerðarinnar fyrir veginn milli Tóveggs og Undirveggs fyrir árið 2018.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá umsókninni.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá umsókninni.
Fundi slitið - kl. 18:15.