Beiðni um kaup á íbúð
Málsnúmer 201803006
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018
Íbúar leiguíbúðar að Grundargarði 7 hafa lýst yfir áhuga á að festa kaup á eigninni.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort gengið verði til viðræðna við umrædda leigjendur um sölu eignarinnar og þá hvort það verði gert á sömu forsendum og gert var við sölu eigna sveitarfélagsins á síðasta ári.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort gengið verði til viðræðna við umrædda leigjendur um sölu eignarinnar og þá hvort það verði gert á sömu forsendum og gert var við sölu eigna sveitarfélagsins á síðasta ári.
Framkvæmdanefnd frestar málinu til næsta fundar.
Félagsmálanefnd - 19. fundur - 15.03.2018
Beiðni um að taka mál á dagskrá með afbrigðum.
Leigjandi óskar eftir að kaupa íbúð.
Leigjandi óskar eftir að kaupa íbúð.
Nefndin leggur til við framkvæmdanefnd að beiðni leigjanda um kaup á íbúðinni verði samþykkt.
Framkvæmdanefnd - 27. fundur - 11.04.2018
Endurupptaka máls varðandi sölu á húseign í eigu Norðurþings að Grundargarði 7.
Málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdanefndar, þar til félagsmálanefnd hefði fjallað um málið.
Nú liggur fyrir jákvæð afgreiðsla félagsmálanefndar varðandi sölu þessarar eignar og fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort eignin verði seld.
Málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdanefndar, þar til félagsmálanefnd hefði fjallað um málið.
Nú liggur fyrir jákvæð afgreiðsla félagsmálanefndar varðandi sölu þessarar eignar og fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort eignin verði seld.
Framkvæmdanefnd samþykkir sölu eignarinnar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá sölunni.