Fara í efni

Félagsmálanefnd

19. fundur 15. mars 2018 kl. 16:15 - 17:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Svava Hlín Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Róbert Ragnarsson félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson Settur félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður bauð Svövu Hlín Arnarsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í félagsmálanefnd.

1.Samningur um félagsþjónustu í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 201801111Vakta málsnúmer

Drög að nýjum samningi milli sveitarfélaganna kynnt.
Nefndin vísar drögunum til umfjöllunar í byggðaráði.

2.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

Málsnúmer 201612060Vakta málsnúmer

Drög að Minnisblaði um uppbyggingu íbúða fyrir fólk með fötlun lagt fram.
Nefndin lýsir ánægju sinni með þá framtíðarsýn sem lýst er í minnisblaðinu og vísar því til umræðu í byggðaráði.

3.Frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna

Málsnúmer 201711077Vakta málsnúmer

Minnisblað íþrótta-og æskulýðsfulltrúa, félagsmálastjóra og verkefnastjóra virkni lagt fram.

Nefndin lýsir ánægju sinni með uppleggið í minnisblaðinu og óskar eftir nánari útfærslu og kostnaðarmati fyrir næsta fund.

4.Félagsleg heimaþjónusta: Gjaldskrá 2018

Málsnúmer 201802056Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu árið 2018 lögð fram.
Nefndin samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Beiðni um kaup á íbúð

Málsnúmer 201803006Vakta málsnúmer

Beiðni um að taka mál á dagskrá með afbrigðum.
Leigjandi óskar eftir að kaupa íbúð.
Nefndin leggur til við framkvæmdanefnd að beiðni leigjanda um kaup á íbúðinni verði samþykkt.

6.Endurskoðun leiguverðs - Sambýli Norðurþings

Málsnúmer 201803038Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingum á ákvörðun leiguverðs
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu byggðaráðs.

7.Boðsbréf CEMR á ráðstefnu fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn um málefni jafnréttis-innflytjenda-og mannréttindamála

Málsnúmer 201803001Vakta málsnúmer

Bréfið er lagt fram.

8.Velferðarnefnd - 9. mál: umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)

Málsnúmer 201802029Vakta málsnúmer

Lagt fram.

9.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 42. mál - frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn)

Málsnúmer 201802090Vakta málsnúmer

Lagt fram.

10.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 133. mál - frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi)

Málsnúmer 201802093Vakta málsnúmer

Lagt fram.

11.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar 128. mál -lög um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu)

Málsnúmer 201802094Vakta málsnúmer

Lagt fram.

12.Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar 90.mál - tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum

Málsnúmer 201802134Vakta málsnúmer

Lagt fram.

13.Velferðarnefnd: Til umsagnar 178. mál, til umsagnar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum)

Málsnúmer 201803035Vakta málsnúmer

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.