Fara í efni

Endurskoðun leiguverðs - Sambýli Norðurþings

Málsnúmer 201803038

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018

Fyrir liggur endurskoðun á leiguverði vegna Sólbrekku 28 og Pálsgarðs 2 þar sem leigutekjur standa ekki undir rekstri þessara eigna.
Núverandi leiga er fast verð á herbergi óháð stærð þess.
Þar sem herbergin eru mörg hver mismunandi að stærð, þá mátu verkefnastjóri framkvæmdasviðs, settur félagsmálastjóri og verkefnastjóri búsetu að betra væri að miða leiguverð við fermetrafjölda ásamt hluta í sameign. Leigan væri þá sanngjarnari fyrir vikið í tilfelli hvers leigutaka.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á tilhögun leiguverðs með þeim hætti sem lagt er til og hvort samþykkt sé að hækka leiguverð þjónusturýma í tengslum við þessa þjónustu svo hægt verði að sinna lögbundnu viðhaldi eignanna.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gjaldskrá með fyrirvara um jákvæða afstöðu til málsins á fundi félagsmálanefndar.
Í staðinn fyrir fast leiguverð pr. herbergi, verði leiguverð ákvarðað m.t.t. stærðar herbergis ásamt hlutdeild í sameign.
Um er að ræða talsverða hækkun á leiguverði og þess vegna er mikilvægt að benda leigjendum á að nýta sér húsaleigubætur.
Ef húsaleigubætur eru nýttar er raunhækkun leiguverðs óveruleg.

Félagsmálanefnd - 19. fundur - 15.03.2018

Tillaga að breytingum á ákvörðun leiguverðs
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu byggðaráðs.

Sveitarstjórn Norðurþings - 79. fundur - 20.03.2018

Á 26. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gjaldskrá með fyrirvara um jákvæða afstöðu til málsins á fundi félagsmálanefndar.
Í staðinn fyrir fast leiguverð pr. herbergi, verði leiguverð ákvarðað m.t.t. stærðar herbergis ásamt hlutdeild í sameign.
Um er að ræða talsverða hækkun á leiguverði og þess vegna er mikilvægt að benda leigjendum á að nýta sér húsaleigubætur.
Ef húsaleigubætur eru nýttar er raunhækkun leiguverðs óveruleg.


Á 19. fundi félagsmálanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu byggðaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá sambýla Norðurþings.