Fara í efni

Fjölskylduráð

14. fundur 26. nóvember 2018 kl. 13:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 4-8.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 9 og 10

1.Skyldur sveitarstjórna samkvæmt jafnréttislögum.

Málsnúmer 201806005Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir skyldum sveitarstjórna samkvæmt jafnréttislögum.
Formaður fjölskylduráðs kynnti fyrir ráðinu bréf frá Jafnréttisstofu sem vill minna sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaga.

2.Velferðarnefnd Alþingis, til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40.mál.

Málsnúmer 201811077Vakta málsnúmer

Lagt fyrir fjölskyludráð til kynningar.
Erindi lagt fram.

3.Málefni félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis - uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 201811052Vakta málsnúmer

Á 272. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Meirihluti byggðarráðs frestar afgreiðslu tillögunnar og vísar henni til umræðu í fjölskylduráði.


Bergur Elías og Guðbjartur Ellert óska bókað,
Það er miður að meirihlutinn geti ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu til að styrkja rekstur húsnæðisaðstöðu félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis á þessum fundi. Málið verður tekið upp aftur og er það okkar von að tillagan verði að lokum samþykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum.
Tillögu Bergs Elíasar og Guðbjarts Ellerts er hafnað með atkvæðum Helenu Eydísar Ingólfsdóttur, Benónýs Vals Jakobssonar og Guðmundar Halldórssonar.
Hrund Ásgeirsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.

4.Kynning á Tröppu Þjónusta ehf.

Málsnúmer 201810033Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til áframhaldandi umfjöllunar kynningu á starfsemi Tröppu og hvort semja eigi við fyrirtækið um skólaþjónustu.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að fela fræðslufulltrúa að hefja viðræður við fyrirtækið Tröppu ehf. um skólaþjónustu.

5.Akstur leikskólabarna í Norðurþingi

Málsnúmer 201808061Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um tillögu fulltrúa B lista um að vilji foreldra leikskólabarna í Reykjahverfi verði kannaður til að nýta þá þjónustu. Í framhaldi að semja við þjónustuaðila sem sjá um skólaakstur á leikskólabörnum annarsvegar í Reykjahverfi og hinsvegar á starfssvæði Öxarfjarðarskóla ef til kemur.
Fjölskylduráð telur ekki fært að svo stöddu að hefja akstur leikskólabarna í Reykjahverfi og á starfsvæði Öxarfjarðarskóla. En í ljósi þess að einhver áhugi er fyrir hendi hjá foreldrum leikskólabarna er fræðslufulltrúa falið að kanna málið frekar meðal þjónustuaðila.
Önnur mál hafa fléttast inn í umræðuna, s.s. samvera grunnskólabarna og því telur fjölskylduráð að málið sé byggðartengt og vísar því til umræðu í byggðaráði.


6.Tillaga um spjaldtölvukaup

Málsnúmer 201809110Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um tillögu fulltrúa B lista um spjaldtölvukaup.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, Benóný Valur Jakobsson og Guðmundur Halldór Halldórsson greiddu atkvæði á móti tillögunni. Bylgja Steingrímsdóttir og Hrund Ásgeirsdóttir samþykktu tillöguna.

Helena, Benóný og Guðmundur leggja til að tillögur stjórnenda skóla Norðurþings varðandi kaup á spjaldtölvum eins og þær birtast í fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktar.
Jafnframt leggja þau áherslu á að við gerð skólastefnu Norðurþings sem er framundan verði tekin ákvörðun um þróun skólanna varðandi innleiðingu tækni í kennslu og kaup á tækjum og búnaði til samræmis við þá stefnu.

7.Skólaþjónusta Norðurþings - Aukning starfshlutfalls sálfræðinga.

Málsnúmer 201806108Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð tekur aftur til umfjöllunar aukningu hlutfalls sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Málið var áður á dagskrá á fundi fjölskylduráðs 25. júní sl. og var afgreiðslu þess þá frestað. Ráðið telur ekki tímabært að auka við starfshlutfall sálfræðinga þar sem gera má ráð fyrir endurskoðun á starfsemi Skólaþjónustu Norðurþings m.a. vegna hugsanlegs samstarfs við Tröppu og að starfsmannahald verði endurskoðað í heild sinni samhliða því.

8.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810022Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagáætlun fræðslusviðs 2019.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun fræðslusviðs og vísar henni til byggðarráðs.

9.Samningur um rekstur Bókasafna Norðurþings.

Málsnúmer 201811047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kynning á samningi við Menningarmiðstöð Þingeyinga um rekstur Bókasafna Norðurþings.
Íþrótta- tómstundafulltrúi kynnti gildandi samning Norðurþings við Menningarmiðstöð Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings.

10.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2019

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Á 6. fundi hverfisráðs Öxarfjarðar 23.10.2018 var eftirfarandi bókað:

8. Tillaga Norðurþings um ærslabelg á Kópaskeri
Óskað er eftir að hverfisráð komi með hugmynd að staðsetningu ærslabelgs. Hverfisráð leggur til að hafa hann við Leikskólann.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu Hverfisráðs Öxarfjarðar um staðsetningu ærslabelgjar við leikskólann á Kópaskeri.

Fundi slitið - kl. 15:50.