Tillaga um spjaldtölvukaup
Málsnúmer 201809110
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 7. fundur - 01.10.2018
Fyrir fjölskylduráði liggur tillaga frá fulltrúum B-lista um spjaldtölvukaup fyrir alla grunnskólanemendur í Norðurþingi.
Fjölskylduráð - 11. fundur - 05.11.2018
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir umræða um tillögu frá fulltrúum B - lista um spjaldtölvukaup fyrir grunnskólanemendur í 4. - 10. bekk í grunnskólum Norðurþings.
Stjórnendur skóla Norðurþings og fjölskylduráð ræddu saman um tillögu frá fulltrúum B - lista um spjaldtölvukaup fyrir nemendur í 4.- 10. bekk í grunnskólum Norðurþings.
Verði af spjaldtölvukaupum fyrir skóla Norðurþings eru aðilar sammála um að vanda verði til innleiðingar á notkun þeirra og að notkun mundi hefjast í 1.bekk í stað 4.bekkjar.
Fjölskylduráð þakkar stjórnendum fyrir góðar umræður.
Verði af spjaldtölvukaupum fyrir skóla Norðurþings eru aðilar sammála um að vanda verði til innleiðingar á notkun þeirra og að notkun mundi hefjast í 1.bekk í stað 4.bekkjar.
Fjölskylduráð þakkar stjórnendum fyrir góðar umræður.
Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um tillögu fulltrúa B lista um spjaldtölvukaup.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, Benóný Valur Jakobsson og Guðmundur Halldór Halldórsson greiddu atkvæði á móti tillögunni. Bylgja Steingrímsdóttir og Hrund Ásgeirsdóttir samþykktu tillöguna.
Helena, Benóný og Guðmundur leggja til að tillögur stjórnenda skóla Norðurþings varðandi kaup á spjaldtölvum eins og þær birtast í fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktar.
Jafnframt leggja þau áherslu á að við gerð skólastefnu Norðurþings sem er framundan verði tekin ákvörðun um þróun skólanna varðandi innleiðingu tækni í kennslu og kaup á tækjum og búnaði til samræmis við þá stefnu.
Helena, Benóný og Guðmundur leggja til að tillögur stjórnenda skóla Norðurþings varðandi kaup á spjaldtölvum eins og þær birtast í fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktar.
Jafnframt leggja þau áherslu á að við gerð skólastefnu Norðurþings sem er framundan verði tekin ákvörðun um þróun skólanna varðandi innleiðingu tækni í kennslu og kaup á tækjum og búnaði til samræmis við þá stefnu.
Fræðslufulltrúa falið að boða skólastjórnendur á fund fjölskylduráðs.