Fara í efni

Kynning á Tröppu Þjónusta ehf.

Málsnúmer 201810033

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 9. fundur - 22.10.2018

Kristrún Lind Birgisdóttir kynnir fyrir fjölskylduráði starfsemi Tröppu þjónustu, þjálfun og ráðgjöf. Trappa býður upp á almennan lögbundinn stuðning við starfsemi leik - og grunnskóla og starfsfólks þeirra auk þess að bjóða upp á talmeinaþjónustu og námskeið fyrir kjörna fulltrúa í skólanefnd sem og sveitarstjórnarfólki almennt.
Fjölskylduráð þakkar Kristrúnu kynninguna á starfsemi og þjónustu Tröppu.
Fjölskylduráð leggur til að ráðinu og sveitarstjórnarfulltrúum verði boðið á námskeið Tröppu fyrir kjörna fulltrúa í skólanefnd. Fræðslufulltrúa er falið að kanna kostnað og tímasetja námskeiðið.

Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018

Fjölskylduráð hefur til áframhaldandi umfjöllunar kynningu á starfsemi Tröppu og hvort semja eigi við fyrirtækið um skólaþjónustu.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að fela fræðslufulltrúa að hefja viðræður við fyrirtækið Tröppu ehf. um skólaþjónustu.