Kynning á Tröppu Þjónusta ehf.
Málsnúmer 201810033
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 9. fundur - 22.10.2018
Kristrún Lind Birgisdóttir kynnir fyrir fjölskylduráði starfsemi Tröppu þjónustu, þjálfun og ráðgjöf. Trappa býður upp á almennan lögbundinn stuðning við starfsemi leik - og grunnskóla og starfsfólks þeirra auk þess að bjóða upp á talmeinaþjónustu og námskeið fyrir kjörna fulltrúa í skólanefnd sem og sveitarstjórnarfólki almennt.
Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018
Fjölskylduráð hefur til áframhaldandi umfjöllunar kynningu á starfsemi Tröppu og hvort semja eigi við fyrirtækið um skólaþjónustu.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að fela fræðslufulltrúa að hefja viðræður við fyrirtækið Tröppu ehf. um skólaþjónustu.
Fjölskylduráð leggur til að ráðinu og sveitarstjórnarfulltrúum verði boðið á námskeið Tröppu fyrir kjörna fulltrúa í skólanefnd. Fræðslufulltrúa er falið að kanna kostnað og tímasetja námskeiðið.