Skólaþjónusta Norðurþings - Aukning starfshlutfalls sálfræðinga.
Málsnúmer 201806108
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 1. fundur - 25.06.2018
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar aukningu hlutfalls sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Fræðslufulltrúi kynnti málið. Ráðið samþykkti að fresta afgreiðslu málsins.
Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018
Fjölskylduráð tekur aftur til umfjöllunar aukningu hlutfalls sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Málið var áður á dagskrá á fundi fjölskylduráðs 25. júní sl. og var afgreiðslu þess þá frestað. Ráðið telur ekki tímabært að auka við starfshlutfall sálfræðinga þar sem gera má ráð fyrir endurskoðun á starfsemi Skólaþjónustu Norðurþings m.a. vegna hugsanlegs samstarfs við Tröppu og að starfsmannahald verði endurskoðað í heild sinni samhliða því.
Fjölskylduráð - 35. fundur - 03.06.2019
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfshlutfall sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að afla frekari gagna og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.
Fjölskylduráð - 36. fundur - 11.06.2019
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um aukningu starfshlutfalls sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Í ljósi afgreiðslu fyrr á þessum fundi um Herningsmódelið (mál nr. 6) mun sú aukning sem hér er óskað eftir (15% starfshlutfall)falla inn í þann viðauka.