Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Samþykktir Norðurþings 2018
Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna ítarlegri úrvinnslu á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað og miðar m.a. að aukinni skilvirkni og fækkun nefnda í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
2.Samingur milli rískissjóðs og Norðurþing um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í Brú lífeyrissjóði vegna dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hvamms
Málsnúmer 201712137Vakta málsnúmer
Í samræmi við samkomulag fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. október 2016 hefur farið fram uppgjör við Brú lífeyrissjóð á skuldbindingu sveitarfélagsins vegna dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hvamms.
Byggðarráð veitir sveitarstjóra umboð til þess að undirrita samninginn.
Byggðarráð veitir sveitarstjóra umboð til þess að undirrita samninginn.
3.Bréf frá íbúum við Garðarsbraut 44 um óviðunandi ástand á og við lóð Gríms ehf
Málsnúmer 201801003Vakta málsnúmer
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Fyrir liggur að eigendur Gríms ehf. hafa tekið upp viðræður við sveitarfélagið um nýja lóð undir strafsemi fyrirtækisins. Þeim viðræðum verður áframhaldið.
4.Staða landsbyggða í Evrópu - þróun og ábendingar um stefnumótun og úrræði
Málsnúmer 201801006Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
5.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017
Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Öxarfjarðar góðar ábendingar. Byggðarráð vísar dagskráliðum fundarsins áfram til afgreiðslu hjá viðeigandi nefndum.
6.Stórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Til umsagnar 40. mál, frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
Málsnúmer 201712150Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
7.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 11. mál, frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga (fasteignasjóður).
Málsnúmer 201712161Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:00.