Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

80. fundur 24. apríl 2018 kl. 16:15 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson Forseti
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson 1. varaforseti
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdanefnd - 27

Málsnúmer 1804001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 27. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

2.Hafnanefnd - 23

Málsnúmer 1804004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 23. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

3.Byggðarráð Norðurþings - 249

Málsnúmer 1804011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 249. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Uppfærsla á skipuriti Norðurþings": Gunnlaugur og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 27

Málsnúmer 1804003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 27. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Deiliskipulag skíðasvæðis": Stefán, Soffía og Kjartan.

Fundargerðin er lögð fram.

5.Æskulýðs- og menningarnefnd - 21

Málsnúmer 1804010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 21. fundar æskulýðs- og menningarnefnd Norðurþings.
Til máls tók undir lið 14 "Völsungur - samningamál 2018": Gunnlaugur.

Fundargerðin er lögð fram.

6.Félagsmálanefnd - 20

Málsnúmer 1804009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 20. fundar félagsmálanefnd Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

7.Byggðarráð Norðurþings - 248

Málsnúmer 1804008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 248. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Ísland ljóstengt": Olga.


Fundargerðin er lögð fram.

8.Orkuveita Húsavíkur ohf - 177

Málsnúmer 1804007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 176. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.

9.Orkuveita Húsavíkur ohf - 176

Málsnúmer 1804006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 176. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tóku undir lið 4 "Aðalfundur OH 2018 - Kjör stjórnar": Gunnlaugur og Sif.


Fundargerðin er lögð fram.

10.Orkuveita Húsavíkur ohf - 175

Málsnúmer 1804005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 175. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Ársreikningur 2017

Málsnúmer 201804151Vakta málsnúmer

Á 249. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Kristján, Stefán, Gunnlaugur, Örlygur og Olga.

Meirihluti sveitarjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:

"Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings lýsir mikilli ánægju með ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Allir meginmælikvarðar á rekstur og efnahag sýna afgerandi jákvæða þróun. Skuldahlutfall A-hluta er nú komið niður í 106% og samstæðunnar í heild 127% og lækkar enn frá fyrra ári. Í tvö ár í röð hefur skuldahlutfall Norðurþings því mælst verulega undir viðmiði eftirlitsnefndar sveitarfélaga (150%). Rekstrarafkoma A-hluta er jákvæð um 236 m.kr. og samstæðunnar í heild um 342 m.kr. Þessi niðurstaða næst þrátt fyrir að enn hafi bæst við háar upphæðir í lífeyrisskuldbindingu og fjárfestingarþörf verið mikil í tengslum við innviði atvinnuuppbyggingar. Skýringar á þessari góðu niðurstöðu í rekstri Norðurþings eru margar, bæði ytri og innri aðstæður verið okkur hagfelldar. Vel hefur gengið að ná utan um rekstur sveitarfélagsins. Þær hagræðingaraðgerðir sem innleiddar hafa verið fyrr á kjörtímabilinu skila sér í rekstrinum á þessu ári. Vel hefur gengið að halda utan um íbúaskráningu og gott samstarf verið byggt upp við stéttarfélögin og atvinnurekendur á svæðinu um þau mál, sem skilar sér í hækkun útsvarstekna. Þá hafa ytri aðstæður verið hagfelldar að ýmsu leyti. Atvinnuvegirnir fjárfest og aukið umsvif, sem hefur aukið tekjur, ekki síst ferðaþjónustan og atvinnustarfsemi á Bakka. Ársreikningurinn sýnir mikinn viðsnúning í rekstri Norðurþings og endurspeglar þann mikla árangur sem náðst hefur í rekstri á kjörtímabilinu. Meirihluti sveitarstjórnar vill færa sveitarstjóra og öðru starfsfólki Norðurþings í öllum deildum og sviðum, þakkir fyrir árangur í rekstri sveitarfélagsins. Mannauður sveitarfélagsins er forsenda árangurs í rekstrinum.

Örlygur, Olga, Stefán, Sif og Kolbrún Ada."


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Norðurþings til seinni umræðu.

12.Fræðslunefnd - 24

Málsnúmer 1802007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 24. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

13.Byggðarráð Norðurþings - 247

Málsnúmer 1804002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 247. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

14.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

15.Samningur um félagsþjónustu í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 201801111Vakta málsnúmer

Á 247. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi samning og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tók: Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.

16.Vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa

Málsnúmer 201703047Vakta málsnúmer

Á 27. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnureglurnar frá 21. mars 2017 verði áfram til viðmiðunar vegna umsagna um rekstrarleyfi til sölu gistingar þar til annað verður ákveðið.
Til máls tóku: Sif, Kjartan, Olga og Örlygur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

17.Deiliskipulag Núpsmýri í Öxarfirði

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Á 27. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Nefndin hefur skoðað framlagða skipulags- og matslýsingu og telur að hún falli að ramma aðalskipulags fyrir I3. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

18.Hækkun gjaldskrár Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

Málsnúmer 201804123Vakta málsnúmer

Á fundi í stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf 10. apríl sl . var eftirfarandi bókun samþykkt. „Stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf samþykkir tillögu um hækkun gjaldskrá veitunnar um 2,25% frá gildandi gjaldskrá, er það í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs frá 1. apríl 2017 til 1. apríl 2018“ Samkv. 3. grein reglugerðar nr 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga. Síðasta gjaldskrárbreyting tók gildi 1. júní 2017

Á 249. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

19.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram athugasemdir og leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um endanlega afgreiðslu á ný-samþykktum samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings.

Á 249. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tók: Kristján

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktir um breytingar á samþykktum Norðurþings.

20.Bókun vegna uppgjörs á rekstri Leigufélagsins Hvamms

Málsnúmer 201804218Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá stjórn Leigufélagsins Hvamms ehf. um að Norðurþing lýsi því yfir að eigendur muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.
Til máls tók: Örlygur.

Örlygur lagði fram eftirfarandi bókun:

"Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2018
verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2017 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um 45,9 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 26,21% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,24. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2018).

Þess er því óskað að eigendur félasins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.

Stjórnendur félagsins munu á núverandi rekstrarári áfram leita leiða til þess að finna lausn á viðvarandi taprekstri félagsins"


Sveitarstjórn samþykkir að styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár.

Fundi slitið - kl. 18:45.