Vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa
Málsnúmer 201703047
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 14. fundur - 14.03.2017
Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1277/2016 veitir sýslumaður rekstrarleyfi vegna gististaða í flokki II - IV. Skv. 26. gr. reglugerðarinnar skal sýslumaður senda umsókn ásamt fullnægjandi gögnum til hlutaðeigandi sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits og lögreglu. Umsagnir þessara aðila eru bindandi og skulu veittar eigi síðar en 45 dögum frá móttöku erindis leyfisveitanda þar að lútandi. Berist umsagnir ekki innan þess frest er leyfisveitanda heimilt að gefa út leyfi.
Í grein 6.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 segir sem svo um landnotkunarflokkinn "íbúðarbyggð": Svæði fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins.
Í kafla 24.3.4 um íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 segir: Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum eða annari starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð.
Bæði skipulagsreglugerð og aðalskipulag gera því ráð fyrir tiltekinni atvinnustarfsemi í íbúðarbyggð. Skilyrði eru m.a. að atvinnustarfsemin samrýmist búsetu og sé ekki líkleg til að valda nágrönnum óeðlilega miklum óþægindum.
Í grein 6.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 segir sem svo um landnotkunarflokkinn "íbúðarbyggð": Svæði fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins.
Í kafla 24.3.4 um íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 segir: Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum eða annari starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð.
Bæði skipulagsreglugerð og aðalskipulag gera því ráð fyrir tiltekinni atvinnustarfsemi í íbúðarbyggð. Skilyrði eru m.a. að atvinnustarfsemin samrýmist búsetu og sé ekki líkleg til að valda nágrönnum óeðlilega miklum óþægindum.
Sveitarstjórn Norðurþings - 66. fundur - 21.03.2017
Á 14. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrst um sinn verði eftirfarandi vinnureglur lagðar til grundvallar veitinga umsagna vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar: 1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi. Undantekningar eru eftirfarandi: a. Gisting í heimahúsi gistisöluaðila fyrir allt að 5 einstaklinga. Jákvæð umsögn er háð ábúð rekstraraðila og nægilegum fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Rekstraraðili þarf í umsókn að gera skýra grein fyrir því hversu stór hluti hússins verði notaður til gistisölu og eingöngu er heimilt að selja gistingu í íbúðarherbergjum samkvæmt samþykktum teikningum. b. Þar sem ekki verður séð að þörf sé fyrir húsnæðið til íbúðarnota og sýnt hafi verið fram á að gistisala sé í sátt við næstu nágranna. 2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Vegna umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis vegna sölu gistingar í fjölbýlishúsi verði kallað eftir umsögn húsfélags innan hússins. 3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. 4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði. Byggingarfulltrúa er falið að veita umsagnir til sýslumanns skv. framangreindum reglum. Með þessum reglum þessum falli út vinnureglur sem nefndin setti sér í október 2016. Vinnureglur þessar verði teknar til endurskoðunar í lok þessa árs. "
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrst um sinn verði eftirfarandi vinnureglur lagðar til grundvallar veitinga umsagna vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar: 1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi. Undantekningar eru eftirfarandi: a. Gisting í heimahúsi gistisöluaðila fyrir allt að 5 einstaklinga. Jákvæð umsögn er háð ábúð rekstraraðila og nægilegum fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Rekstraraðili þarf í umsókn að gera skýra grein fyrir því hversu stór hluti hússins verði notaður til gistisölu og eingöngu er heimilt að selja gistingu í íbúðarherbergjum samkvæmt samþykktum teikningum. b. Þar sem ekki verður séð að þörf sé fyrir húsnæðið til íbúðarnota og sýnt hafi verið fram á að gistisala sé í sátt við næstu nágranna. 2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Vegna umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis vegna sölu gistingar í fjölbýlishúsi verði kallað eftir umsögn húsfélags innan hússins. 3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. 4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði. Byggingarfulltrúa er falið að veita umsagnir til sýslumanns skv. framangreindum reglum. Með þessum reglum þessum falli út vinnureglur sem nefndin setti sér í október 2016. Vinnureglur þessar verði teknar til endurskoðunar í lok þessa árs. "
Til máls tóku: Sif, Kjartan, Jónas, Hjálmar, Óli og Örlygur.
Fyrirliggjandi vinnureglur samþykktar með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns Jóns, Örlygs og Sifjar. Kjartan Páll og Jónas greiða atkvæði á móti, Gunnlaugur og Hjálmar Bogi sitja hjá.
Óli Halldórsson lagði fram eftirfarandi tillögu að viðbót við vinnureglur.
"5. Að umsagnir vegna rekstrarleyfa verði fullafgreiddar í skipulags- og umhverfisnefnd samkvæmt þessum vinnureglum. Þannig fari umsagnarbeiðnir ekki inn í byggðarráð eins og verið hefur."
Samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns Jóns, Sifjar, Örlygs, Jónasar og Kjartans. Gunnlaugur og Hjálmar greiða ekki atkvæði.
Fyrirliggjandi vinnureglur samþykktar með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns Jóns, Örlygs og Sifjar. Kjartan Páll og Jónas greiða atkvæði á móti, Gunnlaugur og Hjálmar Bogi sitja hjá.
Óli Halldórsson lagði fram eftirfarandi tillögu að viðbót við vinnureglur.
"5. Að umsagnir vegna rekstrarleyfa verði fullafgreiddar í skipulags- og umhverfisnefnd samkvæmt þessum vinnureglum. Þannig fari umsagnarbeiðnir ekki inn í byggðarráð eins og verið hefur."
Samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns Jóns, Sifjar, Örlygs, Jónasar og Kjartans. Gunnlaugur og Hjálmar greiða ekki atkvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 27. fundur - 17.04.2018
Á 66. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 21. mars 2017 voru samþykktar vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar í Norðurþingi. Á þeim tíma var horft til þess að reglurnar yrðu endurskoðaðar í árslok 2017.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnureglurnar frá 21. mars 2017 verði áfram til viðmiðunar vegna umsagna um rekstrarleyfi til sölu gistingar þar til annað verður ákveðið.
Sveitarstjórn Norðurþings - 80. fundur - 24.04.2018
Á 27. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnureglurnar frá 21. mars 2017 verði áfram til viðmiðunar vegna umsagna um rekstrarleyfi til sölu gistingar þar til annað verður ákveðið.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnureglurnar frá 21. mars 2017 verði áfram til viðmiðunar vegna umsagna um rekstrarleyfi til sölu gistingar þar til annað verður ákveðið.
Til máls tóku: Sif, Kjartan, Olga og Örlygur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi. Undantekningar eru eftirfarandi:
a. Gisting í heimahúsi gistisöluaðila fyrir allt að 5 einstaklinga. Jákvæð umsögn er háð ábúð rekstraraðila og nægilegum fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Rekstraraðili þarf í umsókn að gera skýra grein fyrir því hversu stór hluti hússins verði notaður til gistisölu og eingöngu er heimilt að selja gistingu í íbúðarherbergjum samkvæmt samþykktum teikningum.
b. Þar sem ekki verður séð að þörf sé fyrir húsnæðið til íbúðarnota og sýnt hafi verið fram á að gistisala sé í sátt við næstu nágranna.
2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Vegna umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis vegna sölu gistingar í fjölbýlishúsi verði kallað eftir umsögn húsfélags innan hússins.
3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.
4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði.
Byggingarfulltrúa er falið að veita umsagnir til sýslumanns skv. framangreindum reglum.
Með þessum reglum þessum falli út vinnureglur sem nefndin setti sér í október 2016. Vinnureglur þessar verði teknar til endurskoðunar í lok þessa árs.