Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Samþykktir Norðurþings 2018
Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Umræðunni verður haldið áfram á næsta fundi byggðarráðs.
2.Samningar um samstarf sveitarfélaga
Málsnúmer 201801174Vakta málsnúmer
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Jafnframt er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Óskað er eftir að upplýsingarnar berist eigi síðar en 1. mars.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu. Umræðu um álit sveitarstjórnar á endurskoðun sveitarstjórnarlaga vísað til sveitarstjórnar.
3.Samráðslýðræði
Málsnúmer 201801187Vakta málsnúmer
Borist hefur tilboð í uppsetningu á upphafspakka vegna opins hugbúnaðar fyrir samráðsferla og samráðslýðræði. Í pakkanum felst stofnun og grunnuppsetning vefsins, ráðgjöf við innleiðingu og kynning á lýðræðislegum hliðum verkefnisins ásamt kennslu í stjórnun vefsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið og eftir atvikum að kynna aftur fyrir byggðarráði.
4.#metoo - áherslur í samningagerð við félagastarfsemi Norðurþings
Málsnúmer 201802001Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að Norðurþing fjármagnar margþætta íþrótta- og æskulýðsstarfsemi innan sveitarfélagsins. Þessi fjármögnun fer fram að miklu leyti í gegnum fjárveitingar sem bundnar eru samningum við félög. Þjóðfélagsumræða undanfarið hefur dregið athygli að nauðsyn þess að í slíku starfi sé hagsmuna barna og ungmenna gætt í hvívetna.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fjárveitingar í samningum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, verði háðar því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlun með skýrri aðgerðaráætlun. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Á þessum grunni verði tryggt í samningum að forvarnamálum og viðbragðsáætlunum gagnvart börnum og ungmennum verði stýrt af fagfólki. Fjölskyldusvið Norðurþings verði til samráðs og ráðgjafar eftir atvikum og hafi eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.
5.Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 2018
Málsnúmer 201801197Vakta málsnúmer
Óskað hefur verið eftir styrk vegna Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri sem haldin verður 22. til 24. júní 2018.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sólstöðuhátíðina um 150.000 krónur.
6.Tónkvíslin 2018
Málsnúmer 201801141Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um auglýsingakaup vegna tónlistarviðburðarins Tónkvíslin 2018.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Tónkvíslina um 150.000 krónur.
7.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Til umsagnar: Drög að lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi
Málsnúmer 201801186Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lagaaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Frestur til að skila inn umsögn er til 9. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
8.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 50. mál, tillaga til þingsályktunar um þjóðarsátt og bætt kjör kvennastétta
Málsnúmer 201801188Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 14. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:15.