Fara í efni

#metoo - áherslur í samningagerð við félagastarfsemi Norðurþings

Málsnúmer 201802001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 241. fundur - 02.02.2018

Fyrir liggur að Norðurþing fjármagnar margþætta íþrótta- og æskulýðsstarfsemi innan sveitarfélagsins. Þessi fjármögnun fer fram að miklu leyti í gegnum fjárveitingar sem bundnar eru samningum við félög. Þjóðfélagsumræða undanfarið hefur dregið athygli að nauðsyn þess að í slíku starfi sé hagsmuna barna og ungmenna gætt í hvívetna.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fjárveitingar í samningum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, verði háðar því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlun með skýrri aðgerðaráætlun. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Á þessum grunni verði tryggt í samningum að forvarnamálum og viðbragðsáætlunum gagnvart börnum og ungmennum verði stýrt af fagfólki. Fjölskyldusvið Norðurþings verði til samráðs og ráðgjafar eftir atvikum og hafi eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 19. fundur - 12.02.2018

Erinidi af 24. fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur að Norðurþing fjármagnar margþætta íþrótta- og æskulýðsstarfsemi innan sveitarfélagsins. Þessi fjármögnun fer fram að miklu leyti í gegnum fjárveitingar sem bundnar eru samningum við félög. Þjóðfélagsumræða undanfarið hefur dregið athygli að nauðsyn þess að í slíku starfi sé hagsmuna barna og ungmenna gætt í hvívetna.
Bókun byggðarráðs var eftirfarandi:

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fjárveitingar í samningum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, verði háðar því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlun með skýrri aðgerðaráætlun. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Á þessum grunni verði tryggt í samningum að forvarnamálum og viðbragðsáætlunum gagnvart börnum og ungmennum verði stýrt af fagfólki. Fjölskyldusvið Norðurþings verði til samráðs og ráðgjafar eftir atvikum og hafi eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.

Æskulýðs- og menningarnefnd tekur undir bókun byggðarráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018

Á 241. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fjárveitingar í samningum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, verði háðar því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlun með skýrri aðgerðaráætlun. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Á þessum grunni verði tryggt í samningum að forvarnamálum og viðbragðsáætlunum gagnvart börnum og ungmennum verði stýrt af fagfólki. Fjölskyldusvið Norðurþings verði til samráðs og ráðgjafar eftir atvikum og hafi eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.

Á 19. fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Æskulýðs- og menningarnefnd tekur undir bókun byggðarráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.
Til máls tóku: Óli og Gunnlaugur.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.