Sveitarstjórn Norðurþings
1.Félagsmálanefnd - 18
Málsnúmer 1801010FVakta málsnúmer
2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 25
Málsnúmer 1801009FVakta málsnúmer
3.Byggðarráð Norðurþings - 243
Málsnúmer 1802004FVakta málsnúmer
4.Fræðslunefnd - 23
Málsnúmer 1801015FVakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
5.Framkvæmdanefnd - 25
Málsnúmer 1801013FVakta málsnúmer
Sif og Óli leggja fram eftirfarandi tillögu að tekið verði út eftirfarandi úr 7. gr. samþykktarinnar: "Kettir skuli ekki vera lausir úti við í þéttbýli".
Greinargerð til rökstuðnings. Afar sjaldgæft er að sveitarfélög beiti banni við lausagöngu kata í þéttbýli. Í borgum, bæjum og þorpum innan og utan lands er almenna reglan sú að kettir geta gengið lausir, gegn almennum kvöðum um ábyrgð eigenda þeirra. Í Norðurþingi var bann af þessu tagi staðfest fyrir nokkrum árum. Það er mat undirritaðra að ekki séu neinar þær sérstöku aðstæður í þéttbýlisstöðum Norðurþings sem kalli á bann af þessi tagi.
Sif Jóhannesdóttir og Óli Halldórsson.
Gunnlaugur leggur til að tillögunni ásamt samþykktinni verði vísað aftur til framkvæmdanefndar þar sem þetta verði rætt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Gunnlaugs með atkvæðum Soffíu, Gunnlaugs, Kjartans, Stefáns og Olgu.
Örlygur, Óli, Sif og Jónas greiddu atkvæði á móti tillögunni.
Fundargerðin er lögð fram.
6.Æskulýðs- og menningarnefnd - 19
Málsnúmer 1802002FVakta málsnúmer
7.Byggðarráð Norðurþings - 242
Málsnúmer 1802003FVakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
8.Orkuveita Húsavíkur ohf - 173
Málsnúmer 1801014FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 4 "Höfðavatn - Ostakarið": Jónas og Örlygur.
Til máls tók undir lið 5 "Veituframkvæmdir að Saltvík": Gunnlaugur, Jónas, Óli og Soffía.
Fundargerðin er lögð fram.
9.Æskulýðs- og menningarnefnd - 18
Málsnúmer 1802001FVakta málsnúmer
10.Byggðarráð Norðurþings - 241
Málsnúmer 1801016FVakta málsnúmer
11.Hafnanefnd - 21
Málsnúmer 1801012FVakta málsnúmer
12.Byggðarráð Norðurþings - 240
Málsnúmer 1801011FVakta málsnúmer
13.Deiliskipulag athafnasvæði A5 - Kringlumýri
Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer
Skipulagstillagan var rædd og tilnefndar smávægilegar lagfæringar. Helsta lagfæring fellst í stækkun byggingarreits á lóð Norðlenska í átt að lóð Garðvíkur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum og lagfæringum sem ræddar voru á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.
14.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
15.Fyrirmynd að ákvæði í gjaldskrá vegna sorpmála.
Málsnúmer 201801103Vakta málsnúmer
Kynnt voru ný förgunargjöld í gjaldskrá hafna 2018 að kröfu Umhverfisstofunnar.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna með áorðnum breytingum samhljóða.
16.Fráveitusamþykkt Norðurþings
Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fráveitusamþykkt fyrir Norðurþing með áorðnum breytingum sem fela í sér bann við notkun sorpkvarna.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.
17.Lögreglusamþykkt Norðurþings
Málsnúmer 201603113Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar lögreglusamþykktinni til umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.
18.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Norðurþings
Málsnúmer 201802077Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
19.#metoo - áherslur í samningagerð við félagastarfsemi Norðurþings
Málsnúmer 201802001Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fjárveitingar í samningum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, verði háðar því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlun með skýrri aðgerðaráætlun. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Á þessum grunni verði tryggt í samningum að forvarnamálum og viðbragðsáætlunum gagnvart börnum og ungmennum verði stýrt af fagfólki. Fjölskyldusvið Norðurþings verði til samráðs og ráðgjafar eftir atvikum og hafi eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.
Á 19. fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur undir bókun byggðarráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
20.Samþykktir Norðurþings 2018
Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar samþykktunum með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum í seinni umræðu í sveitarstjórn.
21.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018
Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer
Gerð er tillaga um Stefán Jón Sigurgeirsson sem varamann í byggðarráði í leyfi Örlygs Hnefils Örlygssonar.
Gunnlaugur situr hjá.
22.Ósk um samþykki fyrir stofnun lóðar úr landi Klifshaga 1
Málsnúmer 201802108Vakta málsnúmer
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun 7,13 ha lóðar út úr Klifshaga skv. framlagðri lóðarmynd. Skv. kafla 23.12 í gildandi aðalskipulagi er heimilt að byggja upp takmarkaða ferðaþjónustu á landbúnaðarlandi. Sé hinsvegar ætlunin að byggja upp frekari ferðaþjónustu á lóðinni en ákvæði aðalskipulags heimila þarf að breyta aðalskipulaginu og afmarka viðkomandi svæði sem þjónustusvæði.
23.Sveinn Hreinsson og Björg Björnsdóttir sækja um úthlutun byggingarlóðar fyrir einbýlishús að Hrísateig 11.
Málsnúmer 201712088Vakta málsnúmer
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Sveini og Björgu verði úthlutað lóðinni að Hrísateigi 11.
Fundi slitið - kl. 18:30.