Fara í efni

Framkvæmdanefnd - 25

Málsnúmer 1801013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 25. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið "Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald": Sif, Óli, Gunnlaugur, Kjartan, Olga og Örlygur.

Sif og Óli leggja fram eftirfarandi tillögu að tekið verði út eftirfarandi úr 7. gr. samþykktarinnar: "Kettir skuli ekki vera lausir úti við í þéttbýli".

Greinargerð til rökstuðnings. Afar sjaldgæft er að sveitarfélög beiti banni við lausagöngu kata í þéttbýli. Í borgum, bæjum og þorpum innan og utan lands er almenna reglan sú að kettir geta gengið lausir, gegn almennum kvöðum um ábyrgð eigenda þeirra. Í Norðurþingi var bann af þessu tagi staðfest fyrir nokkrum árum. Það er mat undirritaðra að ekki séu neinar þær sérstöku aðstæður í þéttbýlisstöðum Norðurþings sem kalli á bann af þessi tagi.

Sif Jóhannesdóttir og Óli Halldórsson.


Gunnlaugur leggur til að tillögunni ásamt samþykktinni verði vísað aftur til framkvæmdanefndar þar sem þetta verði rætt.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Gunnlaugs með atkvæðum Soffíu, Gunnlaugs, Kjartans, Stefáns og Olgu.

Örlygur, Óli, Sif og Jónas greiddu atkvæði á móti tillögunni.


Fundargerðin er lögð fram.