Ósk um samþykki fyrir stofnun lóðar úr landi Klifshaga 1
Málsnúmer 201802108
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018
Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 7,13 ha lóð undir ferðaþjónustu úr jörðinni að Klifshaga 1 í Öxarfirði. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun 7,13 ha lóðar út úr Klifshaga skv. framlagðri lóðarmynd. Skv. kafla 23.12 í gildandi aðalskipulagi er heimilt að byggja upp takmarkaða ferðaþjónustu á landbúnaðarlandi. Sé hinsvegar ætlunin að byggja upp frekari ferðaþjónustu á lóðinni en ákvæði aðalskipulags heimila þarf að breyta aðalskipulaginu og afmarka viðkomandi svæði sem þjónustusvæði.
Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018
Á 25. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun 7,13 ha lóðar út úr Klifshaga skv. framlagðri lóðarmynd. Skv. kafla 23.12 í gildandi aðalskipulagi er heimilt að byggja upp takmarkaða ferðaþjónustu á landbúnaðarlandi. Sé hinsvegar ætlunin að byggja upp frekari ferðaþjónustu á lóðinni en ákvæði aðalskipulags heimila þarf að breyta aðalskipulaginu og afmarka viðkomandi svæði sem þjónustusvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun 7,13 ha lóðar út úr Klifshaga skv. framlagðri lóðarmynd. Skv. kafla 23.12 í gildandi aðalskipulagi er heimilt að byggja upp takmarkaða ferðaþjónustu á landbúnaðarlandi. Sé hinsvegar ætlunin að byggja upp frekari ferðaþjónustu á lóðinni en ákvæði aðalskipulags heimila þarf að breyta aðalskipulaginu og afmarka viðkomandi svæði sem þjónustusvæði.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.