Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Brothættar byggðir: Öxarfjörður í sókn
Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer
Bryndís Sigurðardóttir kemur til fundar við byggðarráð og fer yfir stöðu mála í verkefninu Öxarfjörður og framtíðin.
Byggðarráð þakkar Bryndísi fyrir greinargóða yfirferð.
2.Björgunarsveitin Garðar - Samningur 2018
Málsnúmer 201712056Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið hefur átt í viðræðum við Björgunarsveitina Garðar um nýjan samning til þriggja ára sem miðar að því að styrkja rekstur hinnar öflugu sveitar sem staðið hefur vaktina hér í samfélaginu í áraraðir. Til umræðu í byggðarráði eru lögð fram drög að þessum samningi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi drög og leggja fyrir Byggðarráð að nýju.
3.Samþykktir Norðurþings 2018
Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings, sem og samþykktum um kjör kjörinna fulltrúa. Fyrir byggðarráði liggur að vísa samþykktunum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings og samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
4.Fjölmenningarmál
Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer
Um síðustu áramót lét atvinnu- og menningarfulltrúi Norðurþings af störfum og hafa menningarmál verið á borði sveitarstjóra frá þeim tíma. Fyrir liggur að lista- og menningarmálum þarf að finna betri farveg og auka hlut umsýslu með fjölmenningu og málefnum nýrra íbúa innan málaflokksins.
Samþykkt að ráða Huld Hafliðadóttur til að sinna fjölmenningarmálum í hlutastarfi út árið.
5.Uppbygging slökkvistöðvar
Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri fer yfir stöðuna varðandi uppbyggingu á nýrri slökkvistöð.
Nýverið lauk útboðsferli fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar við Húsavíkurhöfn án þess að neitt tilboð bærist. Í kjölfarið hefur verið leitað verðtilboða og kostnaðaráætlun borist frá einum aðila sem er verulega yfir kostnaðaráætlun.
Ljóst er að þessi staða útheimtir endurskoðun á verkefninu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að greina valkosti í stöðunni og leggja fyrir byggðarráð.
Ljóst er að þessi staða útheimtir endurskoðun á verkefninu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að greina valkosti í stöðunni og leggja fyrir byggðarráð.
6.Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara
Málsnúmer 201803062Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 13. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.
7.Allsherjar- og menntamálanefnd: til umsagnar 339. mál, frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands
Málsnúmer 201803054Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands. Umsögnin skal berast eigi síðar en 3. apríl.
Lagt fram til kynningar.
8.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 200.mál, tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga
Málsnúmer 201803044Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga. Umsögnin skal berast eigi síðar en 28. mars.
Lagt fram til kynningar.
9.Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í byggðamálum 2018-2024 kynnt í samráðsgátt.
Málsnúmer 201803060Vakta málsnúmer
Óskað er eftir athugasemdum við tillögu til þingsályktunar um byggðaáætlun sem er í kynningu inn á samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að gera athugasemdir er til 21. mars.
Lagt fram til kynningar.
10.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti: Samráð 34/2018 mál,Drög að breytingum á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um atvinnutengda starfsemi innan þjóðgarðsins og leyfisveitingar
Málsnúmer 201803064Vakta málsnúmer
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Samráðið stendur yfir til 9. apríl.
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvarp til laga um persónuvernd
Málsnúmer 201803070Vakta málsnúmer
Frumvarp til laga um persónuvernd hefur nú verið birt á vefnum, þótt ekki séu komnar skýringar við einstaka ákvæði en frestur gefinn til 19. mars að skila inn athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:10.