Ísland ljóstengt 2018
Málsnúmer 201710129
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 242. fundur - 09.02.2018
Sveitarstjóri og framkvæmda- og þjónustufulltrúi fara yfir stöðu mála er snúa að uppbyggingu ljósleiðarakerfi í dreifbýli Norðurþings og fyrirhugðum framkvæmdum tengdum verkefninu í sumar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir fund ráðsins að nýju.
Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu mála er varða verkefnið "Ísland Ljóstengt" og lagningu ljósleiðara um austursvæði Norðurþings.
Lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi er lokið.
Lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi er lokið.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram vinnu við ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins.
Byggðarráð Norðurþings - 244. fundur - 01.03.2018
Lagt fram minnisblað framkvæmdafulltrúa Norðurþings þar sem farið er yfir stöðuna varðandi ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins og möguleika við framkvæmdir og tengingar á austursvæði sveitarfélagsins. Ljósleiðaratengingu Reykjahverfis er að mestu lokið. Tengingu flugvallarins í Aðaldal samhliða tengingu milli Laxamýri og Tjarnar í Aðaldal er að ljúka. Þá er lokið ljósleiðaratengingu Raufarhafnar sem gerð var í samstarfi við Svalbarðshrepp. Eftir stendur tenging frá Kelduhverfi til Raufarhafnar.
Gunnar Hrafn Gunnarsson kom á fundinn og fór yfir málið.
Byggðarráð leggur áherslu á að ljúka tengingum ofangreindra svæða sem eftir standa svo fljótt sem auðið er. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa útboð á lagningu og rekstri ljósleiðara í austurhluta Norðurþings.
Byggðarráð leggur áherslu á að ljúka tengingum ofangreindra svæða sem eftir standa svo fljótt sem auðið er. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa útboð á lagningu og rekstri ljósleiðara í austurhluta Norðurþings.
Byggðarráð Norðurþings - 248. fundur - 13.04.2018
Auglýst var eftir tilboðum í lokuðu útboði vegna lagningar ljósleiðara á austursvæði og bárust tvö tilboð.
Byggðarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði Tengis ehf. í lagningu ljósleiðara í áfanga 1 og 2 upp á samtals 122.488.592 kr. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga um verkið á grunni tilboðsins, þ.m.t. útfæra verkáætlun sem taki mið af fjárhagsáætlun 2018 og væntu framlagi til verkefnisins árið 2019.
Með þessu verður lokið við lagningu ljósleiðara í Norðurþingi, þ.e. í Kelduhverfi, Öxarfirði og Melrakkasléttu, en á liðnu ári hefur verið lagður ljósleiðari við Raufarhöfn og í Reykjahverfi.
Með þessu verður lokið við lagningu ljósleiðara í Norðurþingi, þ.e. í Kelduhverfi, Öxarfirði og Melrakkasléttu, en á liðnu ári hefur verið lagður ljósleiðari við Raufarhöfn og í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tvö aðkskilin mál sem tengjast ljósleiðaravæðingu Norðurþings.
1. Við framkvæmd ljósleiðaratengingar Raufarhafnar frá Svalbarðshreppi í lok árs 2016 voru Höskuldarnes og Ásmundarstaðir ekki tengdir samhliða öðrum eignum á þessu svæði.
Taka þarf afstöðu til þess hvort bjóða eigi þessa framkvæmd út og setja á áætlun í haust, eða hvort bíða eigi með verkið til næsta vors.
2. Við gerð staðarlista sem unnir voru af verkfræðistofunni Eflu og lagðir voru til grundvallar í útboði verkefnisins "Ísland Ljóstengt 2018" sem snýr að ljósleiðaravæðingu austursvæðis Norðurþings, hafa einhverjar eignir sem að öllu eðlilegu ættu að teljast styrkhæfar ekki ratað inn á þá lista. Taka þarf afstöðu til þessara eigna varðandi niðurgreiðslur sveitarfélagsins á ljósleiðaratengingum.
1. Við framkvæmd ljósleiðaratengingar Raufarhafnar frá Svalbarðshreppi í lok árs 2016 voru Höskuldarnes og Ásmundarstaðir ekki tengdir samhliða öðrum eignum á þessu svæði.
Taka þarf afstöðu til þess hvort bjóða eigi þessa framkvæmd út og setja á áætlun í haust, eða hvort bíða eigi með verkið til næsta vors.
2. Við gerð staðarlista sem unnir voru af verkfræðistofunni Eflu og lagðir voru til grundvallar í útboði verkefnisins "Ísland Ljóstengt 2018" sem snýr að ljósleiðaravæðingu austursvæðis Norðurþings, hafa einhverjar eignir sem að öllu eðlilegu ættu að teljast styrkhæfar ekki ratað inn á þá lista. Taka þarf afstöðu til þessara eigna varðandi niðurgreiðslur sveitarfélagsins á ljósleiðaratengingum.
1. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla tilboða í verkið og taka hagstæðasta tilboði. Miðað verður við að verkið verði unnið í haust.
2. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að niðurgreiddar tengingar ljósleiðara verði lagðar að öllum eignum á Melrakkasléttu, Öxarfirði og Kelduhverfi, þar sem lögheimilisskráning var til staðar þegar framkvæmdir hófust.
2. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að niðurgreiddar tengingar ljósleiðara verði lagðar að öllum eignum á Melrakkasléttu, Öxarfirði og Kelduhverfi, þar sem lögheimilisskráning var til staðar þegar framkvæmdir hófust.