Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ísland ljóstengt 2018
Málsnúmer 201710129Vakta málsnúmer
Auglýst var eftir tilboðum í lokuðu útboði vegna lagningar ljósleiðara á austursvæði og bárust tvö tilboð.
2.Umsókn um styrk, Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði.
Málsnúmer 201804071Vakta málsnúmer
Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhreppi þakkar fyrir stuðning sveitarfélagsins á liðnum árum og óskar eftir áframhaldandi stuðningi við starf félagsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði um 120.000 krónur.
3.Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna 2017
Málsnúmer 201804080Vakta málsnúmer
Þann 6. apríl síðastliðin greiddi Lánasjóður sveitarfélag ohf. út arð vegna rekstrarársins 2017, í samræmi við samþykkta tillögu aðalfundar, sem haldinn var 23. mars síðastliðinn. Norðurþing á 2,222% hlut í Lánasjóði sveitarfélaga ohf. og nemur útgreidd fjárhæð arðsins 6.897.088 kr.
Lagt fram til kynningar.
4.Sparisj. Suður-Þingeyinga - Aðalfundarboð 2018
Málsnúmer 201804073Vakta málsnúmer
Borist hefur fundarboð vegna aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga í Ljósvetningabúð þriðjudaginn 17. apríl 2018 kl. 20:00.
Byggðarráð leggur til að Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri verði fulltrúi Norðurþings á fundinum.
5.Fundarboð - aðalfundur Stapa lífeyrissjóðs 2018
Málsnúmer 201804101Vakta málsnúmer
Boðað hefur verið til aðalfundar Stapa lífeyrissjóðs miðvikudaginn 9. maí n.k. í Menningarhúsinu Hofi Akureyri kl. 14:00. Óskað er eftir að tilnefning berist í síðasta lagi 2. maí.
Byggðarráð felur Drífu Valdimarsdóttur fjármálastjóra að fara með atkvæði Norðurþings á fundinum.
6.Aðalfundur Veiðifélags Litluárvatna 2018
Málsnúmer 201804103Vakta málsnúmer
Boðað hefur verið til aðalfundar Veiðifélags Litluárvatna í Höfðabrekku í Kelduhverfi sunnudaginn 15. apríl kl. 14:00.
Byggðarráð felur Drífu Valdimarsdóttur fjármálastjóra að fara með atkvæði Norðurþings á fundinum.
7.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur
Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer
Á fundinn koma Arnhildur Pálmadóttir og Brynhildur Sólveigardóttir frá DARK studio og kynna uppbyggingu á golfvelli Golfklúbbs Húsavíkur við Katlavöll.
Jafnframt eru lögð fram drög að samkomulagi Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu við Katlavöll á Húsavík.
Jafnframt eru lögð fram drög að samkomulagi Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu við Katlavöll á Húsavík.
Byggðarráð þakkar Arnhildi og Brynhildi frá DARK studio fyrir kynninguna á uppbyggingunni á golfvellinum.
Norðurþing hefur undanfarið unnið að hugmyndum um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu við Katlavöll á Húsavík í samstarfi við Golfklúbb Húsavíkur. Farið var yfir efnisatriði samnings og fjárhagsskuldbindingar.
Sveitarstjóra er falið að vinna að samningnum áfram og leggja fyrir byggðarráð á nýju.
Norðurþing hefur undanfarið unnið að hugmyndum um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu við Katlavöll á Húsavík í samstarfi við Golfklúbb Húsavíkur. Farið var yfir efnisatriði samnings og fjárhagsskuldbindingar.
Sveitarstjóra er falið að vinna að samningnum áfram og leggja fyrir byggðarráð á nýju.
Fundi slitið - kl. 12:35.
Með þessu verður lokið við lagningu ljósleiðara í Norðurþingi, þ.e. í Kelduhverfi, Öxarfirði og Melrakkasléttu, en á liðnu ári hefur verið lagður ljósleiðari við Raufarhöfn og í Reykjahverfi.