Framkvæmdanefnd
1.Framlenging leyfis fyrir vinnu- og skrifstofubúðir Munck á Höfða til loka september 2018.
Málsnúmer 201801169Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um málið.
2.Reglubundin skoðun - Sundlaugin á Raufarhöfn
Málsnúmer 201802088Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þeirra athugasemda sem gerðar eru í þeirri úttekt.
3.Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík
Málsnúmer 201606068Vakta málsnúmer
Þar er horft til þess að aðgengi verði um Auðbrekku og vegtenging að tjaldstæði frá þjóðvegi verði lokað.
Skipulags- og umhverfisnefnd svaraði erindinu á eftirfarandi hátt:
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir tjaldstæði og íþróttavelli.
Drög að skiplagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir tjakdtæði og íþróttavelli hafa ekki borist ennþá.
Jafnframt beinir nefndin því til skipulags- og umhverfisnefndar að skoðaðar verði aðrar mögulegar vegtengingar að þessum svæðum.
4.Sundlaugin á Raufarhöfn - skoðun heilbrigðisfulltrúa
Málsnúmer 201802074Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þeirra athugasemda sem gerðar eru í þeirri úttekt.
5.Fráveitusamþykkt 2016
Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer
Heilbrigðisnefnd mælist til að í samþykktina verði sett bann við notkun á sorpkvörnum, en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að samþykkja fráveitusamþykktina frá 2016 með áðurnefndum breytingum.
6.Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald
Málsnúmer 201709063Vakta málsnúmer
7.Afsal Ríkissjóðs til Hafnarsjóðs Húsavíkurkaupstaðar á Húsavíkurvita 1986
Málsnúmer 201801156Vakta málsnúmer
Vita- og Hafnarmál hafa afsalað vitanum yfir til Norðurþings, en þó er gert ráð fyrir að hann verði áfram rekinn sem viti.
Ekki er að fullu ljóst hvort Hafnarsjóður eða Eignarsjóður fari með eignarhald á vitanum í dag, en fari svo að mannvirkið verði leigt er það vilji Hafnarsjóðs að Eignarsjóður fari fyrir málinu.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort farið verði í viðræður við Sjóböð ehf um nýtingu á vitanum.
Tryggja verður aðgengi almennings að svæðinu umhverfis vitann.
8.Erindi frá Bergi E. Ágústssyni varðandi bílastæði.
Málsnúmer 201801165Vakta málsnúmer
9.Frágangur lóðar Olíudreifingar á Höfða og afgirðing svæðis.
Málsnúmer 201801172Vakta málsnúmer
Ónýtt drasl og almennur ófögnuður á það til að safnast á auð svæði í eigu sveitarfélagsins ef þau eru ekki girt af og á það einnig við um þetta svæði.
Því þarf að huga að því hvernig svæðinu verður lokað og eins hvort skynsamlegt sé að færa núverandi girðigu að lóðarmörkum, nær vegstæðinu til þess að takmarka það pláss sem menn hafa til þess að hrúga niður drasli sem þeir eru hættir að nota, en stendur svo á endanum upp á sveitarfélagið að láta farga með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa þess.
10.Almennt um sorpmál 2018
Málsnúmer 201801145Vakta málsnúmer
Mjög líklegt er að verktaki þurfi að fjárfesta í tækjabúnaði til þess að flokkun verði möguleg á þessu svæði og því þarf tímalengd framlengingar núverandi samnings að taka mið af þeirri fjárfestingu.
Flokkun sorps hefur verið tekin upp í Reykjahverfi með góðum árangri, en ekki er hægt að leggja að jöfnu aðstæður þar og á austursvæðinu. Rætt hefur verið við verktakann um hvaða möguleikar eru í stöðunni og er verið að vinna með þær hugmyndir.
Lagt er til að samningur við íG verði framlengdur um eitt ár.
11.Reykjaheiðavegur - gatnagerð
Málsnúmer 201801196Vakta málsnúmer
Undirbúningi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjaheiðarveg verður þó haldið áfram.
12.Urðunarstaðir í Laugardal og á Kópaskeri.
Málsnúmer 201801194Vakta málsnúmer
Til að tryggja stöðugar framfarir í gæða-og umhverfismálum setur sveitarfélagið sér mælanleg markmið. Allir starfsmenn og verktakar skulu vera meðvitaðir um umhverfisáhrif fyrirtækisins og hafa kunnáttu og færni til að draga skipulega úr áhrifum þýðingarmestu umhverfisþáttanna, sem eru:
- Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda.
- Efnanotkun, spilliefnaútgangur og losun efna í vatn og jarðaveg.
- Almennur úrgangur, meðhöndlun og flokkun
Allir starfsmenn skulu verða meðvitaðir um gæðamarkmið sveitarfélagsins sem eru að:
- Efla umhverfisvitund notenda þjónustu varðandi flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu.
- Efla þjálfun og fræðslu starfsmanna og verktaka á sviði gæða- og umhverfismála.
Stefnuna kynnum við öllu starfsfólki okkar, verktökum, viðskiptavinum og birgjum, framfylgjum henni á skipulegan hátt og endurskoðum reglulega.
Framkvæmdanefnd samþykkir umhverfismarkmiðin og þær áætlanir um úrbætur sem lagðar eru fram.
13.Sveinn Hreinsson og Björg Björnsdóttir sækja um úthlutun byggingarlóðar fyrir einbýlishús að Hrísateig 11.
Málsnúmer 201712088Vakta málsnúmer
14.Viðaukasamningur við Sel sf. vegna brotajárns.
Málsnúmer 201801189Vakta málsnúmer
15.Gatnagerð á Höfða
Málsnúmer 201711087Vakta málsnúmer
16.Umferðamerkingar á Húsavík og annara þéttbýlisstaða innan Norðurþings
Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer
- Hversu langt undir almennan hámarkshraða í þéttbýli (50 km/klst) er skynsamlegt að fara með hámarkshraða á völdum götum ?
- Til hvaða gatna á Húsavík á að horfa m.t.t. lækkunar umferðarhraða niður fyrir almenn mörk ?
Þegar þessar ákvarðanir liggja fyrir er einfalt mál að setja upp umferðarmerkingar til samræmis við það sem framkvæmdanefnd ákveður.
17.Ísland ljóstengt 2018
Málsnúmer 201710129Vakta málsnúmer
Lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi er lokið.
18.Eigendur Stakkholts 9 óska eftir því að sveitarfélagið taki á sig útlagðan kostnað til að koma lóðinni í rétta hæð.
Málsnúmer 201801039Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til málsins.
19.Þjónustumiðstöð Húsavík - Staða
Málsnúmer 201702125Vakta málsnúmer
Áfram er unnið að endurskipulagningu þjónustumiðstöðvar.
20.Endurnýjun Hitakúts í Félagsheimilinu á Raufarhöfn, Hnitbjörg.
Málsnúmer 201801173Vakta málsnúmer
21.Viðhald á kvennaklósetti félagsheimilisins Hnitbjarga.
Málsnúmer 201801101Vakta málsnúmer
Því verkefni lauk fyrir stuttu og var heidarkostnaður þeirrar framkvæmdar rétt um 6 milljónir króna.
Fyrir liggur erindi frá rekstraraðila Hnitbjarga á Raufarhöfn um endurnýjun kvennasalerna í húsinu sem framkvæmdanefnd þar að taka afstöðu til.
22.Tjaldsvæðið á Húsavík - áhugi á rekstri
Málsnúmer 201801077Vakta málsnúmer
Fyrirhugaðar eru áframhaldandi framkvæmdir á þessu ári, en þó ekki af sömu stærðargráðu og framkvæmdir síðasta árs.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort tjaldsvæðið verði rekið af sveitarfélaginu næsta sumar, eða hvort rekstur þess verði leigður út.
23.RX ehf. óskar eftir viðræðum um leigu á austur enda Vallholtsvegar 10.
Málsnúmer 201801067Vakta málsnúmer
Skemman var auglýst til sölu fyrir nokkru síðan, en ekki hafa borist ásættanleg tilboð í eignina enn sem komið er.
Húsnæðið er í dag nýtt sem "köld" geymsla undir sand til hálkueyðingar og annað sem tilheyrir rekstri þjónustumiðstöðvar á Húsavík.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis RX ehf og mögulegrar nýtingar á húsnæðinu.
Ekkert fjármagn er áætlað í endurbætur á húsinu og viðræður fara fram með þeim fyrirvara að það finnist lausn á þeirri starfsemi þjónustumiðstöðvar sem nú er í húsinu.
24.Beiðni frá nemendum Borgarhólsskóla breytta tilhögun um snjómokstur við skólann
Málsnúmer 201801061Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 20:15.