Frágangur lóðar Olíudreifingar á Höfða og afgirðing svæðis.
Málsnúmer 201801172
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018
Olíudreifing hefur látið fjarlægja olíutank sem stóð á lóðinni Höfði 4 og hefur allt rusl af svæðinu verið fjarlægt. Fyrir liggur að höfnin fái þarna geymsluaðstöðu fyrir bryggjutré og annað efni sem fylgir hafnarrekstri og viðhaldi hafnarmannvirkja.
Ónýtt drasl og almennur ófögnuður á það til að safnast á auð svæði í eigu sveitarfélagsins ef þau eru ekki girt af og á það einnig við um þetta svæði.
Því þarf að huga að því hvernig svæðinu verður lokað og eins hvort skynsamlegt sé að færa núverandi girðigu að lóðarmörkum, nær vegstæðinu til þess að takmarka það pláss sem menn hafa til þess að hrúga niður drasli sem þeir eru hættir að nota, en stendur svo á endanum upp á sveitarfélagið að láta farga með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa þess.
Ónýtt drasl og almennur ófögnuður á það til að safnast á auð svæði í eigu sveitarfélagsins ef þau eru ekki girt af og á það einnig við um þetta svæði.
Því þarf að huga að því hvernig svæðinu verður lokað og eins hvort skynsamlegt sé að færa núverandi girðigu að lóðarmörkum, nær vegstæðinu til þess að takmarka það pláss sem menn hafa til þess að hrúga niður drasli sem þeir eru hættir að nota, en stendur svo á endanum upp á sveitarfélagið að láta farga með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa þess.
Framkvæmdanefnd samþykkir tilfærslu á girðingu og afmörkun svæðisins.