Urðunarstaðir í Laugardal og á Kópaskeri.
Málsnúmer 201801194
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að staðfesta þau umhverfismarkmið og þær áætlanir um úrbætur sem lagðar eru fram varðandi urðunarstaði í sveitarfélaginu.
Til að tryggja stöðugar framfarir í gæða-og umhverfismálum setur sveitarfélagið sér mælanleg markmið. Allir starfsmenn og verktakar skulu vera meðvitaðir um umhverfisáhrif fyrirtækisins og hafa kunnáttu og færni til að draga skipulega úr áhrifum þýðingarmestu umhverfisþáttanna, sem eru:
- Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda.
- Efnanotkun, spilliefnaútgangur og losun efna í vatn og jarðaveg.
- Almennur úrgangur, meðhöndlun og flokkun
Allir starfsmenn skulu verða meðvitaðir um gæðamarkmið sveitarfélagsins sem eru að:
- Efla umhverfisvitund notenda þjónustu varðandi flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu.
- Efla þjálfun og fræðslu starfsmanna og verktaka á sviði gæða- og umhverfismála.
Stefnuna kynnum við öllu starfsfólki okkar, verktökum, viðskiptavinum og birgjum, framfylgjum henni á skipulegan hátt og endurskoðum reglulega.
Framkvæmdanefnd samþykkir umhverfismarkmiðin og þær áætlanir um úrbætur sem lagðar eru fram.