Reykjaheiðavegur - gatnagerð
Málsnúmer 201801196
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018
Í ljósi óvissu um réttarstöðu sveitarfélagsins gagnvart mögulegum skaðabótakröfum sem fylgt gætu gatnaframkvæmdum við Reykjaheiðarveg, er lagt til að öllum áformum um slíkt verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018
Lagt fram til kynningar.
Vegna áforma um yfirborðsfrágang Reykjaheiðarvegar hefur skipulags- og framkvæmdaráð kallað eftir kynningu á þeim hönnunargögnum sem unnin hafa verið og snúa að verkefninu.
Vegna áforma um yfirborðsfrágang Reykjaheiðarvegar hefur skipulags- og framkvæmdaráð kallað eftir kynningu á þeim hönnunargögnum sem unnin hafa verið og snúa að verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðstjórum að afla upplýsinga um stöðu lóðamála á svæðinu og leggja fyrir ráðið á næsta fundi. Einnig felur ráðið framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa hönnun á lýsingu á svæðinu.
Undirbúningi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjaheiðarveg verður þó haldið áfram.