Hverfisráð Reykjahverfis 2017
Málsnúmer 201709152
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 231. fundur - 26.10.2017
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrsta fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 236. fundur - 08.12.2017
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá íbúafundi þeirra sem haldinn var 14. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 242. fundur - 09.02.2018
Aðalheiður Þorgrímsdóttir úr hverfisráði Reykjahverfis kemur til fundarins og fer yfir starfsemi ráðsins.
Byggðarráð þakkar Aðalheiði fyrir komuna.
Byggðarráð Norðurþings - 243. fundur - 15.02.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar Hverfisráðs Reykjahverfis frá 13. febrúar s.l.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til umfjöllunar í Framkvæmdanefnd og stjórn Orkuveitunnar.
Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018
Fundargerð hverfisráð Reykjahverfis 13. febrúar 2018. Á fundinum komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi mála sem heyra undir framkvæmdanefnd.
1. Staðan á ljósleiðaralagninu.
2. Heimreiðar, umferðaöryggismál og aðkomu sveitarfélagsins að þeim. Þjóðvegurinn í gegnum Reykjahverfi er stórhættulegur, vantar viðhald og umferðarhegðun.
3. Fagnar uppbyggingu íbúðabyggðar í Hrísateig.
1. Staðan á ljósleiðaralagninu.
2. Heimreiðar, umferðaöryggismál og aðkomu sveitarfélagsins að þeim. Þjóðvegurinn í gegnum Reykjahverfi er stórhættulegur, vantar viðhald og umferðarhegðun.
3. Fagnar uppbyggingu íbúðabyggðar í Hrísateig.
Framkvæmdanefnd fagnar þeim fyrirspurnum sem bárust frá hverfisráði Reykjahverfis eftir fund ráðsins þann 13. febrúar sl.
1. Lagningu ljósleiðara um Reykjahverfið er nú að mestu lokið þótt mögulega séu einhverjar eftirstöðvar í frágangi og tiltekt.
Unnið er að því að tengja strenginn úr Norðurþingi yfir í Þingeyjasveit með tengingu milli Laxamýrar og Tjarnar og verður flugvöllurinn í Aðaldal tengdur samhliða því.
2. Stefnt er að því að takmarka umferðarhraða um þéttbýliskjarna Reykjahverfis eða öllu heldur við Hveravelli, en sú vinna verður að fara fram í samvinnu við Vegagerðina.
Snjómokstur og viðhald heimreiða er alfarið á hendi Vegagerðar. Að sama skapi er það Vegagerðarinnar að viðhalda þjóðvegum landsins og er það eins með þjóðveginn um Reykjahverfið. Sveitarfélagið mun áfram þrýsta á Vegagerðina að sinna skyldum sínum.
3. Vonir standa til þess að hægt verði að stækka íbúabyggð í Hrísateigi til samræmis við ríkjandi deiliskipulag á því svæði. Sveitarfélagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að standa að þeirri gatnagerð og veituframkvæmdum sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að nýta þær lóðir sem lausar eru.
1. Lagningu ljósleiðara um Reykjahverfið er nú að mestu lokið þótt mögulega séu einhverjar eftirstöðvar í frágangi og tiltekt.
Unnið er að því að tengja strenginn úr Norðurþingi yfir í Þingeyjasveit með tengingu milli Laxamýrar og Tjarnar og verður flugvöllurinn í Aðaldal tengdur samhliða því.
2. Stefnt er að því að takmarka umferðarhraða um þéttbýliskjarna Reykjahverfis eða öllu heldur við Hveravelli, en sú vinna verður að fara fram í samvinnu við Vegagerðina.
Snjómokstur og viðhald heimreiða er alfarið á hendi Vegagerðar. Að sama skapi er það Vegagerðarinnar að viðhalda þjóðvegum landsins og er það eins með þjóðveginn um Reykjahverfið. Sveitarfélagið mun áfram þrýsta á Vegagerðina að sinna skyldum sínum.
3. Vonir standa til þess að hægt verði að stækka íbúabyggð í Hrísateigi til samræmis við ríkjandi deiliskipulag á því svæði. Sveitarfélagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að standa að þeirri gatnagerð og veituframkvæmdum sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að nýta þær lóðir sem lausar eru.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 174. fundur - 15.03.2018
Í þriðju fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi máls sem heyra undir Orkuveituna.
Úr fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 13.02.2018.
Rætt um stöðuna á hitaveitumálum og það óöryggi sem íbúar hverfisins búa við eins og staðan er í dag. Komið var inn á nýfallin dóm Hæstaréttar varðandi greiðslur fyrir afnot af heitu vatni úr landi jarða í Reykjahverfi. Ekki er vitað hver kostnadur af málarekstri vegna þessa er orðinn, en leiða má líkum ad því ad þeim fjármunum hefði verið betur varið til endurnýjunar heitavatnslagnar í Reykjahverfi.
Úr fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 13.02.2018.
Rætt um stöðuna á hitaveitumálum og það óöryggi sem íbúar hverfisins búa við eins og staðan er í dag. Komið var inn á nýfallin dóm Hæstaréttar varðandi greiðslur fyrir afnot af heitu vatni úr landi jarða í Reykjahverfi. Ekki er vitað hver kostnadur af málarekstri vegna þessa er orðinn, en leiða má líkum ad því ad þeim fjármunum hefði verið betur varið til endurnýjunar heitavatnslagnar í Reykjahverfi.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar hverfisráði Reykjahverfis fyrir erindið.
Í sögulegu samhengi var talið nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þau ágreiningsmál sem uppi voru milli GR og OH og nú liggur fyrir endanleg niðurstaða hvað þau varðar.
Varðandi hugmyndir um nýja hitaveitulögn um Reykjahverfi, þá hafa líkurnar aukist á því að háþrýst hitaveitulögn til orkustöðvarinnar á Húsavík verði notuð áfram í þeim tilgangi sem hún hefur þjónað.
Því er ljóst að leggja þarf nýja lögn í stað þeirrar gömlu.
Framkvæmdastjóra falið að finna leiðir, kostnaðargreina framkvæmdina og leggja fyrir stjórn OH.
Í sögulegu samhengi var talið nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þau ágreiningsmál sem uppi voru milli GR og OH og nú liggur fyrir endanleg niðurstaða hvað þau varðar.
Varðandi hugmyndir um nýja hitaveitulögn um Reykjahverfi, þá hafa líkurnar aukist á því að háþrýst hitaveitulögn til orkustöðvarinnar á Húsavík verði notuð áfram í þeim tilgangi sem hún hefur þjónað.
Því er ljóst að leggja þarf nýja lögn í stað þeirrar gömlu.
Framkvæmdastjóra falið að finna leiðir, kostnaðargreina framkvæmdina og leggja fyrir stjórn OH.
Byggðarráð Norðurþings - 251. fundur - 04.05.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar Hverfisráðs Reykjahverfis frá 24. apríl sl.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis vandaða umfjöllun um málefni Heiðarbæjar. Fyrir liggur sú ályktun af íbúafundi að „íbúar Reykjahverfis hafi aðgang að sal og félagsaðstöðu í Heiðarbæ. Eignarhald verði annað hvort á hendi núverandi eigenda eða einstaklings eða lögaðila sem hafi lögheimili í Reykjahverfi.“ Þá er þess farið á leit að í fundargerð íbúafundar að Norðurþing hafi samráð við íbúa um framgang málsins.
Byggðarráð telur mikilvægt að íbúar sjálfir hafi beina aðkomu að afgerandi ákvörðunum um framtíð félagsheimila í sinni sveit, einkum mögulegri sölu úr samfélagseigu. Í ljósi þessa telur byggðarráð eðlilegt að hverfisráð fjalli áfram um málið með áframhaldandi samráði við íbúa, með íbúafundi og/eða -kosningu í Reykjahverfi.
Sveitarstjóra er falið að eiga samtal við lóðarhafa Heiðarbæjar um málið.
Byggðarráð telur mikilvægt að íbúar sjálfir hafi beina aðkomu að afgerandi ákvörðunum um framtíð félagsheimila í sinni sveit, einkum mögulegri sölu úr samfélagseigu. Í ljósi þessa telur byggðarráð eðlilegt að hverfisráð fjalli áfram um málið með áframhaldandi samráði við íbúa, með íbúafundi og/eða -kosningu í Reykjahverfi.
Sveitarstjóra er falið að eiga samtal við lóðarhafa Heiðarbæjar um málið.
Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar hverfisráðs Reykjahverfis frá 21. nóvember s.l.
Byggðarráð tekur undir hvatningu hverfisráðs Reykjahverfis til íbúa um að yfirfara brunavarnir á heimilum sínum og í fyrirtækjum.
Máli númer 5 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
Máli númer 5 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 19. fundur - 08.01.2019
Á fundi hverfisráðs 21.11.2018 var eftirfarandi bókað undir lið 5, umhverfismál, skógrækt, stígagerð við Hrísateig og víðar: Hverfisráð bendir sveitarstjórn á að víða í Reykjahverfi eru svæði sem henta vel til kolefnisjöfnunar, með t.d. aukinni skógrækt ásamt landgræðslu. Liður í því er að gera stíga um svæðin svo auðvelt sé að komast um til að vinna þar og um leið gera þau aðgengileg fyrir íbúa til útivistar. Í þessu samhengi er hvatt til samstarfs við Skógræktarfélag Reykhverfinga. Friðaða svæðið við Hrísateig er dæmi um land þar sem hefur verið plantað undanfarin ár og Rúnar Óskarsson hefur verið að vinna þar mjóa vegslóða til að bæta aðgengi.
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er lið 5 vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er lið 5 vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis ábendinguna.
Byggðarráð Norðurþings - 286. fundur - 04.04.2019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar hverfisráðs Reykjahverfis frá 28. mars s.l.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara lið 1 í fundargerðinni um greiðslur fyrir fundarsetu í samræmi við 7. gr. samþykkta um hverfisráð Norðurþings þar sem kveðið er á um að greitt sé fyrir fundi hverfisráða á sama hátt og setu í nefndum sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar liðum 2, 3, 4 og 6 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til upplýsingar varðandi lið 5 þá hefur sveitarstjóra þegar verið falið að kanna rekstrarmöguleika Heiðarbæjar til framtíðar.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð vísar liðum 2, 3, 4 og 6 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til upplýsingar varðandi lið 5 þá hefur sveitarstjóra þegar verið falið að kanna rekstrarmöguleika Heiðarbæjar til framtíðar.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019
Rotþrær í Reykjahverfi. Erindi hefur borist hverfisráði vegna losunar á rotþróm í Reykjahverfi. Ekki hefur tekist að koma á reglubundinni losun rotþróa sem er mjög miður því þegar kallað er eftir þjónustunni fyrir einstaka íbúa þá fellur til verulegur kostnaður sem ekki þyrfti ef ferðirnar væru nýttar betur. Hverfisráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að koma á betra skipulagi hvað þetta varðar.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið.
Á síðasta ári tók gildi ný fráveitusamþykkt í Norðurþingi þar sem umsjón með tæmingu rotþróa var aftur sett á forsjá sveitarfélagsins, en áður höfðu rotþróaeigendur sjálfir umsjón með tæmingu sinna rotþróa.
Á síðasta ári stóð sveitarfélagið að tæmingu rotþróa í Reykjahverfi, en á þessu ári stendur til að tæma rotþrær í Kelduhverfi, Öxarfirði og á Sléttu. Mun tæming fara fram annað hvert ár, en innheimta rotþróargjalda mun fara fram samhliða innheimtu fasteignagjalda á sama hátt og innheimtu fráveitugjalda er háttað í þéttbýli.
Á síðasta ári tók gildi ný fráveitusamþykkt í Norðurþingi þar sem umsjón með tæmingu rotþróa var aftur sett á forsjá sveitarfélagsins, en áður höfðu rotþróaeigendur sjálfir umsjón með tæmingu sinna rotþróa.
Á síðasta ári stóð sveitarfélagið að tæmingu rotþróa í Reykjahverfi, en á þessu ári stendur til að tæma rotþrær í Kelduhverfi, Öxarfirði og á Sléttu. Mun tæming fara fram annað hvert ár, en innheimta rotþróargjalda mun fara fram samhliða innheimtu fasteignagjalda á sama hátt og innheimtu fráveitugjalda er háttað í þéttbýli.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019
Heimreiðar í Reykjahverfi. Hverfisráð minnir á fyrri erindi varðandi viðhald heimreiða í Reykjahverfi og reyndar almennt í dreifbýli Norðurþings. Hér er vaxandi viðhaldsþörf sem brýnt er að mæta með skipulögðum viðhaldsverkefnum. Hvetjum við til þess að skipulags- og framkvæmdaráð vinni að og leggi fram áætlun um viðhald heimreiða og henni verði fylgt eftir í samstarfi við Vegagerðina. Í þessu samhengi óskar hverfisráð eftir upplýsingum um hverjum standi til boða nýting á samkomulagi milli Norðurþings og Malbikun Akureyrar ehf., telja má líklegt að einhverjir íbúar í Reykjahverfi vilji nýta sér þessa þjónustu. Einnig vekjum við athygli á því að neðri hluti þjóðvegarins í Reykjahverfi er mjög ósléttur og þar er orðin veruleg slysahætta.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Viðhald heimreiða í dreifbýli er á forsjá Vegagerðarinnar en ekki sveitarfélaga og því yrði áætlun skipulags- og framkvæmdaráðs hvað það varðar algerlega marklaus, hvort sem hún yrði unnin í samstarfi við Vegagerðina eða ekki. Hins vegar hefur byggðarráð óskað eftir fundi með Vegagerðinni til þess að ræða vegamál í sveitarfélaginu almennt og munu þessi mál verða rædd á þeim fundi.
Að beiðni verktaka og í ljósi minnkandi framlegðar við smærri verkefni, þá gildir sá samningur sem sveitarfélagið hefur gert við Malbikun Akureyrar ehf., aðeins vegna verkefna á vegum sveitarfélagsins.
Að beiðni verktaka og í ljósi minnkandi framlegðar við smærri verkefni, þá gildir sá samningur sem sveitarfélagið hefur gert við Malbikun Akureyrar ehf., aðeins vegna verkefna á vegum sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019
Endurnýjun hitaveitu í Reykjahverfi. Hverfisráð fagnar áformum Orkuveitu Húsavíkur ohf. um að hefja framkvæmdir við endurnýjun hitaveitulagnir í Reykjahverfi á þessu ári. Er þess óskað að skoðað verði hvort hægt sé að nýta lagnaleiðina sem göngu- og hjólreiðastíga í framhaldinu. Hverfisráð minnir á að í nóvember s.l. var óskað eftir því að fá framkvæmdaáætlun verksins til kynningar og umfjöllunar.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og hugmyndina en hyggst ekki framkvæma verkið.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019
Snjómokstur í Reykjahverfi. Hverfisráð minnir á mikilvægi þess að gott skipulag sé á snjómokstri í Reykjahverfi sem og í sveitarfélaginu öllu, bæði á þjóðvegi og heimreiðum. Fyrirkomulag heimreiðamoksturs hefur verið í ágætu samráði við íbúa sem kjósa að þiggja þessa þjónustu og hvetur hverfisráð sveitarstjórn til að halda því fyrirkomulagi sem ríkt hefur í Reykjahverfi óbreyttu enda hefur það reynst til fyrirmyndar.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og mun nota sumarið til að endurskoða þessi mál.
Byggðarráð Norðurþings - 302. fundur - 26.09.2019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 2. september s.l.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 10:45.
Byggðarráð vísar í fyrri svör vegna liðar 3. í fundargerðinni samanber 7. grein samþykktar Norðurþings um hverfisráð og samþykktar Norðurþings um kjör kjörinna fulltrúa.
Byggðarráð vísar í fyrri svör vegna liðar 3. í fundargerðinni samanber 7. grein samþykktar Norðurþings um hverfisráð og samþykktar Norðurþings um kjör kjörinna fulltrúa.